Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.4.2010

18. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar

18. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar  Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Kjartan Ólason, formaður, S-lista,
Þór Sigurðsson, nefndarmaður B-lista,
Jóhann Óli Hilmarsson, varamaður V-lista,
Grímur Arnarson, varamaður D-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi,
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála,
Ari B. Thorarensen. bæjarfulltrúi, D-lista,

Dagskrá:
Erindi til kynningar

1 1004062 - Staða umhverfismála í Árborg apríl 2010

Sérfræðingur umhverfismála fer yfir stöðu mála í sveitarfélaginu.

Sérfræðingur umhverfismála Katrín Georgsdóttir fór yfir stöðu umhverfismála í sveitarfélaginu og þau verkefni sem unnið hefur verið að hvað umhverfismál varða.Katrín lagði fram til kynningar og kynnti skýrslu Umhverfisráðuneytis um umhverfi og auðlindir stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

2 0703176 - Endurskoðun á samstarfssamningi um Hellisskóg

Katrín kynnti stöðu mála varðandi endurskoðun á samstarfssamningi um Hellisskóg.og sagði frá því að hann væri á loka stigi. Grímur Arnarsson lagði til að lausaganga hunda væri bönnuð yrði sett inn í samningin. tillagan var samþykkt samhljóða.

3 1004063 - Samningur við Fuglaverndarfélagið 2010

Kynnt áform sveitarfélagsins varðandi Fuglafriðlandið og drög að nýjum samningi kynnt.

Tillaga að afgreiðslu: Framkvæmda- og veitusviði verði falið að gera úttekt á kostnaði á malbikun á vegum og bílastæði í friðlandinu. Einnig verði gerð úttekt á þjónustuhúsi 200 fm í tengslum við Friðlandið (ferðamannaþjónusta, verslun og kaffisala) þannig að allt að 6 störf geti orðið að veruleika á miðju næsta kjörtímabili.

Sveitarfélagið hefur nú þegar lagt til 5 miljónir í ár, í svæðið og huga verður að frekari fjármögnun frá opinberum aðilum svo sem Nýsköpunarsjóði o.fl. Þegar húsið er risið er áætlunin að bjóða út rekstur hússins.Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa S-lista,B-lista og V-lista gegn 2 atkvæðum D-lista.Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun : Við fögnum bættu aðgengi að friðlandinu en leggjumst gegn samkeppni Sveitarfélagsins í kaffisölu . Nær væri að beina fjármagni Sveitarfélagsins í kynningarstarf á fuglafriðlandinu.

4 1004064 - Tökum á Tökum til 2010

Katrín kynnti hið árlega hreinsunarátak Tökum á Tökum til. Nefndin fagnaði framtakinu.

5 1004065 - Opinn dagur á Gámasvæði Árborgar

Opinndagur á Gámsvæði Árborgar, nýr þjónustuliður kynntur og starfsmenn aðstoða íbúa við frekari flokkun.

Katrín kynnti opinn dag á gámasvæði og sagði frá því að starfsmenn Sveitarfélagsins myndu aðstoða íbúa Sveitarfélagsins við frekari flokkun úrgangs og kynna og leiðbeina þeim um starfsemi gámasvæðisins.

6 0910004 - Blátunnu verkefni í Sveitarf.Árborg

Farið yfir stöðu mála og fyrstu tölur skoðaðar.

Katrín og Guðmundur kynntu stöðu mála og sögðu að viðtökur væru framar vonum.

7 1004075 - Svæði fyrir hafstraumsvirkjun eða sjávarfallavirkjun.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sérfræðingi umhverfismála og skipulags og byggingarfulltrúa verði falið að kanna það hvort ástæða sé til að taka frá svæði við endurskoðun aðalskipulags fyrir hafstraumavirkjun eða sjáfarfallsvirkjun.

8 1004076 - Endurskoðun umhverfisstefnu Sveitarfélagsins Árborgar.

Umhverfisstefna Árborgar frá 2005 kynnt og lagt til að ný umhverfisstefna verði mótuð.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að umhverfisstefna Sveitarfélagsins verði endurskoðuð.

9 0808045 - Þátttaka í Northern Periphery Program.

Sérfræðingur umhverfimála kynnir verkefnið

Katrín kynnti þátttöku Sveitarfélagsins í verkefninu Northern Periphery um viðbrögð og varnir í Árborg og Vík um loftslagsbreytingar og flóða hættu.

Almenn afgreiðslumál

10 1004066 - Garðlönd 2010

Setja Garðlönd á Eyrarbakka í auglýsingu við sama fyrirkomulag og var í fyrra.

Samþykkt að auglýsa eftir sama fyrirkomulagi og í fyrri.

11 1004067 - Umhverfisverðlaun 2010

Tilnefningar kynntar

Tilnefningar bárust.

12 1003130 - Byggingarleyfisumsókn umhleðslustöð

Byggingarfulltrúa var falið að leita umsagnar skipulagsstofnunar um hvort umhleðslustöðin þarfnaðist umhverfismats. Umhleðslustöð þarf ekki umhverfismat

Samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum fulltrúa D-lista.

13 1004077 - Sumarhús að Bankavegi 1 Selfossi.

Tillaga að afgreiðslu: Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að vanefndarúrræðum 57.gr. skipulags og byggingarlaga verði breytt varðandi hið ólöglega hús sem stað sett er á lóðinni.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45

Kjartan Ólason
Þór Sigurðsson
Jóhann Óli Hilmarsson
Grímur Arnarson
Bárður Guðmundsson
Katrín Georgsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica