Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.5.2014

184. fundur bæjarráðs

184. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn föstudaginn 30. maí 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.  

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá leiðréttingu á kjörskrá og beiðni um lengdan opnunartíma veitingastaðar. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401092 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2014

 

34. fundur haldinn 21. maí

 

-liður 3, 1405274 reglur þjónustusvæðis Suðurlands um málefni fatlaðs fólks. Bæjarráð staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti. Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1405357 - Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf. 2014

 

Aðalfundur haldinn 14. maí

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

3.

1405356 - Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf. 2014

 

Aðalfundur haldinn 14. maí

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

4.

1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

 

816. fundur haldinn 16. maí

 

Lagt fram.

 

   

5.

1209077 - Fundargerðir vegna stækkunar á verknámshúsi við FSu

 

1. fundur haldinn 11. apríl 2. fundur haldinn 15. maí

 

Lagt fram.

 

   

Almenn afgreiðslumál

6.

1405359 - Beiðni dags. 20. maí 2014 um lækkun eða niðurfellingu á fasteignagjöldum á verkstæði Orgelsmiðs sf. Hafnargötu 9

 

Bæjarráð Árborgar sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

7.

1306089 - Tillaga að samþykkt um notkun rafmagnstímatökutækja fyrir frjálsíþróttavelli

 

Bæjarráð staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti.

 

   

8.

1405314 - Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - gististaður Þóristúni 1

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

9.

1405352 - Beiðni um umsögn um um rekstrarleyfisumsókn - Selfoss hostel, Austurvegi 28

 

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um tegund gististaðar sem sótt er um.

 

   

10.

1405384 - Tillaga um framlag vegna byggingar verknámshúss

 

Bæjarráð Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti viðbótarframlag vegna viðbyggingar við FSu, 33 mkr.

 

   

11.

1404386 - Leiðrétting á kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga 2014

 

Bæjarráð samþykkir að fella af kjörskrá nafn látins einstaklings, Ragnars Böðvarssonar, kt. 270635-5719. Jafnframt samþykkir bæjarráð að taka á kjörskrá nafn Sigdórs Vilhjálmssonar, kt. 070960-2579, á kjörskrá, enda var breyting á lögheimili hans tilkynnt fyrir viðmiðunardag.

 

   

12.

1405422 - Beiðni um heimild til fyrir lengdum opnunartíma Frón Veitinga ehf - kosninganótt

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, þ.e. að opið verði til kl. 04 í stað 03.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica