1. fundur fræðslunefndar
1. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2009 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála
Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra
Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Guðrún Thorsteinsson, fulltrúi kennara
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra
Sigurborg Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna
Kristín Eiríksdóttir, leikskólafulltrúi
Sigrún Þorsteinsdóttir, varamaður V-lista
Dagskrá:
1. 0901053 - Kosning varaformanns fræðslunefndar
Sædís Ósk Harðardóttir var kosin varaformaður fræðslunefndar með öllum greiddum atkvæðum.
2. 0901049 - Erindisbréf fræðslunefndar
Lagt var fram og yfirfarið erindisbréf fræðslunefndar Árborgar sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar 14. janúar 2009.
Fundir fræðslunefndar verða á fimmtudögum kl. 17:15, á öðrum fimmtudegi í fundarmánuði. Málefni grunnskóla verða tekin fyrir í upphafi fundar og málefni leikskóla verða tekin fyrir kl: 18:15
Fundargögn verða send með rafrænu formi.
Einnig var rætt fyrirkomulag og fjöldi funda fræðslunefndar á árinu 2009. Áætlanir gera ráð fyrir að fræðslunefnd hafi 6 fundi á ári.
3. 0901139 - Trúnaðarmál
Trúnaðarmál var tekið fyrir og bókað um það í trúnaðarmálabók.
4. 0812051 - Skólanámsskrár grunnskóla Árborgar skólaárið 2008-2009
Fræðslunefnd staðfestir framlagðar skólanámskrár Sunnulækjarskóla, Vallaskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir skólaárið 2008-2009 með þeim skýringum sem fram hafa komið.
5. 0808021 - Húsnæðismál Sunnulækjarskóla
Lagðar voru fram umsagir um tillögu starfshóps vegna stefnumótunar um fratíðaruppbyggingu skólamannvirkja sem óskað var eftir samkvæmt bókun skólanefndar grunnskóla Árborgar þann 8. janúar 2009. Jafnframt var lögð fram ný tillaga frá starfshópi vegna stefnumótunar um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja.
Fræðslunefnd þakkar skólaráðum, foreldrafélögum og starfsmönnum Sunnulækjarskóla og Vallaskóla fyrir innsendar umsagnir.
Fræðslunefnd tók tillögu starfshópsins til umræðu og er hún svo hljóðandi:
Í ljósi þessara umræðna og viljayfirlýsinga, jafnt á opnum foreldrafundum sem starfsmannafundum, og umsagna sem borist hafa skólanefnd dregur starfshópur um stefnumótun um framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja til baka tillögu um að nemendur úr skólahverfi Sunnulækjarskóla ljúki tveimur síðustu bekkjum grunnskólans í Vallaskóla.
Þess í stað gerir stefnumótunarhópurinn það að tillögu sinni að skólaráð og foreldrafélag Sunnulækjarskóla, fræðslunefnd Árborgar og bæjarstjórn Árborgar sammælist um að skólahald í Sunnulækjarskóla miði að því að taka á móti nemendum í 1. - 10. bekk eins og áformað var í því húsnæði sem skólinn býr við í dag.
Samkomulagið taki til eftirfarandi þátta:
- Á skólaárunum 2009-2010 og 2010- 2011 verði skólahald með óbreyttu sniði og teknir inn í núverandi húsnæði Sunnulækjarskóla nemendur úr árgangi 2003 og 2004
- Ekki verði gert ráð fyrir sérstökum fjárveitingum til skólans vegna viðbygginga/uppsetningar lausra kennslustofa og/eða breytinga á húsnæði skólans næstu tvö árin
- Nýttur verði búnaður sem er ekki notaður hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins til skólastarfs í Sunnulækjarskóla
- Bæði skólaárin, þ.e. 2009-2010 og 2010-2011, verði öllum foreldrum/forráðamönnum barna í skólahverfi Sunnulækjarskóla skrifað bréf og boðið að flytja börn sín yfir í Vallaskóla með það að markmiði að létta á þeim fjölda sem þarf að koma fyrir í húsnæði Sunnulækjarskóla
- Settar verði reglur um innritun í grunnskóla Árborgar, sbr. 18. gr. grunnskólalaga
Fræðslunefnd er sammála tillögu starfshópsins og beinir því til við bæjarráðs Árborgar að farnar verði þær leiðir sem þar eru tíundaðar varðandi fyrirkomulag skólahalds Sunnulækjarskóla skólaárin 2009-2010 og 2010-2011.
Framangreind tillaga samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar:
6. 0902081 - Yfirlit frá verkefnistjóra fræðslumála
Sigurður Bjarnason verkefnisstjóri fræðslumála fór yfir vinnu sem farið hefur fram við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2009.
7. 0902082 - Yfirlit frá leikskólafulltrúa
Kristín Eiríksdóttir fór yfir innritanir í leikskóla Árborgar. Öll börn sem eiga rétt á leikskóladvöl samkvæmt innritunarreglum sveitarfélagsins eru með leikskólapláss. 542 börn eru í leikskólum Árborgar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
Þórir Haraldsson
Sandra D. Gunnarsdóttir
Grímur Arnarson
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason
Guðbjartur Ólason
Sigríður Pálsdóttir
Guðrún Thorsteinsson
Málfríður Garðarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Elín Höskuldsdóttir
Anna Gína Aagestad
Kristín Eiríksdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir