Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.8.2017

2. fundur nýs hverfaráðs Selfossi

Annar fundur hverfisráð Selfoss í ungmennahúsi Árborgar þriðjudaginn 27.júní 2017. Fundur setur 20:00      Mættir eru: Sveinn Ægir Birgisson, Kristján Eldjárn Þorgeirsson, María Marko og Lilja Kristjánsdóttir Forföll boðuðu: Helgi Sigurður Haraldsson, Gunnar Egilsson og Valur Stefánsson Fundargerð ritar María Marko
  1. Gangbraut við fjölbrautaskólann. Það vantar gangbraut á Tryggvagötu frá malarstígnum við FSU og skátaheimilið.
  2. Má setja inn fleiri hraðahindranir á Tryggvagötu. Sérstaklega við Lágengi.
  3. Gangbraut við Þóristún/Smáratún og svo vantar fleiri gangbrautir á Eyraveginn, t.d. við ökuskólann.
  4. Mætti endurvekja “tjörnina” við Tjarnahverfi. Einnig mætti skoða tjörnina við tjaldstæðið en hún er í órækt og illa útlítandi.
  5. Við eigum ótrúlega fjallasýn af “Fjallinu eina”/ Stórahól. Þar mætti gjarnan setja upp útsýnisskífu sem sýnir hvaða fjöll eru hvar.
  6. Það má laga kanta og gera fleiri gangstéttar enda er bærinn vel nýttur í útivist, hjól, hlaup og fleira.
  7. Við leggjum til að auglýsingaskiltin áður en maður kemur að brúnni verði færð ofar til að byrgja ekki sýnina á bæinn þegar maður keyrir að bænum.
  8. Spurningamerki voru sett við malar”planið” sem hefur myndast með grjóti hægramegin við brúnna í norðurátt. Er þetta skilgreint sem útskot eða er þetta eitthvað sem þarf að takmarka aðgang að vegna slysahættu?
  9. Við viljum hvetja bæjarstjórn til að hvetja hátíðarhaldara til að skoða möguleikann á því að fá fyrirtæki til að kosta leiktæki á hátíðum. (Svipað og var gert á 17. júní þetta ár.)
  10. Viljum minna á að tímasetja stórar framkvæmdir með tilliti til stórra viðburða, bæjarhátíða o.þ.h. samanber sundlaugalokunin og Kótelettan.
  11. Gerum bæinn blómlegri. Það má bæta við bæði sumarblómum og fjölærum til að gera bæinn huggulegri.
  12. Við leggum til að setja skásett bílastæði við verslanir efst á Eyravegi, þannig væri hægt að fjölga bílastæðum og fækka árekstrum (þarna er oft bakkað á þegar fólk reynir að komast úr stæðum).
  13. Þegar líður að sumarhátíðinni má benda fólki á að taka niður skraut á skynsamlegum tíma en það standi ekki fram að jólum.
  14. Það má bæta lýsingu á hundasleppisvæðið, sérstaklega yfir veturinn. Þá má einnig setja upp skjólveggi hér og þar um svæðið og plöntur.
  15. Það mætti bæta við bekkjum við Ölfusá fyrir neðan hótelið og í Móahverfinu en þar er ágætis göngustígur sem mætti nýta betur.
  16. Það mætti setja upp leikvöll í Móahverfi.
  17. Sveitafélagið fá fégasamtök til að auglýsa betur sína félagsstarfsemi. T.d. hvaða daga, hvar og klukkan hvað.
  Fundi lokið 21:25, ákveðið að næsti fundur skuli vera í september

Þetta vefsvæði byggir á Eplica