Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.3.2016

19. fundur fræðslunefndar

19. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 10. mars 2016 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:45.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Jóna S. Sigurbjartsdóttir, varamaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara, Aðalbjörg Skúladóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1603086 - Bréf leikskólastjóra þar sem óskað er eftir fjölgun starfsdaga 2016-2017
Bréf leikskólastjóra, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir að fjölga starfsdögum um einn skólaárið 2016-2017 vegna væntanlegs þróunarverkefnis leikskóla og grunnskóla í Árborg og FSu. Samþykkt samhljóða með þeim fyrirvara að styrkur fáist í verkefnið. Um er að ræða 2. janúar 2017.
2. 1602048 - Leikskóladagatal 2016-2017
- Leikskóladagatal 2016-2017 frá Álfheimum, Árbæ, Brimveri/Æskukoti, Hulduheimum og Jötunheimum. - Bréf frá leikskólastjóra Jötunheima, dags. 2. mars 2016, þar sem óskað er eftir tilfærslu á starfsdögum v/námsferðar starfsmanna 19.-23. apríl 2017. Leitast var við að samræma skipulagsdaga leikskólanna m.a. að höfðu samráði við skólastjóra grunnskóla. Samþykkt samhljóða. Leiðrétta þarf leikskóladagatal Álfheima.
3. 1602049 - Skóladagatal 2016-2017
Skóladagatal Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla fyrir árið 2016-2017. Leitast var við að samræma starfsdaga milli leik- og grunnskóla í Árborg og haustfrí, sem verður á sama tíma og hjá FSu. Samþykkt samhljóða.
4. 1602036 - Kostnaður sveitarfélagsins við rekstur skólaþjónustu
Minnisblað fræðslustjóra v/fyrirspurnar frá Örnu Ír Gunnarsdóttur á 18. fundi fræðslunefndar sem haldinn var fimmtudaginn 11. febrúar 2016. - Hversu mikill var kostnaður sveitarfélagsins við rekstur sérfræðiþjónustu skóla á árinu 2015? - Hversu mikið greiddi Svf. Árborg fyrir aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands á ársgrundvelli áður en sveitarfélagið hóf að reka sína eigin sérfræðiþjónustu? 2015: Þegar búið er að greina rekstur fræðslusviðs fyrir árið 2015 kemur í ljós að kostnaður við skólaþjónustu sveitarfélagsins er um 69 milljónir króna. 2012: Árið 2012 greiddi sveitarfélagið rúmar 55 milljónir til Skólaskrifstofu Suðurlands. Samkvæmt þessu hafa útgjöld við þessa þjónustu hækkað á þremur árum um 20%. Heildarkostnaður við Skólaskrifstofu Suðurlands og skrifstofu fræðslusviðs árið 2012 var samtals kr. um 73 milljónir kr. 2015: Heildarkostnaður við skrifstofu fræðslusvið og skólaþjónustu var tæplega 98 milljónir kr á árinu 2015. Því hafa heildarútgjöld frá 2012 til ársins 2015 til skrifstofu og skólaþjónustu hækkað um rúmlega 25%. Helstu skýringar: - Tölur eru á verðlagi hvers árs fyrir sig og því ekki tekið tillit til hækkunar á vístitölu svo sem vegna launa og verðlags. - Inni í samantekt kostnaðar við skólaþjónustu árið 2015 eru ekki teknar með launagreiðslur til fræðslustjóra og sérkennslufulltrúa og fleiri rekstrarþættir, er tengist stjórnsýslu fræðslumála í Árborg, enda voru þær greiðslur inni í kostnaðartölum fyrir skrifstofu fræðslusviðs árið 2012 og eru það áfram árið 2015. Þrátt fyrir að hluti af vinnu fræðslustjóra og sérkennslufulltrúa tengist skólaþjónustu og gerði það einnig fyrir skipulagsbreytingarnar. - Meginmarkmið skipulagsbreytinganna um áramót 2013/2014 var að styrkja þjónustuna og efla faglega umgjörð skólamála í Árborg. Hins vegar ætti þessi samanburður að sýna að leitast er við að reka skólaþjónustu Árborgar á hagkvæman hátt á sama tíma og lögð er áhersla á góða og heildstæða þjónustu. Þegar áherslur skólaþjónustu er lagðar er leitað eftir mikilli aðkomu og ábyrgð skólastjórnenda hvers skóla. Þessar skipulagsbreytingar hafa almennt mælst afar vel fyrir í skólum sveitarfélagsins. Því til stuðnings er vísað í ársskýrslu fræðslusviðs 2014-2015 á bls. 37-38. Í rýnihópaviðtölum vorið 2015 kom m.a. eftirfarandi fram: - Í leikskólunum kom