4.12.2014
18. fundur bæjarráðs
18. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 4. desember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1406098 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar |
7. fundur haldinn 26. nóvember og 8. fundur haldinn 3. desember |
-liður 1 í fundargerð 8. fundar, mál nr. 1411209, endurgerð Tryggvagötu 2015. Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð á verkinu. Fundargerðin staðfest. |
|
2. |
1406101 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
- fundur haldinn 3. desember
|
-liður 3, 1402123 tillaga að deiliskipulagi að lóð FSu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 4, 1402124 tillaga að deiliskipulagi við Kríuna. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt. -liður 5, 1405411, tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. Fundargerðin staðfest. |
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1305094 - Viljayfirlýsing vegna viðbyggingar við Grænumörk 5 |
Sveitarfélagið Árborg hefur í hyggju að stækka og bæta félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Grænumörk 5 á kjörtímabilinu. Unnin hefur verið þarfagreining vegna verkefnisins og er þörf á að stækka rýmið um 700 fermetra, bæði fyrir félagsaðstöðuna og aðra starfsemi sem fram fer í Grænumörk, s.s. dagdvöl aldraðra o.fl. Sveitarfélagið lýsir yfir áhuga á að umrædd aðstaða verði í viðbyggingu sem gæti tengt saman Grænumörk 5 og fyrirhugaða nýbyggingu við Austurveg, þannig að stækkunin væri að hluta til inni á lóðinni að Austurvegi 51, sem ekki er í eigu sveitarfélagsins. Fyrir liggja frumteikningar að húsnæði fyrir félagsaðstöðu sem rúmar þá viðbót sem þarfagreining sveitarfélagsins gerir ráð fyrir. Sveitarfélagið gerir þann fyrirvara að deiliskipulag vegna svæðisins liggur ekki fyrir, en áætlað er að tillaga að deiliskipulagi fari til auglýsingar á næstu vikum. Þá er einnig sá fyrirvari gerður að samningar náist um kaupverð. |
|
4. |
1412006 - Samstarf Árborgar og N4 sjónvarps um þátttöku í þáttaröðinni Að sunnan |
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu, en kostnaður við það er 500.000 kr. Alls verða gerðir 24 hálftímalangir þættir fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi sem verða þátttakendur í verkefninu. |
|
5. |
1410085 - Beiðni, dags. 8. október 2014, um endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands og endurskoðun samningsfjárhæðar |
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, kom inn á fundinn. Dagný Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, kom inn á fundinn og kynnti starf Markaðsstofunnar og stefnu. |
|
6. |
1411206 - Stefnumörkun í atvinnu- og ferðamálum |
Heiðar Guðnason og Helga Gísladóttir, eigendur Iceland Forever sem rekur upplýsingamiðstöð ferðamanna, komu inn á fundinn og kynntu starfsemina og framtíðarsýn. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:20.
Gunnar Egilsson |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Viðar Helgason |
|
Ásta Stefánsdóttir |