Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31.10.2008

18. fundur íþrótta- og tómstundanefndar

18. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 30. október 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Óskar Sigurðsson, nefndarmaður D-lista (D)
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Magnús Matthíasson, verkefnisstjóri að stofnun ungmennahúss mætti á fundinn undir máli no.0609056 og yfirgaf hann síðan að því loknu.

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.

Dagskrá:

•1.      0810133 - íþrótta- og tómstundastyrkir 2008 - seinni úthlutun

ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum fyrir seinni úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja, sem verður í desember 2008. Skilafrestur umsókna skal vera 27.nóvember nk.


Erindi til kynningar:

•2.      0609056 - Ungmennahús - undirbúningur

ÍTÁ fagnar því að enn sé stefnt að opnun ungmennahúss þrátt fyrir þær efnahagsþrengingar sem steðja að sveitarfélögum í landinu og þakkar Magnúsi Matthíassyni, verkefnisstjóra greinargóðar upplýsingar.

•3.      0706074 - Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Sv. Árborgar

ÍTÁ fagnar því að ný íþrótta- og tómstundastefna Sveitafélagsins Árborgar sé komin á prent og að henni verði dreift inn á hvert heimili í sveitarfélaginu. ÍTÁ hvetur íbúa til að kynna sér helstu áherslur sveitarfélagsins í málaflokknum.

•4.      0803008 - Líkamsræktaraðstaða í íþróttahúsi Vallaskóla

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og leggur til að reynt verði að koma upp sem bestri aðstöðu á sem hagkvæmastan hátt fyrir notendur hússins.

•5.      0810134 - Kostnaður SÁ vegna þjónustusamninga við félagasamtök

Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram upplýsingar samkvæmt ósk ÍTÁ frá 17.fundi mál no.0706073 um heildarkostnað sveitarfélagsins við þá þjónustusamninga sem gerðir hafa verið eða eru í endurskoðun. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•6.      0803119 - Samráðshópur - framkvæmdir við íþróttasvæðið

Formaður gerir grein fyrir ferð samráðshópsins til Reykjavíkur þar sem skoðuð voru m.a. stúkumannvirki og búnings- og geymsluaðstaða fyrir íþróttavelli. Fram kom að KSÍ hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem fram kemur að vegna aðstæðna í samfélaginu fari sambandið fram á frestun á framkvæmd leyfiskerfis UEFA til ársins 2012. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar.

•7.      0802136 - Akstur barna milli skóla vegna íþróttaiðkunar

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu

•8.      0810054 - Þjónustusamningur SÁ og Umf. Stokkseyrar 2008 - 2009.

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar

•9.      0802089 - Samsuð á Selfossi 2008

Fram kom að undankeppni Samfés á Suðurlandi fari fram á Selfossi dagana 7. og 8.nóvember nk. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar

•10.  0810131 - Fjárframlög KSÍ til barna- og unglingastarfs 2008-2009

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar

•11.  0810105 - Forvarnardagurinn 6.nóv. 2008

Kynnt var skýrsla um svör ungmenna um þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, forvarnir og aukna samveru með fjölskyldu. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og hvetur íbúa Árborgar til að kynna sér niðurstöður skýrslunnar sem unnin var upp úr svörum 9.bekkinga í grunnskólum landsins. Hægt verður að nálgast skýrsluna á heimasíðu sveitarfélagsins.

•12.  0810117 - Foreldrar barna á Ströndinni

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtaki foreldra og þátttöku í tómstundastarfi barna sinna utan skólatíma og minnir á mikilvægi þátttöku þeirra varðandi forvarnir almennt s.s. foreldrarölt og þátttöku í foreldrafélögum. Sömuleiðis lýsir "ITÁ yfir ánægju sinn með sérstakt átak sem er í vinnslu varðandi kynningu á starfsemi og klúbbum félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar fyrir nemendur í grunnskólum Árborgar.

•13.  0809162 - Nótt safnanna á Suðurlandi 2008

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og lýsir yfir ánægju með þær hugmyndir sem uppi eru með þátttöku stofnana, sem heyra undir ÍTÁ og hvetur fólk til að taka virkan þátt.

•14.  0810080 - Dagur íslenskrar tungu 16. nóv. 2008

ÍTÁ þakkar upplýsingarnar

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Gylfi Þorkelsson                                  
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson                    
Óskar Sigurðsson
Bragi Bjarnason

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica