Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.2.2016

19. fundur skipulags- og byggingarnefndar

19. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 3. febrúar 2016 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Ásta Stefánsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Gísli Á. Jónsson, nefndarmaður, D-lista, Guðlaug Einarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingarfulltrúi, Karen Karlsdóttir Svendsen, varamaður, B-lista. Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð. Formaður skipulags- og byggingarnefndar leitaði afbrigða til að taka fjögur mál á dagskrá, umsögn um breytingu á byggingarreglugerð, aðalskipulagsbreytingu Ölfusi, deiliskipulagsbreytingu á Gráhellu og framkvæmdarleyfisumsókn fyrir reiðstíg. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Samþykktir byggingarfulltrúa
1. 1511190 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ljónsstöðum 801 Selfossi. Umsækjendur: Ólafur G. Leósson og Unnur Skúladóttir.
Afgreiðslu frestað þar til deiliskipulagsuppdráttur liggur fyrir og hefur verið grenndarkynntur.
2. 1504323 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. og 4. hæð turnsins að Eyravegi 2, Selfossi. Umsækjandi: Turninn 800 ehf.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir samþykki meðeigenda að fasteigninni fyrir breytingunum.
Erindi til kynningar
3. 1602006 - Kynning á breyttu innra skipulagi að Austurvegi 1-5, 800 Selfoss
Teikningar lagðar fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
4. 1601333 - Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I að Búðarstíg 8, Eyrarbakka. Leyfisveitandi: Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
5. 1601495 - Óskað er umsagnar vegna starfsleyfis að Eyrarbraut 8, Stokkseyri. Leyfisveitandi: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Samþykkt að veita neikvæða umsögn. Starfsemin samræmist ekki skipulagi á svæðinu.
6. 1511191 - Óskað er eftir nánari skýringu á höfnun á stöðuleyfi að Nesbrú 8, Eyrarbakka. Umsækjandi: Margrét Guðjónsdóttir
Aðal ástæða höfnunar eru þær að húsið er yfir stærðarmörkum húsa sem eru undanþegin byggingarleyfi einnig er staðsetning hússins ekki í samræmi við reglur um fjarlægð húsa í lóðarmörk.
7. 1512182 - Vegrið og steinkantur að Gagnheiði 19, Selfossi. Erindi frá Þórði G. Árnasyni
Skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni falið að svara erindinu.
8. 1511202 - Fyrirspurn um byggingarleyfi að Austurvegi 44, Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi:V.G.S. Verkfræðistofa
Óskað er eftir fullgerðum aðaluppdráttum.
9. 1511192 - Fyrirspurn um byggingaráform að Heiðmörk 2 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist. Umsækjandi: Jón G Jóhannsson
Óskað er eftir fullgerðum aðaluppdráttum.
10. 1510194 - Óskað er eftir breytingum á lóðum í Hagalandi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.Umsækjandi: Jarlhettur ehf
Erindinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni falið að gera tillögu að svari.
11. 1601304 - Fyrirspurn um aukið byggingarmagn að Byggðarhorni, land 9. Umsækjandi: Fh lóðarhafa Effort Teiknistofa
Aukið byggingarmagn á þessari lóð er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og getur skipulags- og byggingarnefnd þar af leiðandi ekki fallist á erindi fyrirspurnarinnar.
12. 1302259 - Tillaga að breyttu skipulagi í Dísastaðalandi, tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir borist.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Dísastaðarlandi (Austurbyggð) var auglýst 5.nóvember 2015. Vegna deiliskipulagsbreytinganna bárust athugasemdir og ábendingar frá framkvæmda- og veitusviði, sem lúta að breidd gatna, breidd göngustíga, lagnabelti fyrir fráveitu og ábendingar varðandi snjómokstur og stærð leiksvæða. Tillaga að breyttu skipulagi ásamt athugasemdum voru lagðar fram til afgreiðslu og umræðu á fundi skipulags- og byggingarnefndar 6.janúar sl. á fundinum var samþykkt að fela formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við framkvæmda- og veitusvið og landeigendur. Nú hafa formaður og skipulags- og byggingarfulltrúi fundað með fulltrúum framkvæmda- og veitusviðs og landeigenda. Á þeim fundum hafa athugasemdir og ábendingar framkvæmda- og veitusviðs verið ræddar. Niðurstöður þeirra umræðna voru þær, að kvöð verður sett á lóðarblöð um lagnarbelti fráveitu á þeim lóðum sem um ræðir, einnig verði hlykkir á botnlangagötum breikkaðir til samræmis við breidd gatnanna. Við hönnun gatna verði gert ráð fyrir 2m gangstétt og 2m grasræmum meðfram götum eins og sýnt er í deiliskipulagstillögunni. Að teknu tilliti til þess sem að framan greinir leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingartillagan verði samþykkt.
13. 1601445 - Beiðni um umsögn vegna breytinga á byggingarreglugerð nr. 112/2012
Byggingarfulltrúa falið að vinna umsögn um reglugerðardrögin.
14. 1602016 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ölfus 2010-2022
Tillagan lögð fram til kynningar.
15. 1503075 - Athugasemdir Skipulagsstofnunar við tillögu að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu
Lagt er til að skipulagsuppdráttur verði yfirfarinn og uppfærður út frá athugasemdum Skipulagsstofnunar.
16. 1602018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg milli Gaulverjabæjarvegar og Selsvegar.
Lagt er til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:20 Ásta Stefánsdóttir Magnús Gíslason Gísli Á. Jónsson Guðlaug Einarsdóttir Bárður Guðmundsson Ástgeir Rúnar Sigmarsson Karen Karlsdóttir Svendsen  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica