Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


5.12.2008

19. fundur lista- og menningarnefndar

19. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. desember 2008  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15

Mætt: 
Andrés Rúnar Ingason, formaður, V-lista (V)
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista (S)
Ingveldur Guðjónsdóttir, nefndarmaður B-lista (B)
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Bjarnason, nefndarmaður D-lista (D)
Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri íþrótta-, forvarna- og menningarmála

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kynningarerindi frá menntamálaráðuneytinu um Úttekt listfræðslu á Íslandi' mál no. 0812019.
Sömuleiðis að taka inn umsókn um menningarstyrk sem hafði verið skráð inn í ÍTÁ en átti að fara á LMÁ. (0810039) Var það samþykkt samhljóða.

Verkefnisstjóri upplýsti að fyrirhugaðri heimsókn Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnesinga væri frestað fram yfir áramót.

Andrés Sigurvinsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  • 1. 0810039 - Menningarstyrkir Árborgar 2008 seinni úthlutun

    Alls bárust 11 umsóknir og var sótt um 2.355.000 kr. Til úthlutunar voru kr. 300.000. Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað.
    Hörpukórinn kr. 75.000,
    Harmonikkufélagið kr. 75.000,
    Jóhannes Erlingsson kr. 15.000,vegna tónleika
    Pamela De Sensi v/ klassískrar barna- og fjölskyldutónleika kr. 60.000
    og Jórukórinn kr. 75.000
    Blik, ljósmyndaklúbbur, Lýður Geir Guðmundsson, Hlín Pétursdóttir, Alvöru félagið, Astrid Doucet og Myndlistarfélag Árnessýslu fengu synjun að þessu sinni.
    Samþykkt með atkvæðum fulltrúum V, S.og B.lista. Fulltrúar D lista sátu hjá.
  • 2. 0812007 - Útilistaverk Sveitarfélags Árborgar

    LMÁ felur verkefnisstjóra að safna saman upplýsingum um þau útilistaverk sem eru í eigu Sveitarfélagsins Árborgar. Þar verði m.a.greint frá ástandi og staðsetningum verkanna og hugað að bættu aðgengi
  • 3. 0811075 - Erindi frá Veraldarvinum

    LMÁ þakkar áhugavert erindi og felur verkefnisstjóra að vinna áfram að málinu

Erindi til kynningar:

  • 4. 0809089 - Úthlutanir haustið 2008 - Menningarráð Suðurlands

    LMÁ þakkar framlagðar upplýsingarnar um styrkveitingar. LMÁ fagnar og þakkar sérstaklega fyrir þá fjárstyrki sem féllu í skaut stofnanna innan Sveitarfélagsins Árborgar. Eftirtaldir fengu úthlutað:
    Félagsmiðstöðin Zelsíus - leiklistarklúbbur kr. 250.000,
    Sveitarfélagið Árborg - málþing - Alþýðumenning á Íslandi kr. 300.000,
    Bæjar- og héraðsbókasafnið - Book Space,kr. 100.000, Rithöfundar og bækur kr. 250.000 og Lestrardagbók kr. 300.000
    og Ungmennahús Árborgar fékk fyrir Nýja sýn, kvikmyndir og ungmenni kr. 175.000 og Drepstokk 2009 - menningarhátíð unga fólksins á Suðurlandi kr. 500.000.
    Samtals kr. 1.875.000.
  • 5. 0811027 - Hátíðarfundur bæjarstjórnar og UNGSÁ

    LMÁ fagnar opnun Ungmennahúss Árborgar, sem er félags- og menningarmiðstöð ungmenna ætluð fyrir aldurinn 16+ og óskar jafnframt starfsmönnum þess og starfseminni góðs gengis í framtíðinni
  • 6. 0812004 - Æskan á óvissutímum - málþing á Selfossi

    LMÁ þakkar upplýsingarnar, fagnar framtakinu og hvetur íbúa til að sækja málþingið sem verður haldið í Tíbrá
  • 7. 0811105 - Minnisvarði um heiðursborgara Selfoss sr. Sigurð Pálsson og frú

    LMÁ þakkar upplýsingarnar og fagnar framtakinu
  • 8. 0811096 - Menntastefna ESB og sveitarfélög

    LMÁ þakkar upplýsingarnar
  • 9. 0811116 - Styrkbeiðni - Snorraverkefnið 2009

    LMA þakkar upplýsingarnar og fagnar niðurstöðu bæjarráðs sem samþykkti erindið á 119. fundi þess
  • 10. 0811077 - Afþreying og tómstundir fatlaðra

    LMÁ þakkar upplýsingarnar
  • 11. 0811039 - Íslensk formennska í norrænu ráðherranefndinni 2009

    LMÁ þakkar upplýsingarnar
  • 12. 0809163 - Ölfusársetur

    Verkefnisstjóri upplýsti að verið væri að vinna í málinu og ætti endanleg nefndarskipan að liggja fyrir á næsta fundi
  • 13. 0809037 - Safnahelgi á Suðurlandi 2008

    LMÁ vill koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd velheppnaðar Safnahelgar á Suðurlandi 2008 og hvetur til þess að gjörningurinn verði endurtekinn að ári
  • 14. 0812019 - Úttekt listfræðslu á Íslandi

    LMÁ þakkar upplýsingarnar

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:10

Andrés Rúnar Ingason                         
Már Ingólfur Másson
Ingveldur Guðjónsdóttir                                   
Kjartan Björnsson
Björn Ingi Bjarnason                                        
Andrés Sigurvinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica