174. fundur bæjarráðs
174. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá svarbréf menntamálaráðuneytisins vegna umsóknar um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna landsmóta. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
||
1. |
1403021 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
|
233. fundur haldinn 27. febrúar |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
2. |
1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
813. fundur haldinn 28. febrúar |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1403024 - Landsmót UMFÍ 50+ 2016, UMFÍ auglýsir eftir umsóknum um að halda mótið |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
|
4. |
1403025 - Unglingalandsmót UMFÍ 2017, UMFÍ auglýsir eftir umsóknum um að halda mótið |
|
Bæjarráð samþykkir að ræða við HSK um möguleika á að sækja um mótið. |
||
|
||
5. |
1402217 - Minnisblað um fund með stjórn Taums, hagsmunafélags hundaeigenda |
|
Bæjarráð þakkar erindið, gjaldskrá vegna hundaleyfisgjalda verður tekin fyrir í bæjarstjórn á næsta fundi. |
||
|
||
6. |
1403083 - Sirkus Íslands á Selfossi sumarið 2014 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa. |
||
|
||
7. |
1403104 - Styrkbeiðni - bókahátíð og ársfundur alþjóðasamtaka bókabæja í Noregi |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu enda er ekki tíðkað að veita ferðastyrki. Bæjarráð hefur áhuga á að styðja við verkefnið með öðrum hætti. |
||
|
||
8. |
1403106 - Trúnaðarmál |
|
Fært í trúnaðarbók. |
||
|
||
9. |
1403110 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Ásheimar / Selfoss apartments |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
10. |
1402035 - Svarbréf menntamálaráðuneytisins vegna umsóknar um styrk til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna landsmóta |
|
Bæjarráð lýsir undrun sinni á því að Sveitarfélagið Árborg hafi einungis fengið 23 mkr til uppbyggingar vegna tveggja landsmóta, 2012 og 2013, sem er meira en 50% lægra en meðaltalið, sjá eftirfarandi: (Tölur á verðlagi hvers árs) Árið 2001 Egilsstaðir 35 milljónir Árið 2004 Sauðárkrókur 65 milljónir Árið 2007 Höfn í Hornafirði 25 milljónir Árið 2007 Kópavogur 55 milljónir Árið 2008 Þorlákshöfn 30 milljónir Árið 2009 Akureyri 40 milljónir
Nú liggur einnig fyrir úthlutun vegna unglingalandsmóts á Sauðárkróki á þessu ári, 7 mkr. Ekki verður séð að jafnræðis sé gætt við úthlutun framlaga. |
||
|
||
11. |
1206085 - Umferð um Hlaðavelli og farfuglaheimilið Austurvegi 28, umferðarskipulag |
|
Valdimar Árnason kom inn á fundinn. |
||
|
||
12. |
1305094 - Viðbygging við Grænumörk 5, aðstaða fyrir félagsstarf eldri borgara |
|
Fulltrúar stjórnar Félags eldri borgara á Selfossi komu inn á fundinn ásamt Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttir, félagsmálastjóra, og Helga Bergmann, arkitekt. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
13. |
1403022 - Gjaldtaka á ferðamannastöðum, kynntar niðurstöður könnunar á vegum SASS |
|
Ljóst er af niðurstöðum könnunarinnar að Íslendingar vilja ekki borga almennt gjald að náttúruperlum, en geta hugsað sér að greiða fyrir aðgang að aðstöðu við ferðamannastaði. Bent er á að í skýrslunni segir: "Í svörum var nefnt sérstaklega að Íslendingar ættu ekki að þurfa að greiða fyrir aðgang að íslenskri náttúru." Bæjarráð bendir á tekjumöguleika ríkissjóðs í gegnum virðisaukaskattskerfið, en í dag er ferðaþjónustan í sumum tilfellum með 7% virðisaukaskatt og í einstaka tilfellum með 0% virðisaukaskatt. |
||
|
||
14. |
1311043 - Lokaskýrsla varðandi Snorraverkefnið 2014 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:50.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |