Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.11.2007

19. fundur leikskólanefndar

19. fundur leikskólanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 28. nóvember 2007  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, V-lista (V)
Róbert Sverrisson, varaformaður, B-lista (B)
Sigrún Þorsteinsdóttir, varamaður S-lista
Ari B. Thorarensen, nefndarmaður D-lista (D)
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi

Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi ritar fundargerð.
Sigurbjörg Ólafsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1. 0711079 - Tillaga um ráðningu leikskólafulltrúa til umsagnar, samanber 14. gr. í Erindisbréfi leikskólanefndar Árborgar frá 9. júní 1999.

Þrjár umsóknir bárust um starfið:
Ásdís Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri
Uppfylltu allir umsækjendur þær hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu og því allir boðaðir í viðtal.
Eftir að hafa farið yfir gögn málsins var það mat þeirra sem að ráðningarferlinu komu að Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri uppfyllti best þær hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingunni. Sigurður Bjarnason og Borgar Ævar Axelsson kynntu tillögu að ráðningu leikskólafulltrúa til umsagnar.Leikskólanefnd mælir með að Kristín Eiríksdóttir leikskólastjóri verði ráðin sem leikskólafulltrúi að fenginni tillögu þeirra sem stóðu að ráðningaferlinu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17.45

Sædís Ósk Harðardóttir                                   
Róbert Sverrisson
Sigrún Þorsteinsdóttir                           
Ari B. Thorarensen
Heiðdís Gunnarsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica