11.2.2016
18. fundur félagsmálanefndar
18. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 2. febrúar 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:15.
Mætt: Ari B. Thorarensen, formaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Svava Júlía Jónsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, nefndarmaður, Æ-lista, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar.
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir ritar fundargerð
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1601509 - Fjárhagsaðstoðarmál - trúnaðarmál |
|
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók |
|
|
|
2. |
1502206 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál |
|
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók |
|
|
|
3. |
1308141 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál |
|
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók |
|
|
|
4. |
1501120 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2015 |
|
Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð
11. gr. fyrir breytingar Grunnfjárhæð og réttur til fjárhagsaðstoðar
Fjárhagsaðstoð til einstaklings, 18 ára og eldri, getur numið allt að 134.443 kr. á mánuði, hér eftir nefnd grunnfjárhæð.
Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að 215.108 kr. á mánuði (134.443 x 1,6).
11.gr. eftir breytingar (hækkun á framfærslugrunni um 4,5%) Fjárhagsaðstoð til einstaklings, 18 ára og eldri, getur numið allt að 140.4931 kr. á mánuði, hér eftir nefnd grunnfjárhæð. Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að 224.788 kr. á mánuði (140.493 x 1,6).17. grein fyrir breytingar Námsmenn Einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna njóta ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Aðrir námsmenn eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð til framfærslu.
Í sérstökum undantekningartilfellum getur afgreiðslufundur félagsþjónustusviðs ákveðið annað ef það er liður í umfangsmeiri félagslegri aðstoð og/eða umsækjandi hefur verið með fjárhagsaðstoð í sex mánuði eða lengur og það er mat ráðgjafa félagsþjónustu að nám sé liður í stuðningi og því að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar.
Heimilt er að veita styrk til virknisúrræðis ef það er liður í umfangsmeiri félagslegri aðstoð og umsækjandi hefur verið með fjárhagsaðstoð í sex mánuði eða lengur og það er mat ráðgjafa félagsþjónustu að úrræðið sé liður í að aðstoða einstaklinginn til að komast úr þeim aðstæðum sem hann er í. Virknisúrræðið þarf að vera til þess fallið að efla einstaklinginn til áframhaldandi uppbyggingar og aðstoða hann við að komast af fjárhagsaðstoð. Horft er á námskeið sem eru t.d. á vegum Vinnumálastofnunar, starfsendurhæfingar Birtu og Virk sem og grunnmenntunarskóla/Fræðslunet Suðurlands. Hámarks aðstoð er kr. 50.000 á ári.
1) Breyting tók gildi 1. febrúar 2010
2) Breyting tók gildi 1. febrúar 201117.gr. eftir breytingar
Einstaklingur sem stundar lánshæft nám hjá LÍN á ekki rétt á fjárhagsaðstoð til framfærslu.
Í eftirfarandi tilvikum er heimilt að veita lán/styrk til einstaklinga sem ekki hafa lokið grunnskóla eða framhaldsskóla:
Til einstaklinga á aldrinum 18-24 ára sem hafa búið við mjög erfiðar félagslegar aðstæður. Um sé að ræða einstakling sem ekki hefur tök á að vinna með skóla og fyrir liggur mat á því að ef ekki komi til aðstoðar sé ljóst að viðkomandi flosni úr námi. Til einstæðra foreldra 18-24 ára sem hafa átt í félagslegum erfiðleikum. Aðstoðin skal vera liður í því að gera viðkomandi kleift að lifa efnahagslega sjálfstæðu lífi.
Forsenda námsaðstoðar er að námsmaður sýni fram á eðlilega skólasókn og námsframvindu skv. reglum viðkomandi skóla. Að öðrum kosti fellur fjárhagsaðstoð niður. Ákvarðanir skulu teknar fyrir hverja önn og heimilt er að veita námsstyrk að hámarki 4 annir.
Miðað skal við að námið leiði til starfsréttinda eða að nemi geti í framhaldi hafið nám sem er lánshæft hjá LÍN.
Tekjur sem umsækjandi kann að fá, reiknast honum til tekna, og frádráttar frá fjárhagsaðstoð.
Bókakostnaður og skólagjöld skulu að hámarki nema 50.000 kr. og skila þarf viðeigandi kvittunum.
Heimilt er að veita styrk til virkniúrræðis ef það er liður í umfangsmeiri félagslegri aðstoð og umsækjandi hefur verið með fjárhagsaðstoð í þrjá mánuði eða lengur og það er mat ráðgjafa félagsþjónustu að úrræðið sé liður í að aðstoða einstaklinginn til að komast úr þeim aðstæðum sem hann er í. Virkniúrræðið þarf að vera til þess fallið að efla einstaklinginn til áframhaldandi uppbyggingar og aðstoða hann við að komast af fjárhagsaðstoð. Horft er á námskeið sem eru t.d. á vegum Vinnumálastofnunar, starfsendurhæfingar Birtu og Virk sem og grunnmenntunarskóla/Fræðslunet Suðurlands.
Hámarks aðstoð er kr. 50.000 á ári.
19. gr. c. Liður fyrir breytingar
Aðstoð til foreldra vegna barna á þeirra framfæri C. Heimilt er að veita tekjulágum foreldrum fjárstyrk vegna náms 16 og 17 ára barna þeirra. Hér er átt við foreldra sem hafa haft tekjur undir grunnfjárhæð eða á mörkum hennar undanfarna 12 mánuði eða lengur. Skal styrkurinn miða að því að greiða bókakostnað og skólagjöld samkvæmt kvittun. Þó að hámarki kr. 20.000 á önn
1)Breyting tók gildi 1. mars 2007
2)Breyting tók gildi 1. febrúar 2010
3) Breytingin tók gildi 1. febrúar 2011
19. gr. c. liður eftir breytingar
C. Heimilt er að veita tekjulágum foreldrum fjárstyrk vegna náms 16 og 17 ára barna þeirra. Hér er átt við foreldra sem hafa haft tekjur undir grunnfjárhæð eða á mörkum hennar undanfarna 12 mánuði eða lengur. Skal styrkurinn miða að því að greiða bókakostnað og skólagjöld samkvæmt kvittun. Þó að hámarki kr. 30.000
21. gr. 3. töluliður fyrir breytingar
Greiðsla sérfræðiaðstoðar
3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnuninni í Hveragerði (NLFÍ)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur undir 140.000/224.000 geta fengið styrk sem nemur kr. 36.890 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 147.560 í heild sinni á ári.
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá 141.000-180.000/225.000-288.000 geta fengið styrk sem nemur kr. 25.886 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 103.544 í heild sinni á ári.
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá 181.000 -240.000/289.000-390.000 geta fengið styrk sem nemur kr. 14.756 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 59.024 í heild sinni á ári
Ef einstaklingur dvelur minna en 4 vikur er styrkurinn í samræmi við það. Dvalargjaldið greiðist gegn reikningi frá NLFÍ.
1) Breyting tók gildi 1. maí 2015
21. gr. 3. Töluliður eftir breytingar
3. Styrkur til að stunda endurhæfingu eða meðferð á Heilsustofnuninni í Hveragerði (NLFÍ) 1)
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur undir 145.000/230.000 geta fengið styrk sem nemur kr. 42.581 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 170.324 í heild sinni á ári.
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr 146.000-185.000/231.000- 295.000 geta fengið styrk sem nemur kr. kr. 27.050 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. kr. 108.200 í heild sinni á ári.
Þeir einstaklingar/hjón sem eru með heildartekjur frá kr. 186.000 - 247.000/296.000 - 397.000 geta fengið styrk sem nemur kr. 14.756 kr.15.420 á viku. Styrkurinn getur þó aldrei orðið hærri en kr. 59.024 kr.61.680 í heild sinni á ári.
Ef einstaklingur dvelur minna en 4 vikur er styrkurinn í samræmi við það. Dvalargjaldið greiðist gegn reikningi frá NLFÍ.
22. gr. fyrir breytingar
Sérstakir styrkir
Desemberuppbót
Heimilt er að veita einstaklingum, hjónum eða sambúðarfólki sem fá fulla fjárhagsaðstoð í desember og hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna sex mánuði samfellt, sérstaka desemberuppbót sem nemur 15% af grunnfjárhæð. Útfararstyrkur/lán1)
Heimilt er að veita aðstoð til greiðslu útfararkostnaðar þegar staðreynt hefur verið að dánarbú getur ekki staðið undir kostnaði af útför hins látna: Heimilt er að veita tekjulágum, með tekjur undir grunnfjárhæð eða á mörkum hennar, eftirlifandi maka lán eða styrk vegna útfararkostnaðar þegar dánarbúið getur ekki greitt fyrir útför hins látna og eignir eftirlifandi maka eru ekki aðrar en íbúðarhúsnæði sem umsækjandi býr í.
Heimilt er að veita foreldri eða foreldrum sem fengið hefur/hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum, fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar barns.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um útfararstyrk:
* Staðfest ljósrit af skattframtali hins látna og eftirlifandi maka.
* Launaseðlar og greiðsluyfirlit frá tryggingum og lífeyrissjóðum.
* Staðfesting frá stéttarfélagi um rétt til útfararstyrks.
* Tilkynning sýslumanns um skiptalok á grundvelli yfirlýsingar samkvæmt 25. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991 eða einkaskiptaleyfi útgefið af sýslumanni til erfingja skv. 31. gr., sbr. 28. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl.
Samþykkt aðstoð greiðist gegn framvísun reiknings frá útfararstofu og/eða annarra gagna um kostnað vegna útfarar. Hámarksaðstoð er 150.000 kr. Gildistími umsóknar er tveir mánuðir frá samþykkisdegi.
1) Breyting tók gildi 1. mars 2007
2) Breytingin tók gildi 1. febrúar 2010 22.gr. eftir breytingar
Desemberuppbót
Heimilt er að veita einstaklingum, hjónum eða sambúðarfólki sem fá fulla fjárhagsaðstoð í desember og hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna sex mánuði samfellt, sérstaka desemberuppbót sem nemur 20% af grunnfjárhæð.
Útfararstyrkur/Lán
Heimilt er að veita lán eða styrk vegna útfarar þegar sannreynt hefur verið að dánarbú getur ekki kostað útför hins látna. Heimilt er að veita eftirlifandi maka lán eða styrk vegna útfararkostnaðar þegar dánarbúið getur ekki greitt fyrir útför hins látna og eignir eftirlifandi maka eru ekki aðrar en íbúðarhúsnæði sem umsækjandi býr í. Heimilt er að veita foreldri eða foreldrum sem fengið hefur/hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum, fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar barns.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um útfararstyrk:
* Staðfest ljósrit af skattframtali hins látna og eftirlifandi maka.
* Launaseðlar og greiðsluyfirlit frá tryggingum og lífeyrissjóðum.
* Staðfesting frá stéttarfélagi um rétt til útfararstyrks. Styrkur frá stéttarfélagi kemur til frádráttar frá styrk félagsþjónustunnar.
* Tilkynning sýslumanns um skiptalok á grundvelli eignayfirlýsingar, sbr. 25. gr. laga um skipti á dánarbúum o. fl. nr. 20/1991, eða einkaskiptaleyfi útgefið af sýslumanni til erfingja skv. 31. gr. og sbr. 28. gr. sömu laga.
Samþykkt aðstoð greiðist gegn framvísun reikning frá útfararstofu og/eða annarra gagna um kostnað vegna útfarar. Hámarksaðstoð er kr. 150.000.
Styrkur v. kaupa á hjálpartækjum (nýr liður undir 22.gr.) Heimilt er að veita einstaklingum með tekjur um eða undir viðmiðunarmörkum fjárhagsaðstoðar til kaupa á gleraugum, heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Styrkur til gleraugnakaupa og annarra hjálpartækja er að hámarki kr.30.000 á 3ja ára fresti og að hámarki kr. 50.000 vegna kaupa á heyrnatækjum á 5 ára fresti.
Ofangreindar breytingar taka gildi frá og með 1. febrúar 2016 |
|
|
|
5. |
1512035 - Tillaga UNGSÁ um starfsemi í Grænumörk |
|
Öryggi er best tryggt með að í öllum íbúðum verði öryggishnappur til staðar og leggur nefndin til að kostnaður vegna hans verði innifalinn í leiguverði. Félagsmálastjóra falið að kanna kostnað vegna þessa. |
|
|
|
6. |
1511042 - Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg |
|
Uppfærð gjaldskrá vegna samþykktar í bæjarstjórn frá 9. desember 2015. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
7. |
1512174 - Ársskýrsla ART teymisins |
|
Niðurstöður sýna fram á að úrræðið skilar árangri. Félagsmálanefnd fagnar því að fjármagn hefur verið tryggt fyrir starf ART teymisins á Suðurlandi fyrir árið 2016 og vonast til þess að ARTið fari á föst fjárlög. |
|
|
|
8. |
1601029 - Húsaleigubætur - uppreiknuð eignamörk 2016 |
|
Frá og með 1. janúar 2016 er uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 7.124.000 kr. |
|
|
|
9. |
1601295 - Sameining úrskurðanefnda í úrskurðarnefnd velferðarmála |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
10. |
1511141 - Umsögn - tillaga til þingsályktun um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára |
|
Lögð fram til kynningar. |
|
|
|
11. |
1512167 - Umsögn - frumvarp til laga um húsnæðisbætur, heildarbætur |
|
Lögð fram til kynningar. |
|
|
|
12. |
1503030 - Lýðheilsusjóður - verkefnið mér líður eins og ég hugsa |
|
Á vorönn er boðið upp á HAM námskeið fyrir unglinga í Árborg á aldrinum 13-15 ára. Þar verður þeim leiðbeint hvernig hægt er að átta sig á samhengi hugsana og tilfinninga. Þeir munu læra aðferðir til að endurmeta hugsanir sínar og þar með bæta eigin líðan og viðhalda henni. Námskeiðið, Mér líður eins og ég hugsa, er samstarfsverkefni heilsugæslu, skólaþjónustu og félagsþjónustu. Félagsmálanefnd fagnar verkefninu og vonast til að það haldi áfram. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:00
Ari B. Thorarensen
Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Svava Júlía Jónsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Anný Ingimarsdóttir