Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.2.2019

19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

19. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 30. janúar 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt:                       Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista Þórdís Kristinsdóttir, varamaður, D-lista Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1901155 - Yfirdráttarheimild fyrir Selfossveitur 2019
  Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á reikning Selfossveitna 0586 - 26 - 700 allt að 150.000.000 kr. Fulltrúar D-lista sitja hjá.
     
2. 1901078 - Lántökur 2019 - Selfossveitur
  Meirihluti stjórnar Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 600.000.000 kr., til 16 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði, stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setur það til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Fulltrúar D-lista sitja hjá.
     
3. 1804176 - Nýtt viðhaldskerfi fyrir hitaveitu og vatnsveitu
  Fyrirhugaðri kynningu á nýju viðhaldskerfi frá DMM- Lausnum er frestað vegna forfalla.
     
4. 1808015 - Larsenstræti gatnagerð
  Kynnt var niðurstaða útboðs í verkið "Larsenstræti 2019". Eftirfarandi tilboð bárust:Gleipnir 93.679.300.- Ausa ehf. 115.525.125.- Smávélar ehf. 85.120.013.- Aðalleið ehf. 88.223.003.- Fögrusteinar ehf. 82.223.272.- Gröfutækni ehf. 69.997.300.- E.Gíslason ehf. 96.067.900.- Borgarverk ehf. 83.076.000.- Ólafsvellir ehf.99.058.840.- Kostnaðaráætlun: 91.856.574.- Framkvæmdastjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur til útboðsgagna.
     
5. 1801063 - Borun á ÓS-4
  Borun á ÓS-4 er lokið. Unnið er að frágangi á vinnusvæðinu. Lokadýpi holunnar er 2.429 m. Framkvæmda- og veitustjóra falið að hefja undirbúning að virkjun holunnar.
     
6. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
  Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi íþróttavallasvæðisins við Engjaveg lögð fram til kynningar.
     
7. 1901283 - Erindi til framkvæmda- og veitustjórnar varðandi lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla
  Erindi frá Vallaskóla um lýsingu á og við skólalóð Vallaskóla lagt fram. Fyrir liggja mælingar og úttekt á útilýsingu á lóðinni. Umsjónarmanni eignadeildar er falið að vinna kostnaðaráætlun vegna málsins ásamt tillögu að forgangsröðun. Byrjað verði á því að laga brýnustu atriði úttektar miðað við svigrúm í fjárhagsáætlun ársins. Við LED-væðingu samþykkir framkvæmda- og veitustjórn að setja í forgang endurnýjun götulýsingar við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10  
Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Þórdís Kristinsdóttir   Jón Tryggvi Guðmundsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica