19. fundur skipulags- og byggingarnefndar
19. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 29. desember 2011 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:15.
Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Grétar Zóphóníasson, nefndarmaður S-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Hjalti Jón Kjartansson, nefndarmaður D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista,
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingaRfulltrúi,
Gísli Davíð Sævarsson, aðstoðarbyggingaRfulltrúi,
Birkir Pétursson, starfsmaður.
Dagskrá:
1. 1112122 - Umsókn um leyfi fyrir breyttri notkun á bílageymslu í snyrtistofu að Hrísholti 4, Selfossi.
Umsækjandi: Þórdís Erla Þórðardóttir, kt:151070-5699, Hrísholt 4, 800 Selfoss
Samþykkt.
2. 1112121 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir ruslagám við Árveg 1 Selfossi
Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar, kt:470483-0839, Árvegi 1, 800 Selfoss
Samþykkt.
3. 1112120 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir flugeldagám við Árveg 1, Selfossi
Umsækjandi: Björgunarfélag Árborgar, kt:470483-0839, Árvegi 1, 800 Selfoss
Samþykkt.
4. 1110130 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð.
Umsækjandi: Gatnamót ehf
Með vísan til 8. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg , leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að Gatnamótum ehf, kt. 591009-0870, verði gefið vilyrði fyrir lóð á landsvæði sem afmarkast af núverandi legu Suðurlandsvegar í suður, núverandi legu Biskupstungnabrautar í vestur, fyrirhugaðri legu Suðurlandsvegar í norður og aðkomu að lóð Íslenska gámafélagsins og vatnsverndarsvæðum sveitarfélagsins í austur. Við framangreinda afmörkun skal einnig tekið mið af veghelgunarsvæðum þeirra vega sem um ræðir. Sveitarfélagið Árborg mun ákveða og skilgreina endanlega legu og stærð umræddrar lóðar áður en til úthlutunar hennar kemur.
Forsvarsmenn Gatnamóta ehf. hafa upplýst að þeir hyggist skipuleggja allt svæðið í heild á sinn kostnað.
Komi til þess að Gatnamótum ehf verði formlega úthlutað nefndu svæði þá verður það m.a. gert með neðangreindum skilyrðum:
Komi til þess að færa þurfi núverandi vatnsmiðlunartank sem staðsettur er á umræddu landsvæði þá skulu Gatnamót ehf greiða allan kostnað við hugsanlega tilfærslu tanksins ásamt öllum afleiddum kostnaði sem tilfærslan kann að hafa í för með sér, þ.m.t. vegna breytinga á lögnum, vegum o.s.frv.
Gatnamót ehf skuldbindur sig til þess að sjá um og kosta gerð deiliskipulags fyrir svæðið í heild sinni og leggja fyrir sveitarfélagið til umfjöllunar og afgreiðslu.
Gatnamótum ehf er óheimilt að framselja og/eða veðsetja réttindi og skyldur sem fylgja nefndu svæði, hverju nafni sem nefnast, nema með samþykki sveitarfélagsins.
Gatnamót ehf skuldbindur sig til þess að sjá um og annast á sinn kostnað allar framkvæmdir á svæðinu sem nauðsynlegar eru til uppbyggingar á svæðinu.
Komi til úthlutunar á framangreindri lóð/svæði til Gatnamóta ehf þá verður gerður lóðarleigusamningur fyrir hverja lóð/lóðir á svæðinu sem skulu m.a. innihalda framangreind efnisatriði.
Gatnamót ehf skuldbindur sig til þess að greiða gatnagerðargjöld og öll önnur byggingargjöld, þ.m.t. tengigjöld, sem lögð verða á húsbyggingar á viðkomandi lóðum, til sveitarfélagsins, í samræmi við gildandi gjaldskrár á hverjum tíma. Sveitarfélagið Árborg mun annast gatnagerð á svæðinu.
Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg skulu hafðar til viðmiðunar og leiðbeiningar varðandi framkvæmdir á svæði því er samkomulag þetta tekur til.
Komi til formlegrar lóðaúthlutunar skal frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á svæðinu vera 8 mánuðir frá því að lóð telst vera tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir. Lóð telst tilbúin fyrir byggingarframkvæmdir þegar gatnagerð er lokið og stofnkerfi lagna við viðkomandi lóð er tilbúið. Framkvæmdir teljast hafnar þegar sökklar undir byggingu hafa verið steyptir. Framlenging á frestinum kemur því aðeins til greina að Gatnamót ehf sæki um slíkt skriflega áður en fresturinn rennur út og geti fært fram rök fyrir slíkri beiðni. Óheimilt er að veita lengri frest en sem nemur 4 mánuðum.
Úthlutun mun falla úr gildi ef frestur rennur út án þess að Gatnamót ehf hefji byggingarframkvæmdir eða setji fram rökstudda beiðni um lengri frest.
Komi til formlegrar úthlutunar og framkvæmdir hafa ekki hafist innan framangreinds frests þá telst úthlutun lóða á svæði því, er samkomulag þetta tekur til, niður fallin. Lóðin/lóðirnar munu þá falla aftur til Sveitarfélagsins Árborgar án nokkurrar endurgreiðslu til lóðarhafa á gjöldum eða kostnaði sem hann kann að hafa innt af hendi. Framkvæmdir sem kunna að hafa átt sér stað á svæðinu falla þá án endurgjalds til sveitarfélagsins.
Lóðarleigusamningur fyrir lóðir á svæðinu verða ekki gerðir fyrr en eftirfarandi skilyrðum hefur verið fullnægt:
a) Að öll gjöld hafi verið greidd til sveitarfélagsins.
b) Lokið skal við að steypa sökkla og plötu fyrir allar byggingar á svæðinu.
c) Eignaskiptayfirlýsing skal liggja fyrir, sbr. 16.gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 með síðari breytingum.
Lóðarhafa er óheimilt að framselja leigurétt sinn fyrr en lóðarleigusamningur hefur verið gerður og honum þinglýst. Lóðarhafi ber kostnað af þinglýsingu lóðarleigusamningsins. Framsal lóðarleiguréttarins er háð samþykki sveitarfélagsins.
Gatnamót ehf skuldbinda sig til þess að ljúka öllum framkvæmdum á svæði því er um ræðir innan fjögurra ára frá því að formleg úthlutun svæðisins á sér stað, með tilkynningu til Gatnamóta ehf. þar um.
Vilyrði þetta er veitt til 6 mánaða frá deginum í dag að telja. Gatnamót ehf geta sótt um framlengingu á gildistíma vilyrðis þessa ef lóð er ekki byggingarhæf, af ástæðum sem varða sveitarfélagið, innan þess tíma sem vilyrðið gildir. Endanleg úthlutun getur aldrei farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf, og að fengnu endanlegu samþykki bæjarstjórnar.
5. 0909042 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skipa, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: Pro-Ark ehf Eyravegi 32, 800 Selfoss
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
6. 1111074 - Umsókn um breytta notkun á hlöðu að Holti, áður á fundi 8.desember sl. Umsækjandi: Björn Harðarson, kt:011059-3769, Holti, 801 Selfoss
Fyrir liggur samþykki nágranna að Holti 2 og Holti 3. Umsókn samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30
Gunnar Egilsson
Grétar Zóphóníasson
Tómas Ellert Tómasson
Hjalti Jón Kjartansson
Íris Böðvarsdóttir
Bárður Guðmundsson
Gísli Davíð Sævarsson
Birkir Pétursson