Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


22.5.2014

18. fundur íþrótta- og menningarnefndar

18. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 14. maí 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi. 

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál

1.

1405191 - Menningarferð í fuglafriðlandið

 

Rætt um að bjóða upp á menningarferð í fuglafriðlandið í Flóa fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Jóhann Óli, fuglafræðingur, myndi taka á móti fólki og kynna svæðið sem og leiðbeina við fuglaskoðun. Ákveðið að fara af stað kl. 8:00 að morgni frá Ráðhúsi Árborgar en einnig getur fólk mætt beint út í fuglafriðland um 8:30. Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

1405190 - Styrktarsjóður fyrir ungt tónlistarfólk

 

Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir einn af eigendum Fróns sendi inn erindi með hugmynd að styrktarsjóði fyrir ungt tónlistarfólk. Lagt var til að nefndin yrði með ákveðna upphæð á hverju ári í menningarstyrki sem t.d. væru líka fyrir ungt tónlistarfólk. Nefndin tekur vel í hugmyndina og vísar henni til umsagnar í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1405149 - Athugasemdir við íþróttahús Vallaskóla

 

Farið yfir bréf frá stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss varðandi athugasemdir við íþróttahús Vallaskóla. Málið rætt og fram kom að á umræddum leik þar sem rafmagnið fór af hafi kælir í búningsklefa karla slegið út rafmagninu en til stendur að laga rafkerfið í framhaldinu þannig að slíkt komi ekki fyrir aftur. Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og ítrekar að brýnt sé að öryggisatriði og öll dagleg starfsemi í húsinu sé í lagi. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði unnið í samvinnu við íþróttafélögin í sveitarfélaginu að uppbyggingu íþróttamannvirkja og um það verði sátt milli sveitarfélagsins og íþróttahreyfingarinnar. Samþykkt samhljóða.

 

   

Erindi til kynningar

4.

1405192 - Vinnuskóli Árborgar 2014

 

Menningar- og frístundafulltrúi fer yfir stöðu mála gagnvart vinnuskólanum sumarið 2014. Allur undirbúningur gengur vel og flestar ráðningar klárar. Einnig er verið að vinna í umsóknum 17 - 19 ára ungmenna sem og fyrir námsmenn í gegnum atvinnuátak Vinnumálastofnunar og velferðarráðherra.

 

   

  

Kjartan Björnsson, formaður nefndarinnar, þakkar starfsmanni og nefndarmönnum fyrir eindrægni og gott samstarf á þessu kjörtímabili. 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30 

 

Kjartan Björnsson

 

Brynhildur Jónsdóttir

Björn Harðarson

 

Tómas Þóroddsson

Bragi Bjarnason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica