19. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
19. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. desember 2008 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Gylfi Þorkelsson, formaður, S-lista (S)
Margrét Magnúsdóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður B-lista (B)
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Óskar Sigurðsson, nefndarmaður D-lista (D)
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð
Dagskrá:
- 1. 0810133 - íþrótta- og tómstundastyrkir 2008 - seinni úthlutun
Alls bárust 4 umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki og sótt var um tæplega 4 milljónir króna. Til seinni úthlutunar eru kr. 300 þúsund til ráðstöfunar.1 umsókn barst frá deild innan Umf. Selfoss. ÍTÁ tók þá umsókn ekki til efnislegrar umfjöllunar enda hefur Umf. Selfoss verið falið að úthluta styrkjum til deilda innan þess samkvæmt þjónustusamningi SÁ og félagsins sem undirritaður var 15. maí sl. Um afgreiðslu þessa vísast til b liðar IV. kafla og f liðar III. kafla áðurgreinds þjónustusamnings Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss.
Nefndin samþykkir að úthluta styrkjum með eftirfarandi hætti:
a)Margrét Bára Magnúsdóttir
Vegna reiðnámskeiða kr. 100.000b)Golfklúbbur Selfoss
Vegna uppbyggingar barna og unglingastarfs kr. 200.000Samþykkt samhljóða
- 2. 0812006 - Kjör íþróttakonu- og íþróttakarls Árborgar 2008
íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram tillögu að breytingum á reglugerð um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar. ÍTÁ samþykkir breytingar á 5.gr. reglugerðarinnar á þann veg að íþrótta- og tómstundafulltrúi fái atkvæðisrétt. ÍTÁ felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá um framkvæmd kjörsins samkvæmt reglugerð þar um. ÍTÁ leggur til að þau Margrét Magnúsdóttir, Helgi S. Haraldsson og Bragi Bjarnason skipi undirbúningsnefnd fyrir Uppskeruhátíð ÍTÁ sem verði haldin 29.desember nk. í íþróttahúsinu Iðu og hefst kl. 20.00. Samþykkt samhljóða.
- 3. 0812001 - Afreks- og styrktarsjóður Umf. Selfoss og Árborgar
Formaður leggur fram tillögu að reglugerð afreks- og styrktarsjóðs Umf. Selfoss og Árborgar. Tillagan samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar:
- 4. 0812004 - Æskan á óvissutímum - málþing á Selfossi
íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir málþingið sem verður haldið í Tíbrá, mánudaginn 8.des nk. ÍTÁ fagnar framtakinu og hvetur íbúa Árborgar til að fjölmenna á málþingið sömuleiðis bendir ÍTÁ á að æskilegt sé að atburðir sem þessir færu fram utan hefðbundins vinnutíma. - 5. 0811027 - Hátíðarfundur bæjarstjórnar
ÍTÁ fagnar því sérstaklega að Ungmennaráð Árborgar hafi hafið störf. Einnig fagnar ÍTÁ opnun ungmennahússins og þakkar verkefnisstjóra góða undirbúningsvinnu sem og öðrum þeim sem komu að málinu. - 6. 0809033 - Akademíur - samvinna milli SÁ og FSu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir samstarfið sem felst í kynningu á starfi akademíanna. ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu. - 7. 0802089 - Samsuð á Selfossi 2008
ÍTÁ þakkar greinagóða skýrslu umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz. - 8. 0811045 - Heilsustefna stjórnvalda til 2011
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar. - 9. 0811111 - Hvatning Gigtarráðs um notkun íþróttamannvirkja sveitarfélaga
ÍTÁ þakkar bréfið og tekur undir efni þess. Í Sveitarfélaginu er boðið uppá tíma tvisvar í viku til almennrar hreyfingar fyrir eldri borgara í íþróttahúsi Vallaskóla sem og að atvinnulausir, öryrkjar og eldri borgarar fá frítt í sund í sundlaugum Árborgar. Einnig er fyrirtæki í Árborg sem býður uppá vatnsfimi í Sundhöll Selfoss. Markmið Sveitarfélagsins Árborgar eru skýr í þessum efnum eins og fram kemur í nýútgefinni íþrótta- og tómstundastefnu. - 10. 0811009 - Hvatning - staðinn vörður um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu
ÍTÁ þakkar upplýsingarnar og tekur undir samþykktina frá 36.sambandsráðsfundi UMFÍ. ÍTÁ bendir á að sveitarfélagið hefur lokið samningagerð við flest íþrótta- og æskulýðsfélög.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:50
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Óskar Sigurðsson
Bragi Bjarnason