175. fundur bæjarráðs
175. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 haldinn 24.05.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður
Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður
Torfi Áskelsson, bæjarfulltrúi
Páll Leó Jónsson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Helgi Helgason, bæjarritari
1. Fundargerðir til staðfestingar:
0601057 |
|
|
b. |
0605128 |
|
Fundargerðirnar staðfestar.
2. Fundargerðir til kynningar:
|
|
|
3. 0605129
Íbúðir fyrir aldraða og þjónustubygging við Eyrargötu 51-53, Eyrarbakka - beiðni um viljayfirlýsingu frá Stafnhúsum ehf.
Bæjarstjóra var falið að ræða erindið við bréfritara.
4. 0605123
Erindi til bæjarráðs um danskan farkennara - beiðni um aukafjárveitingu frá verkefnisstjóra fræðslumála.
Bæjarráð samþykkir erindið.
5. 0605122
Aukning á stöðugildi námsráðgjafa við Vallaskóla - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála.
Bæjarráð samþykkir heimild fyrir námsráðgjöf í Vallaskóla sem svarar 1,5 stöðugildum samtals.
6. 0605121
Beiðni um fjárveitingu til aukinnar sérkennslu í Vallaskóla. - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála
Bæjarráð samþykkir erindið.
7. 0605119
Beiðni um aukningu á stöðugildum vegna sérkennslu í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála
Bæjarráð samþykkir erindið.
8. 0605120
Innleiðing á ART hugmyndafræði í Vallaskóla - erindi frá verkefnisstjóra fræðslumála
Bæjarráð samþykkir erindið.
9. 0605118
Trúnaðarmál -
10. 0605115
Styrkbeiðni - móttaka vegna aðalfundar Félags íslenskra framhaldsskólakennara - erindi frá skólameistara FSu
Bæjarráð samþykkir erindið.
11. 0605091
Styrkbeiðni vegna kaupa á erlendum leikmanni til Hamars/Selfoss í körfubolta kvenna - erindi frá Ragnheiði Magnúsdóttur
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
12. 0605090
Beiðni um umsögn - Flugmálastjórn Íslands, 707. mál, heildarlög - erindi frá samgöngunefnd Alþingis (frumvarpstexti hjá bæjarstjóra)
Erindið lagt fram.
13. 0605089
Beiðni um umsögn - stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, 708. mál - erindi frá samgöngunefnd Alþingis (frumvarpstexti hjá bæjarstjóra)
Erindið lagt fram.
14. 0605005
Arkitektasamkeppni um miðbæ Selfoss - tilnefning fulltrúa í dómnefnd frá Arkitektafélagi Íslands
AÍ tilnefnir Önnu Sigríði Jóhannsdóttur arkitekt og Jóhannes Þórðarson arkitekt í dómnefndina. Fulltrúar Árborgar í dómnefndinni hafa valið Smára Johnsen, skipulagsfræðing sem þriðja fulltrúa sveitarfélagsins í dómnefnd.
15. 0605045
Trúnaðarmál -
16. 00060286
Afhending Tryggvaskála - framhaldssamningur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins - afsal og lóðarsamningur
Bæjarráð staðfestir samninginn og fagnar þeim glæsilega árangri sem náðst hefur með endurbyggingu Tryggvaskála.
17. 0601015
Lóðarumsókn/úthlutun - Langholt austan spennistöðvar - erindi frá Íslandspósti
Bæjarráð samþykkir að veita Íslandspósti vilyrði fyrir u.þ.b. 3000 m2 lóð austan aðveitustöðvar Hitaveitu Suðurnesja skv. heimild í 8. grein reglna um lóðaúthlutun. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta deiliskipuleggja allt svæðið austur að Gaulverjabæjarvegi og til suðurs að svæði hestamanna.
18. 0506110
Lóðarumsókn/úthlutun - Fossnes 7 - minnisblað frá framkvæmda- og veitusviði varðandi umsókn GT fasteignafélags.
Bæjarráð samþykkir að veita GT fasteignafélagi vilyrði fyrir lóðinni Fossnes 7 samkvæmt 8. grein reglna um lóðaúthlutun og felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni formlega.
19. 0605131
Trúnaðarmál -
20. 0603058
Málefni Draugasetursins og Íslenskra undra á Stokkseyri -
Bæjarráð samþykkir að ganga til viðræðna við Draugasetrið og Íslenk undur um stuðning við menningarstarfsemi setranna.
21. 0512077
Leigusamningur v/Eyravegar 9 - Múla - viðauki
Bæjarráð samþykkir viðaukann eins og hann liggur fyrir.
22. 0605056
'Ísland herlaust land' - vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 10.05.06 - tillaga Einars Pálssonar
Bæjarráð tók tillöguna til umfjöllunar og lýsir stuðningi við alla viðleitni til þess að útvega fólki sem starfaði á vegum hersins aðra vinnu.
23. 0605055
Flýting á framkvæmdum við göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar - tillaga Einars Pálssonar vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 10.05.06
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmda- og veitustjórn að fjalla um málið.
24. 0605054
Lýsing þjóðvegar milli þéttbýlisstaða í Árborg - viðræður við Vegagerðina og Hitaveitu Suðurnesja - tillaga Einars Pálssonar vísað til bæjarráðs á fundi bæjarstjórnar 10.05.06
Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um málið.
25. 0605005
Arkitektasamkeppni um miðbæ Selfoss - drög að samningi við Arkitektafélag Íslands um samkeppnishald
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin.
26. 0410007
Efnisvinnsla í landi Kjarrs uppi á Ingólfsfjalli - tillaga frá Einari Pálssyni, vísað til bæjarrás á bæjarstjórnarfundi 10.05.06
Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmda- og veitustjórn að láta kanna möguleika á efnistöku í landi sveitarfélagsins.
27. 0605153
Garðaþjónusta 2005 - tillaga frá verkefnisstjóra félagslegra úrræða.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur verkefnisstjóra að kynna málið vel og senda kynningarbréf inn á öll heimili í bæjarfélaginu.
28. 0605152
Þjónustusamningur um samstarf um vímuvarnir - erindi frá Bifhjólasamtökum Suðurlands Postulunum.
Bæjarráði og bæjarstjóra falið að ræða við samtökin.
29. Erindi til kynningar:
a) 0605085
Skýrsla - Hugmynd að betra samfélagi - frá Öryrkjabandalagi Íslands
b) 0605130
Orlof húsmæðra 2005 - skýrsla fyrir Árnes- og Rangárvallsýslur 2005
c) 0605116
Málefnaþing Rauða krossins - Hvar þrengir að? - dagskrá til kynningar.
Í fundarlok lagði Páll Leó fram eftirfarandi:
“Bóka á þakkir til bæjarstjóra, bæjarritara og allra þeirra bæjarráðsmanna sem ég hef starfað með á kjörtímabilinu fyrir afar ánægjuleg kynni og gott samstarf.”
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15
Þorvaldur Guðmundsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Torfi Áskelsson
Páll Leó Jónsson
Einar Guðni Njálsson
Helgi Helgason