177. fundur bæjarráðs
177. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
||
1. |
1403296 - Fundargerð hverfisráðs Stokkseyrar |
|
Haldinn 5. mars |
||
-bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hulda Gísladóttir verði varamaður í ráðinu. Fundargerðinni er vísað til byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjóra. |
||
|
||
2. |
1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
814. fundur haldinn 21. mars |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
3. |
1402007 - Fundargerð stjórnar SASS |
|
478. fundur haldinn 24. mars |
||
Lagt fram. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
4. |
1403316 - Erindi Hveragerðisbæjar um fyrirhugaða skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum |
|
Bæjarráð samþykkir að vinna að ráðgefandi skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Bæjarráð vinnur málið áfram, endanleg tillaga verður lögð fyrir bæjarstjórn í apríl. |
||
|
||
5. |
1403334 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Hlöllabátar |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6. |
1403345 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Sunnuvegur Guesthouse |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
7. |
1403378 - Tillaga frá fulltrúa B-lista um að skoða mögulega kaup á húseigninni Sigtúni |
|
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkir að skoða möguleiki á að sveitarfélagið eignist húseignina Sigtún, fyrrum bústað Egils Thorarensen, kaupfélagsstjóra, en fasteignin hefur verið á söluskrá. Bæjarstjóra sveitarfélagsins er falið að tala við núverandi eigendur og leggja fyrir bæjarráð niðurstöður þeirra viðræðna. Greinargerð: Húsnæðið Sigtún, fyrrum bústaður Egils Thorarensen, kaupfélagsstjóra, er eitt glæsilegasta og söguríkasta hús á Selfossi. Það er vel staðsett í hjarta Selfossbæjar og gæti gegnt stóru hlutverki í framtíð skipulags miðbæjar Selfoss og verðandi miðbæjargarðs. Húsnæðið gæti orðið okkar Höfði, þar sem saga Selfoss yrði sýnd í munum og myndum, ásamt því að verða staður fyrir minni móttökur, uppákomur á vegum sveitarfélagsins, o.fl. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við eiganda hússins, án skuldbindinga. Eggert V. Guðmundsson, S-lista, sat hjá. |
||
|
||
8. |
1007011 - Upplýsingamiðstöð og vísir að mjólkursögusafni |
|
Farið var yfir stöðu mála. |
||
|
||
9. |
1201089 - Framtíð Selfossflugvallar |
|
Helgi Sigurðsson og Þórir Tryggvason komu inn á fundinn. Kynntar voru hugmyndi Flugklúbbs Selfoss um uppbyggingu á Selfossvelli. Tekið var jákvætt í hugmyndirnar. |
||
|
||
10. |
1401004 - Endurskoðun innkaupareglna |
|
Rætt var um endurskoðun innkaupareglna. |
||
|
||
11. |
1404025 - Frítt fyrir framhaldsskólanema í sund í verkfalli |
|
Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir framhaldsskólanema í sundlaugum sveitarfélagsins á meðan á verkfalli stendur. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
12. |
1403022 - Ályktun SASS - gjaldtaka á ferðamannastöðum |
|
Lögð var fram ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Bæjarráð tekur undir ályktun SASS. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |