25.2.2016
18. fundur fræðslunefndar
18. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Birgir Edwald, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Sif Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1404071 - Frístundaheimili - mögulegar útfærslur |
|
Fræðslunefnd fagnar skýrslunni og að þegar hafi verið stigin skref sem eru í samræmi við tillögur skýrsluhöfunda, svo sem sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk skólavistana sem haldinn var á Stokkseyri fyrir áramót. Nefndin er sammála um að vinna þurfi að þróun starfsins út frá þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni. Óskað er eftir að fræðslustjóri kostnaðargreini tillögurnar í samstarfi við skýrsluhöfunda og skólastjóra með það að markmiði að meginbreytingarnar geti tekið gildi á árunum 2017-2018. Þá verði unnið að breytingum á reglum sveitarfélagsins um skólavistun þar sem m.a. heitið frístundaheimili verði tekið upp en það lýsir betur eðli starfseminnar og þeim markmiðum sem sett eru fram í skýrslunni. Fræðslunefnd leggur til að starfshópur verði stofnaður sem vinni að undirbúningi þeirra breytinga fram undan eru. Málinu vísað til afgreiðslu og frekari skoðunar í bæjarráði. |
|
|
|
2. |
1602036 - Kostnaður sveitarfélagsins við rekstur skólaþjónustu |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: - Hversu mikill var kostnaður sveitarfélagsins við rekstur sérfræðiþjónustu skóla á árinu 2015? - Hversu mikið greiddi Svf. Árborg fyrir aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands á ársgrundvelli áður en sveitarfélagið hóf að reka sína eigin sérfræðiþjónustu? Fræðslustjóri kemur með minnisblað um málið á næsta fund fræðslunefndar. |
|
|
|
3. |
1602035 - Nám grunnskólanemenda í Árborg á framhaldsskólastigi |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: -Hversu margir nemendur skólanna þriggja hafa stundað nám í framhaldsskólaáföngum sl. 3 ár? -Hvernig er þessum nemendum fylgt eftir/hvernig aðstoð býðst þeim af grunnskólunum? -Hefur orðið breyting á námi nemenda í framhaldsskólaáföngum eftir þær breytingar sem gerðar voru á framhaldsskólunum sl. haust? Svör skólastjóra í Árborg: Í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri eru engir nemendur í framhaldsskólaáföngum í ár. Það voru 2 í fyrra í dönsku, 2 áður í ensku og stærðfræði Það hafa ekki orðið breytingar á námi nemenda í framhaldsskólaáföngum og skólinn hefur boðið nemendum alla þá aðstoð sem þeir telja sig þurfa til verkefnisins. Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES. Í Sunnulækjarskóla hefur eftirfarandi fjöldi nemenda stundað nám í framhaldsskólaáföngum síðustu þrjú skólaár auk þess sem nú stendur yfir. 5 nemendur 2012-2013 8 nemendur 2013-2014 4 nemendur 2014-2015 4 nemendur 2015-2016 Nokkur breyting hefur orðið á kennsluháttum í framhaldsskólum sem snýr að grunnskólanemendum í fjarnámi. Fram að skólaárinu 2014-2015 stunduðu nemendur sjálfsnám með áætlun frá kennara og skiluðu fáum en stórum verkefnum yfir veturinn og mættu svo í lokapróf sem vó stærstan hluta lokaeinkunnar. Vorið 2014 voru nemendur gerðir virkari með þátttöku í kennsluumhverfinu Moodle sem framhalsskólinn notar við kennslu og verkefnavinnu. Þessi breyting gerði auknar kröfur á nemendur til þátttöku og námsmat færðist yfir í símat með auknum verkefnum og meiri viðveru í Moodle kerfinu. Grunnskólanemendur í Sunnulækjarskóla hafa haft aðgang að viðkomandi faggreinakennara í þeim fögum sem þeir stunda fjarnám í. Nemendur hafa haft val um að mæta í tíma og þiggja aðstoð en fjarnám hefur verið sett upp sem sjálfsnám nemenda á móti kennurum í FSu eða þeim framhaldsskóla sem áfanginn er sóttur til. Eftir að þessar breytingar urðu hjá framhaldsskólanum sem tíundaðar eru hér á undan hafa nemendur lent í auknum vandræðum með að standa skil á sínu fjarnámi. Það kann að vera að auknar kröfur séu lagðar á nemendur með símati eða að nýtt námsumhverfi í Moodle vefjist fyrir þeim. Um áramótin var farið í endurskipulag til að koma betur til móts við nemendur í fjarnámi og nú stendur nemendum til boða aðstoð hjá námráðgjafa þegar þau vinna fjarnámsverkefni sín í Sunnulækjarskóla. Námsráðgjafi er fyrst og fremst að leiða nemendur inn í námsumhverfið í framhaldsskólanum og aðstoða nemendur við skipulag en ekki að fara efnislega í námið því nemendur gera það á eigin spýtur eða með aðstoð fjarnámskennara og faggreinakennara hér í skólanum. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla. Við Vallaskóla hefur eftirtalinn fjöldi nemenda stundað nám í framhaldsskólaáföngum. Þeir eru skráðir í valáfanga, tvær kennslustundir á viku, sem nær yfir allt skólaárið og þau ljúka framhaldskólaeiningum í: 21 nemendi 2015-2016 25 nemendur 2014-2015 19 nemendur 2013-2014 Framhaldsskólaáfangar eru hluti af vali í 10.bekk, nemendur eru tvo tíma á viku allan veturinn í hverjum áfanga. Kennarar sem kenna val við Vallaskóla kenna þessum nemendum. Þeir hafa allir framhaldskólaréttindi í viðkomandi fögum. Það hafa ekki orðið neinar breytingar á námi þessara nemenda hjá okkur, eini munurinn er sá að við erum í samstarfi við FSu núna en ekki FÁ. Guðbjartur Ólason, skólastjóri Vallaskóla. Fræðslunefnd þakkar fyrir framkomin svör og hvetur skólastjórnendur til að vinna að samræmingu á framhaldsskólanámi grunnskólanemenda í Árborg. |
|
|
|
4. |
1602045 - Skólaheimsóknir fræðslunefndar |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir óskar eftir að fræðslunefnd heimsæki skólavistina Hóla og fari í skoðunarferð í nýbyggingu Sunnulækjarskóla. Skólastjóri Sunnulækjarskóla leggur til að nefndin heimsæki skólann þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13:30. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
5. |
1602048 - Leikskóladagatal 2016-2017 |
|
Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til leikskólastjóra að þeir leitist við að samræma starfsdaga eins og hægt er með öðrum leikskólum sveitarfélagsins og grunnskólum. Óskað eftir að leikskóladagatöl verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar. |
|
|
|
6. |
1602049 - Skóladagatal 2016-2017 |
|
Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til skólastjóra að þeir leitist við að samræma starfsdaga og vetrarleyfi með öðrum skólum sveitarfélagsins og FSu eins og hægt er. Óskað eftir að skóladagatöl verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar. |
|
|
|
7. |
1602044 - Læsisstefna Árborgar |
|
Kynning á vinnu faghópa í leik- og grunnskólum. Stefnt að því að leggja stefnuna fram á næsta fundi fræðslunefndar. |
|
|
|
8. |
1602001 - Skólamötuneyti í Árborg |
|
Til kynningar. - Fundargerð samráðsfundar með matráðum og stjórnendum leik- og grunnskóla frá 19. janúar 2016. - Tvö kynningarbréf skólastjóra Sunnulækjarskóla um matarsóun. |
|
|
|
9. |
1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra 2016 |
|
Fundargerð frá 26. janúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
10. |
1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016 |
|
Fundargerð frá 2. febrúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
11. |
1602046 - Samstarfsfundir skólastjóra leik- og grunnskóla í Árborg |
|
Fundargerð frá 2. febrúar 2016 til kynningar. |
|
|
|
12. |
1602069 - Innritun 6 ára barna skólaárið 2016-2017 og skólahverfi í Árborg |
|
Til kynningar. |
|
|
|
13. |
1601121 - Álfheimafréttir 2016 |
|
Fréttabréf í febrúar 2016 til kynningar. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 2. febrúar 2016. |
|
|
|
14. |
1602047 - Opið hús í Jötunheimum á degi leikskólans |
|
Til kynningar. |
|
|
|
15. |
1602022 - Námsstefna fyrir leikskóla, grunnskóla og menntastofnanir |
|
Til kynningar. Námsstefnan Nýjar lausnir og smáforrit verður haldin á Grand hóteli 17. mars 2016. |
|
|
|
16. |
1602054 - Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum |
|
Bréf frá umboðsmanni barna, dags. 4. febrúar 2016, til kynningar. |
|
|
|
17. |
1602043 - Auglýsing Menntamálastofnunar um tímabundna undanþágu í tengslum við nýjan einkunnakvarða við lok grunnskóla |
|
Til kynningar. Ráðuneytið hefur ákveðið að veita grunnskólum heimild til undanþágu til og með vori 2017 frá því að birta vitnisburð í bókstöfum A-D í þeim tilvikum þegar nemendur stunda ekki nám á tilteknum námssviðum í 10. bekk á yfirstandandi skólaári. |
|
|
|
18. |
1602059 - Kynning á námsmati við lok 10. bekkjar |
|
Til kynningar. Kynningarfundur Menntamálastofnunar verður haldinn í Sunnulækjarskóla 18. febrúar nk. kl. 14. |
|
|
|
19. |
1602052 - Ályktun um tungumálakennslu í grunn- og framhaldsskólum |
|
Svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 29. september 2015, til kynningar. |
|
|
|
20. |
1602071 - Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum |
|
Til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:55
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Magnús Gíslason |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Birgir Edwald |
Kristín Eiríksdóttir |
|
Már Ingólfur Másson |
Aðalbjörg Skúladóttir |
|
Brynja Hjörleifsdóttir |
Sif Sigurðardóttir |
|
Þorsteinn Hjartarson |