Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.5.2016

19. fundur íþrótta- og menningarnefndar

19. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.   Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1603078 - Menningarviðurkenning Árborgar 2016
Farið yfir umræðu síðasta fundar og staðfest val á menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2016. Valið verður kynnt á opnunarhátíð Vors í Árborg fim. 21. apríl kl. 16:00 á Hótel Selfoss. Samþykkt samhljóða.
2. 1601074 - Vor í Árborg 2016
Farið yfir lokadrög að dagskrá hátíðarinnar sem verður haldin 21. - 24.apríl nk. Dagskráin er fjölbreytt og ætti að höfða til allra aldurshópa. Rætt um hvort það þyrfti að fjölga strætóferðum innan byggðarkjarnanna í tengslum við hátíðina og er starfsmanni nefndarinanr falið að kanna það. Fjölskylduleikurinn Gaman saman verður á sínum stað og eru allar fjölskyldur hvattar til að taka þátt í vegabréfaleiknum. Dagskránni verður dreift í hús í sveitarfélaginu og mun liggja frammi á helstu stöðum. Nefndin vill þakka Braga Bjarnasyni og Finni Hafliðasyni fyrir þeirra framlag við skipulagningu hátíðarinnar. Samþykkt samhljóða.
3. 1604036 - Æfingar handboltaakademíunnar í IÐU
Lögð fram ályktun aðalfundar handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Rætt um stöðu mála og hvetur nefndin málsaðila til að ná viðeigandi lausn í málinu. Er starfsmanni nefndarinnar falið að fylgja því eftir f.h. sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
4. 1603286 - Umsóknir og úthlutun - Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur áherslu á að sem flestir í sveitarfélaginu sem eru með áhugaverð verkefni í gangi nýti sér þennan möguleika til styrkumsóknar.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:00
Kjartan Björnsson   Axel Ingi Viðarsson
Helga Þórey Rúnarsdóttir   Eggert Valur Guðmundsson
Estelle Burgel   Bragi Bjarnason
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica