19. fundur félagsmálanefndar
19. fundur félagsmálanefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn mánudaginn 8. október 2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Kristín Eiríksdóttir, formaður, B-lista (B)
Þórunn Elva Bjarkadóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Guðmundur B. Gylfason, nefndarmaður D-lista (D)
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Olga Sveinbjörnsdóttir, varamaður V-lista
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða
Anný Ingimarsdóttir ritaði fundagerð. Alma Lísa Jóhannsdóttir V lista boðaði forföll, í stað hennar kemur Olga Sveinbjörnsdóttir. Kristín formaður leitaði afbrigða að færa dagskrálið Dagforeldrar í Árborg og hafa það fyrsta lið vegna gests sem kemur inn á fundinn. Fundarmenn samþykktu það einróma.
Dagskrá:
1. 0704033 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
2. 0710020 - Húsnæðismál - Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók
Erindi til kynningar:
3. 0708028 - Dagforeldrar í Árborg
Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi kom inn á fundin vegna þessa dagsráliðar.
1. október 2007 voru 14 dagforeldrar í sveitafélaginu og eru ca 50 börn hjá þeim. Verkefnisstjóri félagslegra ráðgjafar og leikskólafulltrúi lögðu fram drög að reglum Sveitafélagins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum. Reglur þessar eru settar með vísan til 33. gr. reglugerðar nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum. Einnig kynnti leikskólafulltrúi hvað væri að gerast í öðrum sveitafélögum í daggæslumálum. Félagsmálanefnd minnir á mikilvægi ábyrgðar og skyldna foreldra sem og dagforeldra í þessari vinnu. Einnig mikilvægi þess að virkt eftirlit sé með dagforeldrum og þeim börnum sem dveljast hjá þeim sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 907/2005.
Heiðdís yfirgaf fundinn.
4. 0709084 - Ársskýrsla Rauða kross Íslands 2006
Í Ársskýrslunni er sagt frá könnun ,,hvar þrengir að?" þessi könnun er gerð árlega, þar kemur m.a. fram að það eru sjö hópar sem standa verst að vígi og er einn hópur börn sem skortir tækifæri til að stunda hinar ýmsu tómstundir og íþróttir vegna fátæktar. Félagsmálanefnd vill vekja athygli mikilvægi þess að allir hafi jöfn tækifæri til tómstundar-og íþróttaiðkunar.
5. 0701013 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra 2007
Lagt fram til kynningar
6. 0709132 - Bréf frá barnaverndarstofu - Fósturheimili
Lagt fram til kynningar
7. 0708004 - Starfsmannamál
Kristjana Magnúsdóttir, sálfræðingur sem hefur unnið á sviði félagslegrar ráðgjafar sl. 2 ár hefur látið af störfum. Félagsmálanefnd vill þakka henni fyrir störf hennar í þágu sveitafélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar upplýsti að búið væri að auglýsa eftir starfsmanni og eru þau mál í ferli.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:45
Kristín Eiríksdóttir
Þórunn Elva Bjarkadóttir
Guðmundur B. Gylfason
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir
Olga Sveinbjörnsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir