178. fundur bæjarráðs
178. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður,
Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varamaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista, varamaður, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umsókn um tækifærisleyfi fyrir Hvíta húsið, opnun um páska og kosningu fulltrúa til setu á aðalfundi Afréttarmálafélags Flóa. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1403316 - Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að í skoðanakönnun verði spurt hvort kjósendur vilji kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga eða ekki. Ef kjósendur vilja skoða slíkan möguleika verði gefnir þeir möguleikar að merkja við Árnessýslu sem eitt sveitarfélag eða sameinast einu eða fleiri sveitarfélögum í Árnessýslu. |
||
|
||
2. |
1404058 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 4. apríl 2014, um umsögn - frumvarp til laga um eflingu tónlistarnáms, nám óháð búsetu |
|
Lagt fram. |
||
|
||
3. |
1401004 - Endurskoðun innkaupareglna, drög að reglum |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar. |
||
|
||
4. |
1402035 - Erindi frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dags. 21. mars 2014, þakkir vegna samstarfs um Landsmót og tillaga frá héraðsþingi um uppbyggingu íþróttamannvirkja |
|
Lagt fram. Bæjarráð þakkar HSK gott samstarf við framkvæmd Landsmóts UMFÍ sumarið 2013. |
||
|
||
5. |
1404066 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu |
|
Lagt fram. |
||
|
||
6. |
1402076 - Rekstrarsamningur Selfossvallar 2014 milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
||
|
||
7. |
1404086 - Tillaga frá fulltrúa B-lista um að jörðin Björk verði auglýst til sölu |
|
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkir að auglýsa til sölu jörðina Björk, þann hluta hennar sem er í eigu sveitafélagsins. Greinargerð: Sveitarfélagið á jörðina Björk og einnig svokallað Björkustykki. Á gildandi aðalskipulagi er skipulag fyrir Björkustykki en ekki jörðina Björk og ekki séð að sveitarfélagið muni skipuleggja hana á næstu árum. Með því að auglýsa jörðina til sölu er fyrst og fremst verið að kanna hvort áhugi er til staðar á markaðnum til kaupa á henni. Að sjálfsögðu verður hún ekki seld nema viðunandi tilboð fáist. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og felld með öllum greiddum atkvæðum. |
||
|
||
8. |
1401001 - Beiðni um land á leigu til ræktunar á hvönn |
|
Lagt er fram kort af svæði vestan Eyrarbakka, alls 19,2 ha spildu. Samþykkt er að úthluta helmingi þess lands sem merktur er á uppdrætti, úthlutun þess sem eftir ef er háð því að lögð verði fram viðskiptaáætlun vegna verkefnisins. |
||
|
||
9. |
1106016 - Fundargerð 1. og 2. fundar byggingarnefndar vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss og tilboð frá verktaka |
|
Bæjarráð staðfestir fundargerðirnar og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem fjármagn verði fært á milli ára í þriggja ára áætlun. |
||
|
||
10. |
1404087 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 |
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna viðgerðar á svalahurðum í Grænumörk 5 að fjárhæð 4 mkr. |
||
|
||
11. |
1404088 - Beiðni um heimild til að hafa opið til kl. 05 aðfaranótt 19. apríl, tækifærisveitingaleyfi - 800 Bar |
|
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að opið verði til kl 04 aðfaranótt 19. apríl. |
||
|
|
|
12. |
1403380 - Fundartími bæjarráðs 2014 |
|
Bæjarráð samþykkir að fundur í næstu viku verði á miðvikudegi, 16. apríl. Fundur falli niður í vikunni þar á eftir og fundur sem vera á 1. maí verði 30. apríl. |
||
|
||
13. |
1404111 - Tækifærisveitingaleyfi - Hvíta húsið um páskana |
|
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að opið verði til kl. 04 aðfaranótt 17. apríl og 20. apríl. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
14. |
1404028 - Erindi frá Héraðssambandinu Skarphéðni, dags. 31. mars 2014, tillögur frá 92. héraðsþingi |
|
Lagt fram. |
||
|
||
15. |
1404035 - Tilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. dags. 2. apríl 2014, um arðgreiðslu vegna ársins 2013 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
16. |
1402106 - Niðurstöður könnunar á vegum SASS um leiguhúsnæði á Suðurlandi |
|
Lagt fram. |
||
|
||
17. |
1404065 - Framtíðarfyrirkomulag um alþjónustu um tengingu við almenna fjarskiptanetið, samantekt kynningarfundar fyrir sveitarfélög um fjarskiptamál. |
|
Lagt fram. |
||
|
Bæjarráð samþykkir að Halldór Vilhjálmsson verði fulltrúi á aðalfundi Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15.
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari B. Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir