Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14.2.2008

19. fundur skólanefndar grunnskóla

19. fundur skólanefndar grunnskóla, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2008  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður, V-lista (V)
Þórir Haraldsson, varaformaður, B-lista (B)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Samúel Smári Hreggviðsson, varamaður, D-lista
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri
Birgir Edwald, skólastjóri
Daði V Ingimundarson, fulltrúi skólastjóra
Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, fulltrúi foreldra
Guðbjörg Halldórsdóttir, fulltrúi kennara
Guðbjartur Ólason aðstoðarskólastjóri
Guðmundur B Gylfason fullrúi kennara

Dagskrá:

  • 1. 0712052 - Trúnaðarmál

    Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók

Erindi til kynningar:

  • 2. 0802052 - Niðurstöður PISA 2006

    Kristín Hreinsdóttir forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands kynnti niðurstöður PISA rannsóknar sem var gerð á árinu 2006 í Grunnskólum Árborgar.
    Skólanefnd þakkar kynningu á PISA könnuninni og samanburð við aðra skóla, fyrri könnun og samræmd próf. Nefndin lýsir ánægju sinni með jákvæðar og góðar niðurstöður í grunnskólum Árborgar og áréttar nauðsyn þess að áfram verði unnið markvisst að því að bæta árangur, bæði í þeim greinum sem vel gengur og gera markvissa úrbótaáætlun þar sem betur þarf að gera.
    Jafnframt fagnar skólanefnd samstarfi foreldrafélaga grunnskóla Árborgar og fjölmennan foreldrafund um foreldrastarf sem haldinn var í Sunnulækjarskóla hinn 13. feb. sl. Skólanefnd hvetur foreldra og skólafólk til að halda áfram á sömu braut til að auka virkni foreldra með aukið samstarf foreldra og skóla að markmiði.
  • 3. 0712043 - Námsleyfi skólastjóra Vallaskóla skólaárið 2008-2009

    Eyjólfi Sturlaugssyni hefur verið veitt námsleyfi frá og með 1. ágúst 2008 til og með 31. júlí 2009. Skólanefnd óskar Eyjólfi góðs gengis í því námi sem hann ætlar að leggja fyrir sig.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl:18:40

Sigrún Þorsteinsdóttir

 

Þórir Haraldsson

Sandra D. Gunnarsdóttir

 

Samúel Smári Hreggviðsson

Sigurður Bjarnason

 

Birgir Edwald

Daði V Ingimundarson

 

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir

Guðmundu B. Gylfason

 

Guðbjörg Halldórsdóttir

Guðbjartur Ólason

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica