181. fundur bæjarráðs
181. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn fimmtudaginn 8. maí 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Óskað var eftir að taka á dagskrá málefni hjúkrunarrýma, var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401093 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
75. fundur haldinn 29. apríl |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
2. |
1404398 - Beiðni um kaup á Grímsfjósastykki, Stokkseyri |
|
Ásta Stefánsdóttir vék af fundi. Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samningi um leigu á landinu. |
||
|
||
3. |
1405023 - Beiðni um breytingu á leigutaka á beitarstykkjum - Baldurshagi |
|
Ásta Stefánsdóttir vék af fundi. Bæjarráð samþykkir erindið, að Grímsfjósastykki undanskildu. |
||
|
||
4. |
1403106 - Samningur milli Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og Sveitarfélagsins Árborgar um kaup á landi úr landi Laugardæla |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kaupanna. |
||
|
||
5. |
1404395 - Styrkbeiðni Yrkjusjóðsins,beiðni um framlag til plöntukaupa |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
6. |
1405024 - Umhirðuáætlun fyrir keppnissvæði hestamannafélagsins Sleipnis |
|
Bæjarráð staðfestir umhirðuáætlunina. |
||
|
||
7. |
1405113 - Fyrirspurnir frá bæjarfulltrúum B- og S-lista - Kynningarblað fyrir Sveitarfélagið Árborg |
|
Lagðar voru fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Hvar og hvenær var tekin ákvörðun um að gefa út kynningarblað fyrir Svf. Árborg sem kom út fyrir viku síðan? 2. Hver ritstýrði og stjórnaði efnistökum blaðsins? 3. Hver sá um að safna auglýsingum í blaðið til að lækka kostnað við útgáfu þess? Og hvað voru auglýsingatekjurnar háar? 4. Hver var kostnaður við ritstjórn, auglýsingasöfnun og prentun blaðsins? 5. Hver var kostnaður við dreifingu blaðsins og hvernig var því dreift? 6. Hvaða fagnefnd sveitarfélagsins hafði með undirbúning og útgáfu blaðsins að gera? 7. Var leitað tilboða í prentun blaðsins áður en ákveðið var að prenta það ekki í heimabyggð? Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista. Lögð voru fram svör við fyrirspurnum Helga Haraldssonar og Eggerts Vals Guðmundssonar um Árborgarblaðið. Undirritaður hefur tekið saman svör við spurningum sem Helgi Haraldsson og Eggert Valur Guðmundsson lögðu fram um Árborgarblaðið 2014. Set svör undir hverja spurningu: 1. Hvar og hvenær var tekin ákvörðun um að gefa út kynningarblað fyrir Svf. Árborg sem kom út fyrir viku síðan? Svar: Ákvörðun var tekin um útgáfuna í fjárhagsáætlunarvinnu haustið 2013 en gert var ráð fyrir fjármagni í útgáfu blaðsins. Nákvæm tímasetning á útgáfu var ekki ákveðin fyrr en í mars en samstarf við Sunnlenska sveitadaginn þótti kjörið og þá gat Sveitarfélagið Árborg einnig kynnt sig vel en nokkur ungmenni úr ungmennaráði Árborgar dreifðu Árborgarblaðinu til gesta á sveitadeginum ásamt því að dreifa viðburða- og menningardagskránni og spjalla við gesti um sveitarfélagið. 2. Hver ritstýrði og stjórnaði efnistökum blaðsins? Svar: Ritstjórn var í höndum Sigmundar Sigurgeirssonar og Guðmundar Karli Sigurdórssonar í samstarfi við starfsmenn Árborgar þau Ástu Stefánsdóttur og Braga Bjarnason. 3. Hver sá um að safna auglýsingum í blaðið til að lækka kostnað við útgáfu þess? Og hvað voru auglýsingatekjurnar háar? Svar: Sunnlenska fréttablaðið sá um auglýsingaöflun og voru heildartekjur af auglýsingum kr. 792.400-. Sunnlenska fær 20% af tekjunum svo heildartekjur til lækkunar á kostnaði eru kr.633.920-. Reynt var að stilla verði á auglýsingum í hóf svo sem flest af minni fyrirtækjum í Sveitarfélaginu Árborg gætu átt kost á að að auglýsa. 4. Hver var kostnaður við ritstjórn, auglýsingasöfnun og prentun blaðsins? Svar: Heildarkostnaður við blaðið fyrir Árborg er kr. Skipting: Ritstjórn: 510.000 kr. Prentun og dreifing: 1.424.676 kr. m/vsk. Auglýsingasöfnun: 158.480 kr. (20% af 792.400kr.) Heildarkostnaður: 2.093.156 kr. Tekjur af auglýsingaöflun: 633.920 kr. Kostnaður Árborgar árið 2014 að frádregnum vsk. er því: 1.170.000 kr. 5. Hver var kostnaður við dreifingu blaðsins og hvernig var því dreift? Svar: Kostnaður við dreifinu er inni í prentkostnaði líkt og kemur fram í lið 4. Blaðinu var dreift inn á öll heimili á Suðurlandi með Sunnlenska fréttablaðinu og svo til allra áskrifenda Morgunblaðsins sem eru u.þ.b. 58 þúsund talsins. 6. Hvaða fagnefnd sveitarfélagsins hafði með undirbúning og útgáfu blaðsins að gera? Svar: Enginn sérstök fagnefnd kom að útgáfu blaðsins enda um kynningarrit fyrir sveitarfélagið að ræða sem var í fjárhagsáætlun. Kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins sem eru í fjárhagsáætlun hafa verið í umsjón Ástu Stefánsdóttur og Braga Bjarnasonar. 7. Var leitað tilboða í prentun blaðsins áður en ákveðið var að prenta það ekki í heimabyggð? Árið 2013 var leitað tilboða hjá heimaaðilum sem voru miklu hærri en Landsprent gat boðið. Prentunin er á dagblaðapappír og því um sérhæfða prentun að ræða. Mestu réð þó að með því að prenta blaðið hjá Landsprent náðist samstarf bæði við Sunnlenska og Morgunblaðið, sem eru prentuð þar og sparaði Sveitarfélagið Árborg því mörg hundruð þúsund í dreifingarkostnað. Eggert Valur og Helgi S. þökkuðu greinargóð og skýr svör. |
||
|
||
8. |
1402232 - Kynning á klasastarfi á Suðurlandi um hjólreiðaferðamennsku |
|
Bæjarráð vísar erindinu til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa. |
||
|
||
9. |
1405103 - Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2014 |
|
Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, forstöðumanni bókasafna, að sækja fundinn. |
||
|
||
10. |
1301154 - Málefni hjúkrunarheimila |
|
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með þá ákvörðun velferðarráðuneytisins að hjúkrunarrými hafi verið flutt úr Árnessýslu í stað þess að færa þau til innan sýslunnar, þar sem sannanlega eru til laus rými. Mikil þörf er fyrir hjúkrunarrými í sýslunni og biðlistar langir. Bæjarráð vonast til að bætt verði úr þessu hið fyrsta. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |