19. fundur fræðslunefndar
19. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 8. mars 2012 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15.
Mætt:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður V-lista,
Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra,
Helga Geirmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara,
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla,
Linda Rut Ragnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla,
Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi starfsmanna,
Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
1. 1203009 - Verklagsreglur um viðbrögð við vandamálum er varða nemendur í grunnskólum
Seinni umræða. Félagsmálastjóri og ráðgjafar hjá barnavernd hafa farið yfir verklagsreglurnar með fræðslustjóra og gerðu nokkrar breytingar. Þá var samþykkt á samráðsfundi með skólastjórum að að bæta við kafla um líkamlegt inngrip. Sérfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleiri hafa lesið verklagsreglurnar yfir og gefa þeim góða umsögn. Félagsmálanefnd tekur verklagsreglurnar á dagskrá næsta fundar. Arna Ír kom með tillögu að breyttu heiti, þ.e. að nefna þær frekar verklagsreglur um viðbrögð við verulegum frávikum nemenda frá ábyrgð og skyldum í grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir breytingatillöguna og verklagsreglurnar í heild sinni og þakkar þeim aðilum sem komu að gerð þeirra.
2. 1202399 - Viðmiðunarreglur leikskóla 2012 v/dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags
Viðmiðunarreglurnar voru samþykktar í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24. febrúar sl. Reglurnar snúa að því að þegar heimild er veitt til tímabundinnar dvalar utan lögheimilissveitarfélags skal semja um greiðslur vegna hennar. Í fylgiskjali með reglunum er viðmiðunargjaldskrá. Sveitarfélagið Árborg hefur til þessa tekið mið af útgefinni gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir fræðslunefnd að gera það áfram.
3. 1203022 - Leikskóladagatal 2012-2013
Fyrri umræða. Óskað eftir að leikskólastjórar vinni að samræmingu milli leikskóla sveitarfélagsins og einnig milli leikskóla og grunnskóla að höfðu samráði við foreldraráð og fleiri. Tillögur að leikskóladagatali næsta skólaárs verða svo lagðar fram til afgreiðslu í fræðslunefnd fimmtudaginn 12. apríl.
4. 1203023 - Skóladagatal 2012-2013
Fyrri umræða. Óskað eftir að skólastjórar vinni að samræmingu milli grunnskóla sveitarfélagsins og einnig milli grunnskóla og leikskóla að höfðu samráði við skólaráð og fleiri. Þegar hefur verið haldinn einn samráðsfundur skólastjóra og fræðslustjóra um skóladagatal. Tillögur að skóladagatali næsta skólaárs verða svo lagðar fram til afgreiðslu í fræðslunefnd fimmtudaginn 12. apríl.
5. 1008823 - Stofnanaúttektir á leik- og grunnskólum
Úttektarskýrsla frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 20. desember 2011, þar sem gerð er grein fyrir úttekt á starfsemi leikskólans Árbæjar. Lögð fram úrbótaáætlun leikskólans og kynnti Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri, helstu niðurstöður skýrslunnar og úrbótaáætlunina. Einnig var lögð fram til kynningar greinargerð tækni- og veitusviðs vegna úttektar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Fræðslunefnd þakkar Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur og Svövu Bernhard Sigurjónsdóttur fyrir úttektarvinnuna og greinargóða skýrslu. Þá er Kristínu, leikskólastjóra, þakkað fyrir góða úrbótaáætlun og óskar fræðslunefnd henni og öllu samstarfsfólki góðs gengis í störfum sínum. Loks er Eiríki Steini Búasyni, umsjónarmanni fasteigna, þakkað fyrir greinargerðina. Kristín yfirgaf fundinn kl. 17:54.
6. 1202274 - Ályktun - kirkjuþing 2011
Á fundi bæjarráðs, 16. febrúar sl., var erindinu vísað til fræðslunefndar. Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið sem var lagt fram til kynningar.
7. 1101166 - Fundargerðir leikskólastjóra og sérkennslufulltrúa 2011-2012
Fundargerð leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra (16. fundur)
Til kynningar. Leikskólastjórar leggja til fjölgun skipulagsdaga um tvo svo hægt sé að vinna í skólanámskrárgerð og öðrum faglegum störfum. Því til stuðnings er bent á nýlegar úttektarskýrslur. Formaður leggur til að tillagan verði tekin aftur á dagskrá á fundi fræðslunefndar í apríl og fyrir fundinn skoði fræðslustjóri fyrirkomulag skipulags- og undirbúningsdaga hjá öðrum sveitarfélögum. Samþykkt samhljóða.
8. 1202400 - Skólaskýrsla 2011
Skólaskýrsla 2011. Samband íslenskra sveitarfélaga; hag- og upplýsingasvið. Til kynningar.
9. 1202313 - Starfsmenntun - hvert skal stefna?
Minnisblað lagt fram frá Birgi Edwald, Söndru Dís Hafþórsdóttur og Þorsteini Hjartarsyni um fund sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir 15. febrúar sl. um stöðu starfsmenntunar á Suðurlandi, framtíðarsýn og fleira.
10. 1202290 - Orðarún, mat á lesskilningi
Til kynningar. Aðgerðir og verkefni tengd lesskilningi. Stuðningur mennta- og menningarmálaráðuneytis við útgáfu Orðarúnar, mats á lesskilningi.
11. 1202386 - Þjóðarsáttmáli gegn einelti
Upplýsingar um þjóðarsáttmála gegn einelti, dags. 23. febrúar 2012. Fræðslunefnd fagnar þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti og tekur undir þau orð að gæta þurfi sérstaklega réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Margir þurfa að leggja sitt af mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Einnig er bent á samþykkt bæjarráðs frá 1. mars um að setja eigi upp hnapp á heimasíðuna sem vísar á heimasíðu verkefnisins.
12. 1201072 - Fréttabréf Jötunheima 2012
Fréttabréf Jötunheima í febrúar 2012 til kynningar.
13. 1101097 - Fundargerðir Skólaskrifstofu Suðurlands 2011-2012
Stjórnarfundur frá 11. janúar 2012 til kynningar.
14. 1202252 - Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2012
Fundur nr. 159. 1. febrúar 2012 til kynningar.
15. 1105234 - Ráðstefna - ungt fólk og lýðræði
Til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:25.
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Andrés Rúnar Ingason
Magnús Jóhannes Magnússon
Helga Geirmundsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Málfríður Garðarsdóttir
Linda Rut Ragnarsdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Þorsteinn Hjartarson