Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.11.2007

18. fundur leikskólanefndar

18. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður S-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista (D)
Ásdís Sigurðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Auður Hjálmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi

Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Sigurbjörg Ólafsdóttir boðaði forföll.
Leikskólanefnd óskar Þórunni Elvu Bjarkardóttur til hamingju með nýfædda dóttur.

Dagskrá:

1. 0711079 - Tillaga um ráðningu leikskólafulltrúa til umsagnar,samanber 14. gr. í
Erindisbréfi leikskólanefndar Árborgar frá 9.júní 1999. Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála kynnir tillöguna.

Þar sem enn er verið að afla upplýsinga um umsækjendur verður þessum lið frestað til miðvikudagsins 28. nóvember kl. 17

Erindi til kynningar:

2. 0711078 - Kynning á fyrirhugaðri rannsókn á sí- og endurmenntun meðal leikskóla Árborgar. Borgar Ævar Axelsson starfsmannastjóri kynnir.

Starfsmannastjóri kynnti fyrirhugaða rannsókn um sí- og endurmenntun sem Svava Júlía Jónsdóttir sem er nemi í mastersnámi í mannauðstjórnun er að fara að vinna að. Leikskólanefnd fagnar að þessi rannsókn fer í gang og veit að þetta verður leikskólunum til góðs. Starfsmannastjóri kynnti starf sitt.

3. 0405027 - Allt hefur áhrif - einkum við sjálf - Könnun í leikskólum og grunnskólum í Árborg. Niðurstöður í leikskólum kynntar.

Kynntar voru niðurstöður könnunar í leikskólum Árborgar sem unnar voru af Lýðheilsustöð

4. 0701063 - Fundargerð leikskólastjóra og leikskólafulltrúa 20.nóvember 2007

Til kynningar

5. 0703069 - Fréttabréf frá leikskólum Árborgar 2007

Fréttabréf Glaðheima og Álfheima í október og Glaðheima og Brimvers í nóvember til kynningar

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18.00

Sædís Ósk Harðardóttir                                
Róbert Sverrisson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                    
Ari B. Thorarensen
Ásdís Sigurðardóttir                          
Auður Hjálmarsdóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica