18. fundur bæjarstjórnar
18. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 25. apríl 2007 kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson, forseti, B listi,
Margrét K. Erlingsdóttir B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Jón Hjartarson, V listi,
Snorri Finnlaugsson D listi,
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir D listi,
Ari B. Thorarensen D listi, varamaður Þórunnar Jónu Hauksdóttur
Auk þess situr fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð,Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ólafur Gestsson, og Vignir Rafn Gíslason, löggiltir endurskoðendur.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
Engar.
II. Önnur mál:
1. 0704073
Ársreikningur 2006 – fyrri umræða
Forseti óskaði eftir samþykki fundarins fyrir því að fulltrúi PricewaterhouseCoopers hf tæki til máls og færi yfir reikninginn. Var það samþykkt samhljóða.
Ólafur Gestsson, löggiltur endurskoðandi, tók til máls og kynnti ársreikninginn.
Ársreikningurinn var lagður fram ásamt eftirfarandi greinargerð:
Samstæðureikningur Árborgar samanstendur af A-hluta og B-hluta. Í A-hluta eru Aðalsjóður, Eignasjóður, Þjónustustöð og Fasteignafélag Árborgar. Í B-hluta eru Leigubústaðir, Byggingarsjóður aldraðra, Fráveita, Vatnsveita og Selfossveitur. Meginreglan er sú að í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum, en í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld til þess að standa að fullu undir útgjöldum sínum.
Helstu niðurstöður rekstrar eru:
Í þús.kr. |
A-hluti |
Mis- |
A- og B-hluti |
Mis- |
||
|
2006 |
Áætlun |
munur |
2006 |
Áætlun |
munur |
Rekstrartekjur |
2.899.524 |
2.783.908 |
115.616 |
3.443.333 |
3.274.928 |
168.405 |
Rekstrargjöld |
(2.625.225) |
(2.679.360) |
54.135 |
(2.814.876) |
(2.863.625) |
48.749 |
|
|
|
|
|
|
|
Niðurstaða án afskrifta |
274.299 |
104.548 |
169.751 |
628.457 |
411.303 |
217.154 |
|
|
|
|
|
|
|
Afskriftir |
(98.571) |
(96.796) |
(1.775) |
(203.782) |
(202.422) |
(1.360) |
|
|
|
|
|
|
|
Niðurstaða án |
175.728 |
7.752 |
167.976 |
424.675 |
208.881 |
215.794 |
|
|
|
|
|
|
|
Fjármagnsliðir, nettó |
(132.141) |
(144.723) |
12.582 |
(322.462) |
(325.001) |
2.539 |
|
|
|
|
|
|
|
Reiknaður tekjuskattur |
|
|
|
(18.618) |
0 |
(18.618) |
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrarniðurstaða |
43.587 |
(136.971) |
180.558 |
83.595 |
(116.120) |
199.715 |
|
|
|
|
|
|
|
Heildartekjur eru 3.443 millj.kr. og heildarútgjöld með afskriftum en án fjármagnsliða 3.019 millj.kr. Að öllu samanlögðu nema heildarútgjöld með afskriftum án fjármagnsliða 87,7% af heildartekjum A og B hluta ársreikningsins. Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkur í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.459 millj.kr. Sveitarfélagið Árborg er mjög stór vinnuveitandi; greiðir um 1.595 millj.kr. í laun og launatengd gjöld. Handbært fé frá rekstri eru 334,3 millj.kr., afborganir lána eru 269 millj.kr. og nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 1.045,7 millj.kr. Tekin voru ný lán á árinu alls 825 millj.kr.
Reikningurinn sýnir jákvæð frávik miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2006 sem nemur 199,7 millj.kr. Útsvarstekjur eru 65 millj.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þá skila tekjur frá Jöfnunarsjóði sér betur en áætlanir gerður ráð fyrir eða um 49 millj.kr.
Einnig er um jákvæð frávik í öðrum málaflokkum. Í stofnunum og deildum undir A-hluta munar mest um 15,6 millj.kr. sem félagsmálin eru undir áætlun, 50,9 millj.kr. sem fræðslumálin eru undir áætlun, hreinlætismál eru 10 millj.kr. undir áætlun, umferðarmál um 6,7 millj.kr. undir áætlun og skipulags og byggingarmál 29,7 millj.kr. undir áætlun. Æskulýðs- og íþróttamál eru 5,7 millj.kr yfir áætlun, umhverfismál 4,2 millj.kr, uppreiknuð lífeyrisskuldbinding 34,1 millj.kr. yfir áætlun, aðrir sjóðir í Aðalsjóði vega minna. Þá eru nettó fjármagnsliðir í Aðalsjóði jákvæðir um 15,6 millj.kr Eignasjóður þjónustustöð og rekstur fasteignafélags eru samtals 18 millj.kr. yfir áætlun. Í B-hluta skilar Fráveitan lakari afkomu sem nemur 4,9 millj.kr en Selfossveitur skila betri afkomu sem nemur 22,3 millj.kr.
Fjárfestingar
Fjárfestingar námu alls 1.067,1 millj.kr., sem skiptist þannig: fasteignir 750,1 millj.kr, veitu- og gatnakerfi 278,4 millj.kr. og vélar, áhöld og tæki 38,6 millj.kr. Þá var söluverð fastafjármuna 21,5 millj.kr og bókfærður söluhagnaður 2,2 millj.kr.
Efnahagsreikningur 31.12.2006
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður | Samstæða |
||
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
2006 |
2005 |
2006 |
2005 |
Eignir |
|
|
|
|
Varanlegir rekstrarfjármunir |
2.854.952 |
2.175.173 |
5.291.143 |
4.447.071 |
Áhættufjárm. og langt.kröfur |
1.080.426 |
1.125.674 |
422.675 |
459.726 |
Veltufjármunir |
1.070.409 |
797.677 |
1.149.105 |
913.360 |
Eignir samtals |
5.005.787 |
4.098.524 |
6.862.923 |
5.820.157 |
|
|
|
|
|
Eigið fé og skuldir |
|
|
|
|
Eigið fé |
1.254.121 |
1.210.534 |
1.793.099 |
1.744.814 |
|
|
|
|
|
Lífeyrisskuldbindingar |
825.227 |
714.213 |
913.443 |
806.214 |
Langtímaskuldir |
2.147.564 |
1.537.431 |
3.450.595 |
2.695.388 |
Skammtímaskuldir |
778.876 |
636.346 |
705.786 |
573.741 |
Skuldir og skuldb. samtals |
3.751.667 |
2.887.990 |
5.069.824 |
4.075.343 |
|
|
|
|
|
Eigið fé og skuldir samtals |
5.005.787 |
4.098.524 |
6.862.923 |
5.820.157 |
Sjóðstreymi ársins 2006
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður | Samstæða |
||
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
2006 |
Fjárh.áætl. |
2006 |
Fjárh.áætl. |
Niðurstaða ársins |
43.587 |
(136.971) |
83.595 |
(116.120) |
|
|
|
|
|
Veltufé frá rekstri |
421.113 |
134.220 |
663.966 |
399.589 |
Handbært fé frá rekstri |
83.498 |
117.220 |
334.320 |
382.589 |
|
|
|
|
|
Fjárfestingahreyfingar |
(782.371) |
(778.217) |
(1.053.991) |
(1.199.988) |
Fjármögnunarhreyfingar |
589.480 |
467.184 |
555.152 |
509.652 |
|
|
|
|
|
Hækkun, (lækkun) á handbæru fé |
(109.393) |
(193.813) |
(164.520) |
(307.747) |
Lykiltölur
Samanteknar niðurstöður birtast í töflunni hér að neðan:
Í þús.kr. |
Bæjarsjóður | Samstæða |
||
|
A-hluti |
A- og B-hluti |
||
|
2006 |
Áætlun | 2006 |
Áætlun |
Í hlutfalli við rekstrartekjur |
|
|
|
|
Laun og launatengd gjöld |
52,3% |
54,4% |
46,3% |
49,1% |
Lífeyrisskuldbinding, breyting |
2,6% |
1,4% |
2,2% |
1,3% |
Annar rekstrarkostnaður |
35,6% |
40,4% |
33,2% |
37,1% |
Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir |
9,5% |
3,8% |
18,3% |
12,6% |
Afskriftir |
3,4% |
3,5% |
5,9% |
6,2% |
Fjármagnsliðir |
4,6% |
5,2% |
9,4% |
9,9% |
Reiknaðir skattar |
0,0% |
0,0% |
0,6% |
0,0% |
Rekstrarniðurstaða |
1,5% |
-4,9% |
2,4% |
-3,5% |
Hreint veltufé frá rekstri |
14,5% |
4,8% |
20,3% |
12,2% |
Handbært fé frá rekstri |
2,9% |
4,2% |
10,7% |
11,7% |
Á íbúa |
|
|
|
|
Skatttekjur |
334.578 |
315.633 |
334.578 |
315.633 |
Aðrar tekjur |
62.019 |
61.131 |
136.402 |
127.584 |
Laun og launatengd gjöld |
(217.750) |
(210.532) |
(228.695) |
(223.099) |
Annar rekstrarkostnaður |
(141.328) |
(152.083) |
(156.324) |
(164.454) |
Afskriftir |
(13.483) |
(13.100) |
(27.873) |
(27.395) |
Fjármunatekjur og fjárm.gjöld |
(18.074) |
(19.586) |
(44.106) |
(43.984) |
Rekstrarniðurstaða |
5.962 |
(18.537) |
13.981 |
(15.715) |
|
|
|
|
|
Aðrar lykiltölur |
|
|
|
|
Veltufjárhlutfall |
1,37 |
0,79 |
1,63 |
0,82 |
Eiginfjárhlutfall |
25,1% |
23,2% |
26,1% |
24,5% |
|
|
|
|
|
Íbúafjöldi |
2006 |
2005 |
2004 |
2003 |
Í árslok |
7.311 |
6.961 |
6.522 |
6.326 |
Framtíðarsýn
Mikil uppbygging hefur einkennt rekstur sveitarfélagsins síðustu ár. Á árinu 2006 var byrjað á byggingu seinni áfanga Sunnulækjarskóla og gert ráð fyrir því að hann verði tekinn í notkun haustið 2007. Á árinu 2006 var einnig lokið við byggingu nýs 6 deilda leikskóla og hafinn undirbúningur að öðrum 6 deilda leikskóla. Þá er verið að taka húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri til endurskoðunar og gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við hann á árinu 2007. Áfram verður unnið að uppbyggingu fráveitu-, hitaveitu og kaldavatnskerfis. Fjárfestingar næstu ára verða áfram umtalsverðar vegna þeirrar hröðu uppbyggingar sem gert er ráð fyrir í sveitafélaginu.
Á síðasta ári fjölgaði íbúum Árborgar um 350 eða 5%. Gert er ráð fyrir því að sú þróun haldi áfram enn um sinn, enda mikil uppbygging framundan. Fjölgunin skilar sér í auknum skatttekjum en að sama skapi aukinni þenslu í þjónustuþáttum sveitarfélagsins s.s. skóla – og leikskólamálum. Gert er ráð fyrir því í áætlunum að fjölgunin hafi jákvæð áhrif á reksturinn.
Hægt verður að nálgast ársreikninginn á heimasíðu Árborgar, http://www.arborg.is eftir að hann hefur verið tekinn til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls, og lagði fram svohljóðandi bókun:
Jákvæð niðurstaða ársreiknings er árangur góðs samstarfs starfsmanna sveitarfélagsins og kjörinna bæjarfulltrúa á hverjum tíma. Markviss áætlanagerð og skýr eftirfylgni áætlana er nauðsynleg til að hafa góð tök á rekstrinum, ekki síst á þessum miklu uppbyggingartímum sem verið hafa og útlit er fyrir að verði áfram.
Starfsfólki sveitarfélagsins eru hér með færðar þakkir fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins og þeirra hlut í góðri niðurstöðu ársreiknings. Sérstakar þakkir færi ég Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir sérlega ábyrg og vönduð vinnubrögð og endurskoðendum gott samstarf.
Bæjarfulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins óska ég gleðilegs sumars.
Lagt var til að ársreikningnum yrði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Var það samþykkt samhljóða.
2. 0701182
Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tók til máls og fylgdi svohljóðandi tillögu meirihluta B-, S- og V-lista um breytingu á gjaldskrá leikskóla úr hlaði:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að lækka kennsluhluta leikskólagjalda um 15 % frá og með 1. júní n.k. Mánaðargjald fyrir 8 tíma leikskóladvöl með mat og hressingu lækkar þá úr 29.113 kr. í 25.749 kr. Auk þess samþykkir bæjarstjórn að auka afslátt á kennsluhluta leikskólagjalda vegna 3ja barns úr 50 % í 100 %. Systkinaafsláttur á gjöldum hjá sveitarfélaginu miðar sem fyrr við öll börn í fjölskyldu sem eru í daggæslu/leikskóla frá 9 mánaða til 9 ára.
Kostnaður er áætlaður 15-16 m.kr. og er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Greinargerð:
Meirihluti B-, S- og V-lista leggur áherslu á að Sveitarfélagið Árborg sé í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar búsetuskilyrði barnafjölskyldna. Leikskólinn er meðal mikilvægustu þjónustustofnana sveitarfélaga og ætlar núverandi meirihluti að standa fyrir áframhaldandi uppbyggingu og eflingu leikskóla í sveitarfélaginu. Einn liður í þeirri ætlan er nú lækkun leikskólagjalda með sérstakri áherslu á hagsmuni barnmargra fjölskyldna.
Fulltrúar B-, S- og V-lista í bæjarstjórn Árborgar.
Snorri Finnlaugsson og Ari B. Thorarensen, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, Jón Hjartarson, V-lista, og Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:
Við bendum á að í fjárhagsáætlun meirihlutans var ákveðin hækkun leikskólagjalda um 5% í jan. sl. Í samanburði milli sveitarfélaga sem birtur var í Morgunblaðinu og Dagskránni kom í ljós að leikskólagjöld í Árborg eru með þeim hæstu á landinu.
Við þessar óhagstæðu aðstæður barnafjölskyldna í Árborg lokaði meirihlutinn einni deild á nýjum leikskóla, frestaði byggingu annars og útilokaði þannig að öll börn á leikskólaaldri í Árborg frá 18 mánaða aldri fengju leikskóladvöl eins og að hafði verði stefnt.
Við leggjum áherslu á sem fyrr að það er að okkar mati forgangsverkefni bæjaryfirvalda í leikskólamálum að gera ráðstafanir til að öllum börnum á leikskólaaldri frá 18 mánaða aldri gefist kostur á leikskóladvöl Lægri leikskólagjöld án leikskólarýmis gagnast ekki þeim sem ekki hafa kost á leikskóladvöl.
Hinsvegar fögnum við öllum áföngum í þá átt að gera hlut barnafjölskyldna í Árborg betri og samþykkjum því tillöguna um lækkun leikskólagjalda.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihluta:
Ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2006 hefur nú verið vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn. Rekstrarafkoma sveitarfélagsins er hagstæðari en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Meirihluti B, S og V lista leggur áherslu á að íbúar njóti góðs af árangrinum og leggur því fram þessa tillögu. Leikskólinn er meðal mikilvægustu þjónustustofnana sveitarfélagsins og markmið meirihlutans að fyrir lok kjörtímabilsins verði unnt að bjóða öllum börnum frá 18 mánaða aldri leikskóladvöl. Lækkun leikskólagjalda nú um 15 % er áfangi í þá átt að bæta enn búsetuskilyrði og lífskjör barnafjölskyldna í Árborg. Þessi ákvörðun er einn áfangi af mörgum sem meirihlutinn hyggst taka til að efla og styrkja fjölskylduvænt samfélag í Árborg á yfirstandandi kjörtímabili.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:50.
Þorvaldur Guðmundsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Ari B. Thorarensen
Snorri Finnlaugsson &