21.1.2016
19. fundur bæjarstjórnar
19. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 18:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista
Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.
Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.
Dagskrá:
I. Fundargerðir til staðfestingar
1.
a) 59. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 10. desember
https://www.arborg.is/59-fundur-baejarrads-2/
2.
a) 1501031
Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 22. fundur frá 9. desember
https://www.arborg.is/22-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
b) 1501030
Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 15. fundur frá 9. desember
https://www.arborg.is/15-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar/
c) 1501028
Fundargerð fræðslunefndar 16. fundur frá 10. desember
https://www.arborg.is/16-fundur-fraedslunefndar/
d) 60. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 17. desember
https://www.arborg.is/60-fundur-baejarrads-2/
3.
a) 1601006
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 18. fundur frá 6. janúar
https://www.arborg.is/18-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar/
b) 61. fundur bæjarráðs ( 1601001 ) frá 14. janúar
https://www.arborg.is/61-fundur-baejarrads-2/
Úr fundargerð skipulags og byggingarnefndar, samanber 58. fund bæjarráðs til afgreiðslu:
- liður 6, málsnr. 1512179 – Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir veg austast í landi Kaldaðarness. Lagt er til að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.
- liður 12, málsnr. 1507155 – Tillaga að deiliskipulagi við Kotleysu Tanga, Stokkseyri. Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
- liður 14, málsnr. 1504327 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
- liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 10. desember, lið 3, málsnr. 1501157 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
- liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. desember, lið 1, málsnr. 1510085 – Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2015
- liður 2 b) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð íþrótta- og menningarnefndar frá 9. desember, lið 4, málsnr. 1512043 – Skemmdir á Selfossvelli.
- liður 2 c) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. desember, lið1, málsnr. 1511160 – Sérdeild Suðurlands – námskrá 2015-2016 og starfsáætlun.
Bæjarstjórn Árborgar sendir hamingjuóskir til Sérdeildar Suðurlands með menntaverðlaun Suðurlands.
- liður 2 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. desember, lið 4, málsnr. 1511073 – Sumarlokanir leikskóla 2016.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. desember, lið 3, málsnr. 1509124 – Selfossveitur – orkuöflun til framtíðar.
Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls.
- liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. janúar, lið 3, málsnr. 1512182 – Athugasemdir vegna vegriðs/steinkants – Gagnheiði 19 Selfossi.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 3 b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. janúar, málsnr. 1502082 – Beiðni um niðurfellingu á gjöldum vegna byggingar á aðstöðu fyrir Stangaveiðifélag Selfoss.
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 6, málsnr. 1512179 – Framkvæmdaleyfi fyrir veg austast í landi Kaldaðarness. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 12, málsnr. 1507155 – Tillaga að deiliskipulagi við Kotleysu Tanga, Stokkseyri. Lagt er til að tillagan verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
- liður 3 a) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar, liður 14, málsnr. 1504327 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu að Hulduhól, Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.
II.
1510215
Fyrirhugaðar breytingar á heitavatnssölu í Tjarnabyggð
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Helgi S. Haraldsson, B-lista, tóku til máls.
III.
1601202
Lántökur 2016
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 450.000.000 kr. til 18 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun og einnig til að greiða afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.
Lántökur ársins 2016 voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15
Ásta Stefánsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari