Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.4.2014

177. fundur bæjarráðs

177. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð. 

 

Dagskrá: 

 

Fundargerðir til kynningar

1.

1403296 - Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar

 

Haldinn 5. mars

 

-bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í ráðinu. Fundargerðinni er vísað til byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjóra.

 

   

2.

1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

814. fundur haldinn 21. mars

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

3.

1402007 - Fundargerð stjórnar SASS

 

478. fundur haldinn 24. mars

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1403316 - Erindi Hveragerðisbæjar um fyrirhugaða skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum

 

Bæjarráð samþykkir að vinna að ráðgefandi skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Bæjarráð vinnur málið áfram, endanleg tillaga verður lögð fyrir bæjarstjórn í apríl.

 

   

5.

1403334 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Hlöllabátar

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

6.

1403345 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Sunnuvegur Guesthouse

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

7.

1403378 - Tillaga frá fulltrúa B-lista um að skoða mögulega kaup á húseigninni Sigtúni

 

Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkir að skoða möguleiki á að sveitarfélagið eignist húseignina Sigtún, fyrrum bústað Egils Thorarensen, kaupfélagsstjóra, en fasteignin hefur verið á söluskrá. Bæjarstjóra sveitarfélagsins er falið að tala við núverandi eigendur og leggja fyrir bæjarráð niðurstöður þeirra viðræðna. Greinargerð: Húsnæðið Sigtún, fyrrum bústaður Egils Thorarensen, kaupfélagsstjóra, er eitt glæsilegasta og söguríkasta hús á Selfossi. Það er vel staðsett í hjarta Selfossbæjar og gæti gegnt stóru hlutverki í framtíð skipulags miðbæjar Selfoss og verðandi miðbæjargarðs. Húsnæðið gæti orðið okkar Höfði, þar sem saga Selfoss yrði sýnd í munum og myndum, ásamt því að verða staður fyrir minni móttökur, uppákomur á vegum sveitarfélagsins, o.fl. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við eiganda hússins, án skuldbindinga. Eggert V. Guðmundsson, S-lista, sat hjá.

 

   

8.

1007011 - Upplýsingamiðstöð og vísir að mjólkursögusafni

 

Farið var yfir stöðu mála.

 

   

9.

1201089 - Framtíð Selfossflugvallar

 

Helgi Sigurðsson og Þórir Tryggvason komu inn á fundinn. Kynntar voru hugmyndi Flugklúbbs Selfoss um uppbyggingu á Selfossvelli. Tekið var jákvætt í hugmyndirnar.

 

   

10.

1401004 - Endurskoðun innkaupareglna

 

Rætt var um endurskoðun innkaupareglna.

 

   

11.

1404025 - Frítt fyrir framhaldsskólanema í sund í verkfalli

 

Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir framhaldsskólanema í sundlaugum sveitarfélagsins á meðan á verkfalli stendur.

 

   

Erindi til kynningar

12.

1403022 - Ályktun SASS - gjaldtaka á ferðamannastöðum

 

Lögð var fram ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Bæjarráð tekur undir ályktun SASS.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.
 

 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica