19. fundur bæjarstjórnar
19. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn miðvikudaginn 9. maí 2007 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson, forseti, B listi,
Margrét K. Erlingsdóttir B listi,
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi,
Gylfi Þorkelsson S listi,
Jón Hjartarson, V listi,
Snorri Finnlaugsson D listi,
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi,
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ari B. Thorarensen D listi, varamaður Elfu D. Þórðardóttur
Auk þess sitja fundinnÁsta Stefánsdóttir, bæjarritari, sem ritar fundargerð,Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá heimild til handa bæjarráði til að afgreiða athugasemdir sem kunna að berast vegna kjörskrár. Var það samþykkt samhljóða.
Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði til að tekin yrði á dagskrá svohljóðandi tillaga bæjarfulltrúa D-lista:
Í dag er ár síðan deiliskipulagstillaga Austurvegar 51-59 var samþykkt í bygginga- og skipulagsnefnd. Í dag er líka fyrsta skiptið sem íbúar Mjólkurbúshverfis svokallaðs og bæjarstjórn Árborgar eru undir sama þaki. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar fái að heyra sjónarmið íbúanna og því leggjum við til að þeir fái að taka til máls þegar afgreiðsla um deiliskipulagstillögu Austurvegar 51-59 kemur til afgreiðslu. Þessi tillaga okkar er með vísan til 22. greinar Samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Gert var fundarhlé.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihluta bæjarstjórnar:
Deiliskipulagstillagan sem um ræðir fór í hefðbundna auglýsingu þar sem íbúum gafst kostur á að koma með athugasemdir. Lögmaður, f.h. íbúa, kom til fundar við meirihluta bæjarstjórnar 19. des. s.l. og gerði ítarlega grein fyrir sjónarmiðum íbúa.
Bæjarstjóri og bæjarritari hafa í tvígang átt fundi með fulltrúum íbúa þar sem sjónarmið íbúa komu fram. Með samþykkt þessarar tillögu telur meirihlutinn að skapað væri fordæmi sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Þess vegna greiðir meirihlutinn atkvæði gegn tillögunni.
Gert var fundarhlé.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista:
Meirihluti bæjarstjórnar hyggst samþykkja breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi án þess að íbúar fái að gera við það athugasemdir.
Þess vegna er eðlilegt að þeirra sjónarmið fái að koma fram á fundinum.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi dagskrárbreytingartillögu fulltrúa D-lista:
Á síðasta fundi bæjarstjórnar, 11. apríl, lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram svohljóðandi fyrirspurn: ,,Núverandi meirihluti tók þá ákvörðun að hægt er að þiggja sérstakar húsaleigubætur og líka vera á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Þetta skýrir að hluta til biðlista eftir félagslegu húsnæði. Hefur meirihlutinn í hyggju að fjölga félagslegum leiguíbúðum í eigu Sveitarfélagsins Árborgar?” Ég óska eftir að liður 5 bætist við dagskrá II. hluta og fer fram á að fyrirspurninni verði svarað hér.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
I. Fundargerðir:
1. a) 0701013
Þjónustuhópur aldraðra frá 21.03.07
b) 0701117
Menningarnefnd frá 28.03.07
c) 39. fundur bæjarráðs - 0701016 frá 12.04.07
2. a) 0701012
Skólanefnd frá 12.04.07
b) 0702011
Umhverfisnefnd frá 04.04.07
c) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd frá 12.04.07
d) 0701016
40. fundur bæjarráðs frá 20.04.07
3. a)0701012
Félagsmálanefnd frá 16.04.07
b) 0701035
Landbúnaðarnefnd frá 17.04.07
c) 0701013
Þjónustuhópur aldraðra frá 17.04.07
d) 0701062
Leikskólanefnd frá 18.04.07
e) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd frá 20.04.07
f) 0701016
41. fundur bæjarráðs frá 26.04.07
4.
a) 0703038
Framkvæmda- og veitustjórn frá 25.04.07
b) 0702011
Umhverfisnefnd frá 25.04.07
c) 0701068
Skipulags- og byggingarnefnd frá 26.04.07
d) 0701016
42. fundur bæjarráðs frá 03.05.07
1b) Fundargerð menningarnefndar frá 28.3, liður 4: 0703178 Vorhátíðin ,,Vorskipið kemur” 18.-20. maí.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja Vorhátíðina ,,Vorskipið kemur” um 500.000,-
Greinagerð: Ánægjulegt er að sjá þann metnað sem lagður er í hátíðina og ljóst að hún mun verða góð lyftistöng við kynningu á menningarlífi í Árborg. Það er gleðilegt að einstaklingar og fyrirtæki í ferðaþjónustu sýni frumkvæði að þessari hátíð. Mikilvægt er að samþykkja þetta framlag nú þar sem einungis eru 10 dagar í hátíðina og nauðsynlegt fyrir skipuleggjendur að sjá hug bæjaryfirvalda í verki.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og óskaði eftir að bókað yrði að tekið væri jákvætt í tillöguna og lagði fram breytingartillögu þar sem lagt er til að tillögunni verði vísað til afgreiðslu í bæjarráði í næstu viku.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði til að tillagan yrði tekin til afgreiðslu í bæjarráði á morgun.
Gylfi Þorkelsson, S-lista,Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.
Breytingartillaga Snorra var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Breytingartillaga Ragnheiðar var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa meirihlutans, fulltrúar D-lista sátu hjá.
1c) 39. fundargerð bæjarráðs frá 12.04., liður 5, 01060030, greiðsla málskostnaðar Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða vegna óbyggðamála. Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls.
2d) 40. fundur bæjarráðs 20.04.07, liður 4, 0704039, - tillaga um uppbyggingu leikskóla- var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram í bæjarráði.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði minnihlutans:
Við ítrekum þá skoðun okkar að samningurinn um byggingu leikskólans við Leirkeldu eigi að standa án breytinga. Við leggjum áherslu á byggingu leikskólans á þessu ári og áframhaldandi framkvæmdum í framhaldi í samræmi við þörf eftir leikskólaplássi, í samræmi við fyrirheit um að reglur um leikskólavist miðist við börn frá 18 mánaða aldri og til að úrelt húsnæði og bráðabirgðahúsnæði verði lagt af sem fyrst. Á þessum rökum greiðum við atkvæði gegn því að breyta samningi um uppbyggingu leikskólans við Leirkeldu.
3a) Fundargerð félagsmálanefndar 16.4, liður 6 - 0704032 - Fyrirspurn frá nefndarmanni D-lista um fjölda barna hjá dagforeldrum og aldur þeirra
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista:
Þann 1. apríl sl. voru 63 börn hjá dagforeldrum á aldrinum 6 mánaða til 4,5 ára. Ekki kemur skýrt fram hve mörg börn af þessari heild eru 18 mánaða og eldri. Af þessu er ljóst að það er rétt sem bæjarfulltrúar D-lista hafa haldið fram – að börn á leikskólaaldri hafa ekki dvalarvist á leikskóla.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls.
3b) Fundargerð landbúnaðarnefndar 17.04., liður 3, 0704030, -samþykkt um búfjárhald – bæjarstjórn vísar samþykktinni til síðari umræðu með þeim breytingum sem landbúnaðarnefnd leggur til.
3d) Fundargerð leikskólanefndar 18.4: liður d) 0703110 - Endurskoðun gjaldskrár leikskóla
Þórunn Jóna Hauksdóttirleggur fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Það er athyglisverð mismununin sem börn í Árborg verða fyrir. Gjaldskrá leikskóla mun lækka 1. júní um 10% frá þeirri gjaldskrá sem tók gildi um áramót. Það nýtist þeim börnum sem eru í leikskóla en ekki þeim sem eru á leikskólaaldri en hafa ekki dvalarvist á leikskóla.
3f) 41. fundur bæjarráðs, liður 1e, 7. mál, 0512065, -tillaga um deiliskipulag Austurvegar 51-59 - var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram í bæjarráði.
Grímur Arnarson, D-lista, Snorri Finnlaugsson, D-lista, Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, ogÞórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Margar ástæður eru til að hafna þeirri deiliskipulagstillögu sem hér liggur fyrir. Ég nefni að fordæmisgefandi er að setja háhýsi á þennan hátt í rótgróið íbúðahverfi. Auðvitað á að deiliskipuleggja allt hverfið vilji menn að svæðið í heild sé fyrir íbúðir og þjónustu fyrir aldraða. Ekki má gleyma að það er tilbúið deiliskipulag í Hagalandi undir íbúðir og þjónustu fyrir aldraða og ekkert því til fyrirstöðu að hefja þar framkvæmdir – nema auðvitað að eigendur þess svæðis fá ekki sömu fyrirgreiðslu og eigendur Austurvegar 51-59. Í framgangi fyrrverandi bæjarstjórnar S- og B-lista og núverandi meirihluta B-, S- og V-lista hefur hagur aldraðra verið fyrir borð borinn fyrir sérhagsmuni. Ég greiði atkvæði á móti því að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Snorri Finnlaugsson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Þann 9. maí 2006 var deiliskipulag Austurvegar 51-59 samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd og athugasemdum svarað 30. maí 2006. 10. maí (rétt fyrir kjördag) var tillagan tekin ein út úr samþykkt skipulags- og byggingarnefndar, og keyrð með hraða í gegnum bæjarstjórn og afgreidd þaðan. Eins og lög gera ráð fyrir var deiliskipulagið sent 12. júní til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í bréfi stofnunarinnar 23. júní kemur fram að enn vantar svör við athugasemdum stofnunarinnar og alvarlegar athugasemdir gerðar við deiliskipulagið. Í þáverandi meirihluta D- og B-lista vildu bæjarfulltrúar Framsóknarflokks hunsa álit Skipulagsstofnunar og auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda og þar með tæki skipulagið gildi. Bæjarfulltrúar D-lista gátu ekki fallist á það og nú hófst málaleitan við að fá umræddu skipulagi breytt. Lagðar voru fram ýmsar tillögur og bent á álit lög- og skipulagsfræðinga. Þegar fullreynt þótti var ábyrgðin sett á bæjarfulltrúa B-lista að leggja fram tillögur að lausn. Þeir slitu samstarfi. Nú hefur meirihluti B-, S- og V-lista algerlega hunsað fagleg rök, góða stjórnsýsluhætti og virðingu fyrir íbúum. Ég hafna svona vinnubrögðum og greiði atkvæði á móti því að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Grímur Arnarson, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Nú er illa komið fyrir trúverðugleika Vinstri-grænna. Fyrir kosningar hétu þeir því að samþykkja aldrei þá skipulagstillögu sem nú liggur fyrir, fengju þeir brautargengi í valdastöðu. Nú eru þeir komnir til valda og dapurlegt að þeir skuli selja loforð sín fyrir þá stöðu án nokkurra skýringa. Að mínu mati er hér ekki um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagstillögu heldur nýja tillögu sem þarf þá að sjálfsögðu að fara í auglýsingu svo hægt sé að gera athugasemdir við hana. Ég ítreka þá kröfu að tillaga og bókun fulltrúa D-lista í bæjarráði frá 26.4 fari með til Skipulagsstofnunar þegar hún færi erindið til umsagnar.
Ari Thorarensen, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Bæjarfulltrúar D-lista hafa oftar en einu sinni komið fram með tillögur að því að breyta skipulagstillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar, m.a. á þann veg að skipuleggja svokallað Mjólkurbúshverfi í heild sinni. Það er eðlilegt til að fá heildarmynd af hverfinu. Einnig er mikilvægt að eyða óvissu íbúanna þar um framtíðarbúsetu auk þess sem verðgildi eigna tekur mið af skipulagi. Miðað við framgang og framkomu núverandi meirihluta, sérstaklega fulltrúa V-lista í bygginga- og skipulagsnefnd og bæjarfulltrúa V-lista, er holur hljómurinn um íbúalýðræði. Ég greiði atkvæði gegn því að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa meirihlutans:
Þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögu vegna Austurvegar 51-59 frá því að tillagan kom upphaflega fram miða allar að því að mæta athugasemdum sem fram komu við tillöguna er hún var auglýst og vörðuðu hæð hússins og staðsetningu þess á lóðinni. Þar sem breytingarnar nú teljast óverulegar í skilningi skipulags- og byggingarlaga og koma til móts við þegar framkomnar athugasemdir er ekki skylt að auglýsa tillöguna að nýju.
3f) 41. fundur bæjarráðs 26.04.07, liður 2b) 0701073 Fundargerð stjórnar SASS
Þórunn Jóna leggur fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Meginhlutverk stjórnar SASS er að framkvæma vilja aðalfundar. Hann hefur a.m.k. þrisvar sinnum, þrjú ár í röð, ályktað jákvætt um stóriðju og orkufrekan iðnað á Suðurlandi. Það er eðlilegt að standa saman um að nýta orku í héraði, þar sem hún verður til. Ályktun SASS felur ekki í sér afstöðu til virkjana. Í samstarfi sveitarfélaga er óþolandi fyrir samstarfsaðila að sitja undir hótunum meirihluta Árborgar um grundvöll samstarfs séu aðrir sveitarstjórnarmenn ekki sammála meirihlutanum.
4a) Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar, liður 2, 0703145 - aldursdreifing íbúa Árborgar
Snorri Finnlaugsson leggur fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista í nefndinni kölluðu eftir upplýsingum um aldursdreifingu íbúa í Árborg á árabilinu 1. des. 2003 – 1. des. 2006. Í ljós kemur að hlutfallslega fækkar í öllum aldurshópum nema aldrinum 1 árs og yngri og 55-66 ára.
4d) 42. fundur bæjarráðs, liður 5, 0704141 – tillaga um að bæjarstjóra verði heimilað að ganga til viðræðna við eiganda austurhluta Austurvegar 2a á Selfossi um kaup á fasteigninni -
Ari B. Thorarensen, D-lista, vék af fundi.
Tillagan var tekin sérstaklega til afgreiðslu þar sem mótatkvæði kom fram í bæjarráði.
Grímur Arnarsson leggur fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta viðræðum þar til fyrir liggur niðurstaða um nauðsyn þess að sveitarfélagið kaupi eignina.
Greinagerð: Ekki er ljós tilgangurinn með kaupum á Austurvegi 2a – Pakkhúsinu – og spurningum um hvort nauðsynlegt sé að rífa það og hvort það hafi menningarsögulegt gildi er ósvarað.
Gert var fundarhlé.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram frávísunartillögu.
Greinargerð:
Í forsendum fyrir samkeppni um skipulag miðbæjar s.l. haust var gert ráð fyrir að Austurvegur 2a væri víkjandi. Húsið er inni á miðbæjarsvæði og vinna á vegum sveitarfélagsins við gerð framtíðar deiliskipulagstillögu af því svæði er nú á lokastigi. Það er heppilegt fyrir skipulag og uppbyggingu þessa svæðis að fækka eignaraðilum á svæðinu og það einfaldar málin að sveitarfélagið eignist þann hluta Austurvegar 2 a sem til sölu er. Sveitarfélagið verður þannig eigandi hússins að stærstum hluta. Því var lögð fram tillaga um að bæjarstjóra verði heimilað að ganga til viðræðna fyrir hönd sveitarfélagsins um kaup á eignarhlut Gunnars B Guðmundssonar.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort húsið standi óbreytt að öllu leyti eða að hluta, eða hvort það muni víkja í framtíðinni. M.a. þarf að skoða sögulegt gildi þess áður. Komi til afgerandi breytinga eða niðurrifs á þessu húsi þá munum við tryggja Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands aðstöðu fyrir sína starfsemi annarsstaðar á Selfossi, þar fer fram afar mikilvæg starfsemi sem við viljum alls ekki að hverfi af staðnum.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Gert var fundarhlé.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði fulltrúa D-lista.
Bæjarstjóri, f.h. meirihlutans, bendir á að framtíðarhlutverk fyrir fasteignina er óljóst. Þannig tekur hann undir sjónarmið D-lista og því furðulegt að vísa málinu frá.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.
Ari B. Thorarensen, D-lista, kom inn á fundinn að nýju.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem þegar höfðu verið bornir undir atkvæði og staðfestar samhljóða.
II. Önnur mál:
1. 0702062
Kjör varamanna í kjörstjórnir
Tillaga:
Undirkjörstjórn II – Guðmundur Rúnar Svavarsson komi í stað Ólafs H. Jónssonar, Hafdís Kristjánsdóttir komi í stað Bjargar Sörensen.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
2. 0705022
Breyting á setu fulltrúa í bæjarstjórn, nefndum og ráðum á vegum Sjálfstæðisflokks.
Þórunn Jóna tók til máls og tilkynnti að Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg, kæmi úr leyfi og hæfi störf sem bæjarfulltrúi 26. maí og tæki við sæti Gríms Arnarsonar.
Hún lagði jafnframt fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa D-lista að breytingum á setu í nefndum og ráðum á vegum D-lista, frá 26. maí:
Aðalmaður í bæjarráð: Varamaður:
Eyþór Arnalds Þórunn Jóna Hauksdóttir
Fulltrúi Árborgar í héraðsnefnd: Varamaður:
Eyþór Arnalds (í stað Elfu Daggar Elfa Dögg Þórðardóttir (í stað Kristínar Þórðardóttur) Hrefnu Halldórsdóttur)
Fulltrúi Árborgar á landsþing Varamaður:
Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Eyþór Arnalds (í stað Snorra Snorri Finnlaugsson (í stað Gríms Finnlaugssonar) Arnarsonar)
Fulltrúi Árborgar á aðalfund SASS : Varamaður:
Eyþór Arnalds (í stað Gríms Grímur Arnarson (í stað Jóns Karls Arnarsonar) Haraldssonar)
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Forseti þakkaði fráfarandi nefndarmönnum fyrir samstarfið og bauð nýtt fólk velkomið og óskaði eftir góðu samstarfi.
3. 0704073
Ársreikningur 2006 – seinni umræða
Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Hér er lagður fram til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2006.
Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð og sýnir hagnað um 83,595 milljónir króna. sem er 199,715 milljónum króna hagstæðara en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sveitarfélagið stóð í miklum fjárfestingum á árinu en nettó fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum var 1.045,7 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri var 334,3 milljónir króna og afborganir lána voru 269 milljónir króna. Ný lán sem tekin voru vegna fjárfestinga námu alls 825 milljónum króna.
Stærstu fjárfestingarnar voru vegna annars áfanga Sunnulækjarskóla, byggingar Hulduheima 6 deilda leikskóla, gervigrasvallar við Engjaveg og vegna framkvæmda við gatnagerð og veituframkvæmdir. Þessar fjárfestingar styrkja sveitarfélagið til framtíðar og skapa betri búsetuskilyrði og sóknarfæri í nútíð og framtíð.
Rekstur stofnana sveitarfélagsins verður sífellt markvissari og ljóst að við höfum á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki en það er ein af meginforsendum þess að þetta öfluga og sívaxandi sveitarfélag njóti áfram velvildar og vinsælda langt út fyrir sveitarfélagamörkin.
Reikningurinn sýnir sterka stöðu sveitarfélagsins og að það er vel í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni í framtíðinni. Meirihluti B, S og V lista mun áfram leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn og áætlanagerð til þess að nýta megi sem allra best þau tækifæri sem núverandi aðstæður skapa. Framundan er áframhaldandi uppbygging á öllum sviðum svo skapa megi íbúum bestu aðstæður og laða að enn fleiri nýja íbúa og gesti. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa, til þess þarf öfluga liðsheild stjórnmálamanna og starfsmanna sveitarfélagsins sem bera hagsmuni heildarinnar fyrir brjósti. Hver og einn ber mikla ábyrgð í þeirri heildarmynd sem unnið er í.
Sveitarfélagið Árborg nýtur trausts í fjármálum og býr við góða afkomu og efnahag. Fjölgun íbúa er langt umfram landsmeðaltal og mikill áhugi er meðal fjárfesta og eigenda fyrirtækja á uppbyggingu í Árborg.
Starfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins, og bæjarfulltrúum og öðrum kjörnum fulltrúum fyrir gott samstarf á reikningsárinu.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa D-lista:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2006 sýnir mun betri niðurstöðu en endurskoðuð áætlun ársins gerði ráð fyrir. Milliuppgjör miðað við 30.6.2006 sýndi veruleg frávik á rekstri sveitarfélagsins fyrstu 6 mánuði ársins 2006 frá samþykktri fjárhagsáætlun. Voru aukafjárveitingar á þessu tímabili, sem var síðasta tímabil meirihlutastjórnar Framsóknarflokks og Samfylkingar, uppá 286 milljónir.
Við þessar aðstæður fór meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í endurskoðun á áætluninni og áætlaði að rekstrarniðurstaða myndi í árslok verða neikvæð um 116 milljónir. Ljóst er að seinni hluti ársins 2006 var verulega ha