31.3.2016
18. fundur íþrótta- og menningarnefndar
18. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 9. mars 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Gísli Á. Jónsson, varamaður, D-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Samþykkt samhljóða að leita afbrigða að taka fyrir mál nr. 1603103, merking menningarminja Hraunhverfis, og mál nr. 1603104, Gamli Eyrarbakki og Saga Music, inn í fundardagskrá.
Axel Ingi Viðarsson D-lista boðaði forföll og kom Gísli Jónsson D-lista inn á fundinn í stað hans.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1603078 - Menningarviðurkenning Árborgar 2016 |
|
Farið yfir málið og rætt um þá einstaklinga sem koma til greina þetta árið. Valið verður tilkynnt á opnunarhátíð Vors í Árborg fimmtudaginn 21. apríl nk. á Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. |
1601074 - Vor í Árborg 2016 |
|
Finnur Hafliðason, nemi í viðburðastjórnun, kemur inn á fundinn en hann kemur að skipulagningu Vors í Árborg þetta árið sem er hluti af hans verknámi. Skipulagning er í fullum gangi og mun Finnur koma að dagskránni í samvinnu við Braga Bjarnason og geta áhugasamir sem vilja koma að hátíðinni verið í sambandi við Finn í síma 480-1900 eða finnurh@arborg.is. Fram kom að dagskráin verði í grunninn með hefðbundnu sniði en reyna á að bæta við fleiri viðburðum fyrir börn og unglinga sem sumir kæmu inn í vegabréfaleikinn og sem almennir viðburðir í hátíðardagskránni. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. |
1603077 - Málefni Bókabæjanna |
|
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir kom inn á fundinn og ræddi málefni bókabæjanna. Fram kom að verkefnið gengi vel og þeir viðburðir sem hafa verið settir upp hafi verið vel sóttir og nefnir Heiðrún í því samhengi bókamarkað í Hveragerði síðasta sumar, barnabókahátíð sem haldin var á Selfossi í september og málþing sem haldið var í Þorlákshöfn í nóvember. Bókabæirnir eru með heimasíðu sem verið er að vinna í en fleiri sveitarfélög hafa bæst í verkefnið. Áætlað er að vera áfram með starfsmann í verkefninu en Elín Finnbogadóttir sem var starfmaður þess í fyrra er að klára nám og er því nýhætt en verið er að skoða framhaldið. Rætt um þau tækifæri og möguleika sem bæjarfélögin hafa í tengslum við bókabæina og tenginguna við ferðaþjónustuna sem virkar mjög vel, t.d. á Bretlandi. Heiðrúnu þakkað kærlega fyrir komuna. |
|
|
|
4. |
1603103 - Merking menningarminja Hraunhverfis |
|
Erindi frá fyrirtækinu Friðsæld á Eyrarbakka um gerð söguskilta við nýjan göngustíg milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að þetta verkefni fari inn í söguskiltaverkefni sveitarfélagsins. Stefna ætti á að setja upp skilti í tengslum við vígslu göngustígsins milli þorpanna nú í sumar og er starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram að verkefninu í samráði við hlutaðeigendur. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
5. |
1603104 - Gamli Eyrarbakki og Saga Music |
|
Rætt um verkefnið sem snýr að ferðaþjónustu á Eyrarbakka. Nefndinni líst mjög vel á verkefnið en því miður hefur nefndin ekki úr neinum fjármunum að spila í svona verkefni. Nefndin bendir þó á uppbyggingarsjóð SASS sem Sveitarfélagið Árborg er aðili að en verkefnið fellur vel að þeim sjóði. Upplýsingamiðstöð Árborgar og Flóahrepps mun einnig leggja sig fram um að kynna þetta verkefni líkt og önnur ferðaþjónustutengd verkefni á svæðinu. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
6. |
1404071 - Frístundaheimili - mögulegar útfærslur |
|
Lagt fram til kynningar. Skýrslan rædd og líst nefndinni vel á að þessi vinna haldi áfram. |
|
|
|
7. |
1509122 - Ráðstefna - stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018, frítíminn er okkar fag |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Kjartan Björnsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel
Gísli Á. Jónsson
Bragi Bjarnason