Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.5.2011

18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

18. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 4. maí 2011  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Óðinn Andersen. varamaður V-lista,

Dagskrá:

1.  1104325 - Umhverfisverkefni sumarið 2011
 Farið yfir áherslur í starfi áhaldahúss og garðyrkjudeildar á komandi sumri. Guðmundur Sigurjónsson verkstjóri áhaldahúss og Siggeir Ingólfsson verkstjóri í garðyrkjudeild komu á fundinn og tóku þátt í umræðunum.
Elfa Dögg lagði fram minnisblað um helstu áherslur í umhvefismálum, minnispunkta frá íbúafundum á Eyrarbakka og Stokkseyri og atriði varðandi frágang á leikskólalóðum.
   
2.  1103049 - Götulýsing í Árborg
 Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður kom á fundinn og hélt fróðlegt erindi um götulýsingu á Íslandi og erlendis. Rætt um fyrirkomulag varðandi viðhald götulýsingar í Árborg. Nefndin ákveður að láta vinna útboðsgögn og bjóða verkið út í framhaldinu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:00

Elfa Dögg Þórðardóttir  I
ngvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson  
Óðinn Andersen


Þetta vefsvæði byggir á Eplica