Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.5.2015

19. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

Nítjándi fundur Hverfisráðs Eyrarbakka Haldinn á Stað 19. maí 2015 kl 19:30. Mætt eru: Siggeir Ingólfsson formaður, Guðbjört Einarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Guðlaug Einarsdóttir ritari.
  1. Siggeir segir frá lautarferð í Hallskot þann 15. maí sl. sem þótti takst vel. Bæjarstjórnin mætti vel. Mikill áhugi fyrir stofnun skógræktarfélags Eyrarbakka og ætlar áhugafólk um skógrækt að auglýsa stofnfund félagsins þann 26. maí. Guðlaug gerir uppkast að dreifibréfi sem verður svo borið í öll hús á Eyrarbakka.
  2. Hreinsunarátak 30. maí kl 13 – 16 á Eyrarbakka í nafni Hverfisráðs og Kvenfélags Eyrarbakka. Kristín Eiríksdóttir formaður Kvenfélagsins mætt á fundinn. Dreifibréf borið í hús.
  3. Þörf er á að bæta við 2 ruslakössum á ljósastaura á Eyrarbakka. Mikil umferð er með hunda á þörf á að auka möguleika fólks að losa sig við rusl því tengt.
  4. Umræða um mikilvægi göngu- og hjólreiðastigs milli Eyrarbakka og Selfoss til að auka öryggi hjólandi, hlaupandi og gangandi vegfarenda.
  5. Stigi var settur á bryggjuna nú í vikunni og er það mikið öryggisatriði.
Fundi slitið kl. 20:30. Næsti fundur boðaður á haustdögum

Þetta vefsvæði byggir á Eplica