19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15
Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður,
Óðinn Kalevi Andersen, varamaður V-lista.
Dagskrá:
1. 1105097 - Ársreikningur Selfossveitna 2010
Ólafur Gestsson frá PWC kynnti ársreikning Selfossveitna. Ársreikningur yfirfarinn og undirritaður.
2. 0806063 - Málefni Björgunarmiðstöðvar
Rætt um lóðarfrágang við Björgunarmiðstöð og framkvæmdastjóra falið að ganga frá verkinu.
3. 0810020 - Hundasleppisvæði
Framkvæmdastjóri lagði fram kostnaðaráætlun fyrir bráðabirgða- sleppisvæði í Björkustykki sem hljóðar upp á 2.534.509 kr. Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2012.
4. 1104240 - Grasagarður Árborgar og útivistarsvæðið við Engjaveg
Farið yfir fyrirliggjandi verkefni við tjaldsvæðið og útivistarsvæðið. Framkvæmdastjóra falið að koma þeim verkefnum í framkvæmd sem unnt er að vinna skv. fjárhagsáætlun. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum vegna hugmynda um gerð grasagarðs, s.s. umsjón og kostnað.
5. 1104175 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2011
Eftirfarandi atriði komu fram í fundargerð hverfisráðsins. Þeim er vísað til framkvæmdastjóra til úrlausnar.
•Fjaran: Við höfnina er mikið af þara sem þarf að losna við áður en það fer að hlýna með tilheyrandi ólykt
•Tiltektardagur á Stokkseyri:Það væri gott að fá gáma í þorpið á meðan á tiltektardögum stendur sem virkar þá meira hvetjandi á íbúa og fyrirtæki að losa sig við drasl.
•Töfragarður og útihús hjá Birkihlíð: Ganga þarf frá byggingum þannig að þær valdi ekki öðrum eignum eða fólki tjóni og séu hverfinu til sóma.
•Skemmdir eftir snjómokstur eru miklar.
•Eignir sveitarfélagsins: Hús eins og íþróttahúsið og áhaldahús þurfa nauðsynlega á viðhaldi að halda.
•Tjaldsvæðið: Frágangur á rotþró, fjölga rafmagnstenglum, búa þarf til skjól t.d. með því að gróðursetja tré og útbúa þarf leiksvæði fyrir börnin.
6. 1105098 - Viðhald gatna 2011
Farið var yfir ástand gatna og vegmerkingar í sveitarfélaginu. Fjárframlög til málaflokksins duga ekki til að sinna nauðsynlegu viðhaldi. Tilteknar götur uppfylla að mati nefndarinnar ekki lágmarks öryggiskröfur vegfarenda. Því fer nefndin fram á aukafjárveitingu vegna ársins 2011 til nauðsynlegra viðhaldsframkvæmda að upphæð 28.750.000,-kr.
7. 1105099 - Endurbygging á grjóthleðslum á Eyrarbakka 2011
Nefndin samþykkir að setja af stað verkefni um endurbyggingu á grjóthleðslum á Eyrarbakka. Ákveðið að senda 2-3 sumarstarfsmenn og verkstjóra á námskeið í grjóthleðslu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Jón Tryggvi Guðmundsson
Óðinn Kalevi Andersen