m.a. fram að þetta nýja skipulag skólaþjónustunnar hefði stuðlað að styttri boðleiðum og að biðtími hefði verið að styttast. - Margir í leikskólunum töluðu um að þetta nýja skipulag skólaþjónstunnar ýtti undir að skólarnir væru meira sjálfbjarga. - Í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri var m.a. talað um gott samstarf þar sem lausnamiðaðar áherslur væru í forgrunni. - Í Sunnulækjarskóla kom fram að margt hefði gerst frá því skólaþjónustan tók til starfa og að hún væri öruggt bakland. Heitið þátttökuráðgjöf lýsir þjónustunni vel. - Í Vallaskóla kom fram að lengra samtal á sér stað en áður um hvert og eitt mál. Sýnileiki starfsfólks er mikill inni í skólanum. Selfossi, 25. febrúar 2016 Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri "Undirrituð þakkar framkomin svör við fyrirspurninni. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir og séum vel meðvituð um kostnað sveitarfélagsins við þessa mikilvægu þjónustu. Sérstaklega í kjölfar þeirra miklu breytinga sem urðu í kjölfar þess að sveitarfélagið dró sig út úr samstarfi um Skólaskrifstofu Suðurlands. Í upphaflegum áætlunum árið 2012 var gert ráð fyrir að kostnaður við nýja sérfræðiþjónusta Árborgar myndi verða tæpar 40 milljónir króna. Það ár greiddi sveitarfélagið u.þ.b. 55 milljónir króna inn skólaskrifstofuna. Það er því ljóst að kostnaðurinn er mun meiri en gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum." Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarfulltrúi S-lista
Erindi til kynningar
5. 1603022 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Fundargerð frá 23. febrúar 2016 til kynningar. Þar var skóladagatal 2016-2017 m.a. lagt fram til umsagnar og það samþykkt.
6. 1603021 - Skólaráð Sunnulækjarskóla
Til kynningar. - Fundargerð frá 24. febrúar 2016. Þar var m.a. fjallað um skóladagatal 2016-2017 og það samþykkt. - Starfsreglur skólaráðs sem voru samþykktar á sama fundi. Fræðslunefnd gerir engar athugsemdir við starfsreglurnar og staðfestir þær.
7. 1603054 - Skólaráð Vallaskóla
Fundargerð frá 2. mars 2016 til kynningar. Þar var m.a. fjallað um skóladagatal 2016-2017 og það samþykkt.
8.   1601168 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra 2016
Fundargerð frá 1. mars 2016 til kynningar.
9. 1602046 - Samstarfsfundir skólastjóra leik- og grunnskóla í Árborg
Fundargerð frá 1. mars 2016 til kynningar.
10. 1601209 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra 2016
Fundargerð frá 16. febrúar 2016 til kynningar.
11. 1601161 - Fréttabréf Brimvers/Æskukots 2016
Til kynningar. - Fréttabréf í febrúar 2016. - Fréttabréf í mars 2016. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 2. mars 2016. Þar samþykkir ráðið leikskóladagatal 2016-2017 sem er m.a. samræmt við skóladagatal BES.
12.   1602071 - Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum
Til kynningar. - Bréf Menntamálstofnunar frá 11. febrúar 2016. - Bréf Menntamálastofnunar til fræðslustjóra, dags. 18. febrúar 2016, um innleiðingu rafrænna prófa og forprófanir sem fara fram vorið 2016.
13. 1603027 - Stóra upplestrarkeppnin 2016
Auglýsing til kynningar. Keppnin fór fram fyrr í dag í Grunnskólanum í Hveragerði og var árangur skólanna í Árborg eftirtektarverður. Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.
14. 1602157 - Ályktun - niðurskurður í skólum
Til kynningar. Ályktun Heimilis og skóla, dags. 11. febrúar 2016, um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins.
15. 1603125 - Foreldraráð Hulduheima
Fundargerð frá 7. mars 2016 til kynningar þar sem leikskóladagatal næsta skólaárs var m.a. lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Sandra Dís Hafþórsdóttir   Brynhildur Jónsdóttir
Jóna S. Sigurbjartsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Guðbjartur Ólason
Ingibjörg Stefánsdóttir   Sigríður Pálsdóttir
Aðalbjörg Skúladóttir   Brynja Hjörleifsdóttir
Þorsteinn Hjartarson    
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica