19. fundur umhverfisnefndar
19. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 2. júlí 2008 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista (B)
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Sigurður Ingi Andrésson, varamaður V-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála
Dagskrá:
- 1. 0806123 - Garða- og götuverðlaun 2008
Það bárust tilnefningar um garða og götur vítt og breitt um sveitarfélagið og fór nefndin og skoðaði fallega garða og snirtilegar götur.
Niðurstaða nefndarinnar var sú að eftirtaldir garðar hefðu borið af:
Lingheiði, á Stokkseyri, Merkisteinsvellir 11, á Eyrarbakka og Ártún 15 á Selfossi
Fallegasta gatan var valin og voru nefndarmenn sammála um það að Suðurengi bæri þann titil í ár.Ákveðið var að verðlaunaafhendingin fari fram í Suðurenginu fimmtudaginn 10 júlí kl:17:00 og fara þess á leit við verðlaunahafa að garðarnir verði til sýnis laugardaginn 12 júlí milli 13:00 og 18:00.
María Hauksdóttir
Soffía Sigurðardóttir
Sigurður Ingi Andrésson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Siggeir Ingólfsson
Katrín Georgsdóttir