Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28.4.2015

18. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

Átjándi fundur Hverfisráðs Eyrarbakka Haldinn á Stað 28. apríl 2015 kl 19:30. Mætt eru: Siggeir Ingólfsson formaður, Guðbjört Einarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir ritari. Gísli Gíslason boðaði forföll.
  1. Formaður leggur til að lautarferð sú sem féll niður sl. haust, verði farin 8. maí n.k. og bæjarstjórn og mökum boðið með. Formaður fer með boðsmiða á næsta bæjarstjórnarfund.
  2. Umræða um ruslasöfnun og lýti á nokkrum einkalóðum í þorpinu. Hverfaráð óskar eftir leiðbeiningum frá yfirvöldum sveitarfélagsins um hvernig megi taka á þeim málum, þorpinu til prýði.
  3. Mikið rusl hefur safnast fyrir í fjörunni og þörf á að gera þar hreinsunarátak. Það verkefni væri t.d. tilvalið fyrir Vinnuskólann þegar hann hefur störf í sumar.
  4. Hverfisráð lýsir ánægju sinni yfir nýju miðbæjarskipulagi á Eyrarbakka og augljóst að Eyrbekkingar sýna því mikinn áhuga því vel var mætt á kynningarfundinn og góður rómur gerður að. Eftirvænting ríkir því um efndir.
  Fundi slitið kl 20:20   Næsti fundur Hverfisráðsins boðaður þriðjudaginn 19. maí kl. 19:30 á sama Stað.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica