176. fundur bæjarráðs
176. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 27. mars 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, varaformaður, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna fjárfestingaráætlunar. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401095 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar |
|
16. fundur haldinn 12. mars |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
73. fundur haldinn 19. mars |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
3. |
1402107 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands |
|
155. fundur 14. mars 2014 |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
4. |
1403258 - Erindi frá starfshópi á vegum Ungmennafélags Stokkseyrar, upplýsinga- og söguskilti, göngustígar o.fl. |
|
Bæjarráð þakkar hugmyndirnar, sótt hefur verið um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna gerðar upplýsingaskilta. Unnið er að gerð söguskilta sem sett verða upp í sumar. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir framkvæmdum við lóð skólans á Stokkseyri og felur bæjarráð umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda að vinna að undirbúningi framkvæmdanna. Hugmyndum um framkvæmdir, göngustíga og útivistarsvæði er vísað til framkvæmda- og veitustjórnar. |
||
|
||
5. |
1304084 - Rekstraryfirlit, 12 mánuðir 2013 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
1403276 - Rekstraryfirlit janúar 2014 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
1402200 - Umsóknir um rekstur tjaldsvæðis á Stokkseyri, auglýst var í héraðsblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins, alls bárust átta umsóknir |
|
Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að ræða við umsækjendur. |
||
|
||
8. |
1309180 - Niðurstöður jafnlaunakönnunar |
|
Í framhaldi af samþykkt um að vinna könnun á launamun kynjanna hjá sveitarfélaginu var Capacent fengið til að vinna launagreiningu fyrir sveitarfélagið. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Ekki er kynbundinn munur á grunnlaunum starfsmanna hjá sveitarfélaginu, launamunur á heildarlaunum er 3 til 4% konum í óhag. Bæjarráð felur kjaranefnd að greina niðurstöður frekar. |
||
|
||
9. |
1401001 - Beiðni Þrastar Þorsteinssonar um land á leigu til ræktunar á hvönn |
|
Bæjarráð samþykkir að ráðstafa 5 ha landspildu innan þess svæðis sem afmarkað er á uppdrætti með erindinu til ræktunar hvannar. |
||
|
||
10. |
1403230 - Styrkbeiðni Sundsambands Íslands, dags. 17.03.2014 - boðsundskeppni milli grunnskóla |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
11. |
1403245 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 18.03.2014, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, gististaðurinn Helgafell, Eyrarbakka |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
12. |
1403292 - Forvarnastefna Sveitarfélagsins Árborgar |
|
Bæjarráð vísar forvarnastefnu til íþrótta- og menningarnefndar. |
||
|
||
13. |
1403293 - Drög að skipulagi æskulýðssjóðs Árborgar |
|
Bæjarráð vísar drögum að skipulagi æskulýðssjóðs Árborgar til íþrótta- og menningarnefndar. |
||
|
||
14. |
1007011 - Húsnæðismál varðandi safn mjólkuriðnaðarins og upplýsingamiðstöð |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu. |
||
|
||
15. |
1401181 - Sunnulækjarskóli-milligólf í anddyri |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
16. |
1401023 - Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar, upplýsingar um áætlaðan kostnað við endurbætur flugbrauta |
|
Bæjarráð samþykkir að fá fulltrúa Flugklúbbs Selfoss á næsta fund. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:20
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Ari B. Thorarensen |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |