Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.9.2006

2. fundur skólanefndar

 

2. fundur  Skólanefndar grunnskóla Árborgar haldinn mánudaginn 4. september kl. 17:10 í Ráðhúsi Árborgar 3. hæð.

Mættir kjörnir fulltrúar: Margrét K. Erlingsdóttir, formaður, Ari Thorarensen, varaformaður, Ásdís Sigurðardóttir, ritari Sandra D. Gunnarsdóttir og Hilmar Björgvinsson.   

 

Aðrir fulltrúar: Sædís Ósk Harðardóttir ( fulltr. kennara ), Birgir Edwald (skólastjóri Sunnulækjarskóla), Kristinn M. Bárðarson, (fltr.kennara), Daði Ingimundarson (skólastjóri B.E.S.) Eyjólfur Sturlaugsson (skólastjóri Vallaskóla) ,Elín Höskuldsdóttir, (fltr.Flóahr.) Sigurður Bjarnason verkefnisstjóri fræðslumála, Rannveig Anna Jónsdóttir (fulltrúi foreldra).

 

Margrét  setti fund og eftirfarandi var tekið fyrir: Byrjað var á að leita afbrigða með að bæta inn máli frá Hilmari Björgvinssyni. Var það samþykkt.

 

1.  Erindisbréf skólanefndar
Fyrst var tekið fyrir erindisbréf skólanefndar. Bréfið lagt fram fyrir fundarmenn. Margrét fór lauslega yfir erindisbréfið og allir eru sáttir.  Skólanefnd mælist til að erindisbréf verði endurskoðað. Allir sammála því.

 

2. Yfirlit frá skólastjórum.
Skólastjórar eru allir mættir til að segja okkur frá upphafi skólaárs og hvernig gangi. Eyjólfur reið á vaðið og lagði fram eftirfarandi samantekt:

 

Fjöldi nemenda:
Fyrsti bekkur   43       
Annar bekkur   52       
Þriðji bekkur     56       
Fjórði bekkur   59       
Fimmti bekkur  49       
Sjötti bekkur    61
Sjöundi bekkur 94       
Áttundi bekkur 117     
Níundi bekkur  104     
Tíundi bekkur   102                 
Nemendur samtals:  737

 

Nýir starfsmenn í Vallaskóla
Fjöldi nýrra starfsmann í stöðum kennara, þroskaþjálfa og stjórnenda er 14 í upphafi skólaársins.

 

Sjálfsmat Vallaskóla
Sjálfsmat Vallaskóla hófst í apríl 2005 og fyrsta áfangaskýrslan kom út síðastliðið vor.  Sjálfsmatsáætlun skólans er til 4 ára og verður unnið, skólaárið 2006 – 2007,  á 2. ári samkvæmt áætlun.  Umbótaáætlun vegna niðurstaðna síðasta vors eru að líta dagsins ljós.

 

Þróunarstarf Vallaskóla
Í Vallaskóla hefur verið gróskusamt þróunarstarf undanfarið ár og verður áframhald á því þetta skólaár.  Verkefnastjórar stýra vinnu við hvert verkefni og skila áætlunum og skýrslum til þróunarstjórnar. Viðurkennd þróunarverkefni undir stjórn þróunarstjórnar eru:

 

Olweus:  Eineltisverkefni, sem allur skólinn tekur þátt í, 5. árs skólans í verkefninu. 
               Almenn ósk starfsmanna í sjálfsmati skólans að styrkja verkefnið þetta skólaár.

 

Litlir hópar fyrir litlar manneskjur:  Annað starfsár. Einstaklingsmiðun í 1. og 2. bekk.

 

Einstaklingsmiðun í 6. og 7. bekk.: Annað ár verkefnisins. Hópaskiptingar í stæ. og ísl.

 

Vallaskólaleiðin:  Er í íslensku (stæ) á unglingastigi.  Fleiri nemendur hefja nú nám.

 

Átaksverkefni í stærðfræði:  Annað starfsár. Unnið að auknum gæðum stærðfræðikennslu.

 

Mál & hreyfiþjálfun:  Yfir þrjátíu ára gamalt verkefni. Fastur liður í skólastarfi Vallaskóla.

 

Námsmat í Vallaskóla: Áfram unnið að breytingum eftir stefnumótunarvinnu síðasta árs.
Lestrastefna Vallaskóla varð til síðastliðið vor ásamt skýrslu um hana.

 

Rekstur Vallaskóla
Rekstur skólans hefur gengið vel og samkvæmt áætlunum undanfarin ár.

 

Húsnæði Vallaskóla
Síðast liðið skólaár fóru fjórar útikennslustofur af Bankatúninu.  Nú í vetur er gert ráð fyrir að í síðasta skipti sé kennt í gömlum útistofum á skólalóðinni í Sandvík.  Skólavistun Vallaskóla fylltist í haust og eru nú tvö börn á biðlista.

 

Frá sameiningu skólanna hefur skort á þarfagreiningu og endurskipulagningu á húsnæði Vallaskóla.

 

ART… þjálfun í félagsfærni
Vallaskóli fékk úthlutað fé til að við skólann geti starfað ART meistari og aðstoðamaður hans við þjálfun barna í félagsfærni.  ART meistari skólans er nú að ljúka þjálfun og vinnu með hópum nemenda.  Seinna í haust hefst sjálfstæð þjálfun nemenda undir hans stjórn.

 

Aukin námsráðgjöf
Vallaskóli fékk aukið stöðuhlutfall í námsráðgjöf (70%).   Verkefni námsráðgjafa og hlutverk þeirra mun því aukast þetta skólaárið.

 

Á döfinni
- Ný heimasíða í haust
- Útskrift nemenda í 10. bekk um jól
- Náms- og kynnisferð starfsfólks vorið 2007.  Áfangastaður að skýrast
- Nýtt skólasóknarkerfi
- Nýtt agakerfi
- Þrír kórar verða starfandi í Vallaskóla í  vetur.

 

Hilmar lýsti yfir ánægju sinni með að útistofur eigi að hverfa næsta vor. Skólabyrjun gekk vel að sögn Eyjólfs og björguðust allar ráðningar á síðustu stundu.

 

Næst tók Birgir til máls. Hann byrjaði á að segja okkur frá málþingi sem haldið var í byrjun skólaárs. Kennarar komu víða að þó flestir af Suðurlandi. Nemendafjöldi er 253, 52 fleira en síðastliðið vor. 44 nýnemar 6 ára og 8 nýir í öðrum bekkjum kennt er í 1-6 bekk. Í vetur er unnið útfrá teymiskerfinu, 3-4 kennarar saman en einn teymisstjóri, hefur þetta farið vel af stað. Birgir sagði okkur að nú væri verið að leita eftir eldri borgurum til að koma inn í námið.  Hjá þeim er einnig verið að þjálfa ART meistara sem mun geta þjálfað aðra ART leiðbeinendur.  Fjöldi kennara og annarra starfsmanna er 39 þar af 11 nýir.  Kennarar 6 ára nemenda heimsótti heimili hvers barns og gekk það mjög vel. Einnig verða kynningarfundir á næstunni. Skólanámsskráin er í sífelldri endurhönnun og verður ný lögð fram á næsta fundi Skólanefndar.  Birgir sagði okkur frá hávaðamælingum sem framkvæmdar eru reglulega innan skólans og gengur þokkalega vel að halda þeim innan marka.  Skólabygging gengur vel og á að verða tilbúin næsta haust en íþróttahús seinna. Ekki hefur verið ákveðið um byggingu sundlaugar. Ýmsir kennarar bæði erlendir og innlendir og einnig arkitektar líka, hafa komið í heimsókn og skoðað skólastarfið og leist fólki vel á.

 

Síðastur tók til máls nýráðinn skólastjóri,  Daði Ingimundarson (skólastjóri BES) og bauð Margrét hann velkominn til starfa. Í sumar voru ráðnir 6 nýir kennarar , að skólunum á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar af 2 leiðbeinendur fjöldi kennara eru því 18. Nemendafjöldi er 156 börn. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar er annars óbreytt frá í fyrra. Daði hafði orð á því hvað fólk inni vel saman og væri jákvætt. Daði fór síðan lauslega yfir kennsluaðstöðu á Stokkseyri. Hann sagði okkur frá nýjum tónlistarkennara sem miklar vonir væru bundnar við. Yngri börnin munu sækja íþróttakennslu í gamla íþróttahúsið. Tölvuvagn var fengin í skólann og verður notkun hans deilt á milli nemenda. Búið er að tölvutengja skólann í gegnum ljósleiðara og verða símamál nú bætt. Á Eyrarbakka var tekið til á skólalóð, manir fjarlægðar og eru tvær nýjar útistofur væntanlegar. Verið er að klára frágang við sparkvöll og mun hann verða afhentur fljótlega og verður hann upplýstur. Elstu bekkir skólans munu nýta útistofurnar og mun þá skapast rými inni fyrir matstofu ofl.og vonast Daði einnig til að geta bætt aðstöðu kennara. Námsver verður tekið í gagnið í haust. Daði telur að vinna þurfi vel að félagslegri aðstöðu barnanna á báðum stöðunum og vonar að tónlistarstarfið muni kannski hjálpa, en telur að það þurfi að huga vel að þessum málum.

 

Fyrirspurnir komu um aðkomu að skólanum á Stokkseyri, en þau er í miklum ólestri, vonast Daði til að þetta komist í lag sem fyrst.

 

Ari spurði hvort ekki hefði verið búið að samþykkja að reisa biðskýli, niðurstaðan er sú að sögn Sigurðar að reist verður eitt skýli.

 

Kristinn fulltrúi kennara tók undir orð Daða og vonaði að þessum málum yrði flýtt áður en til alvarlegra slysa kæmi, nú þegar hefur orðið eitt slys.Kristinn ræddu um námsverið, hversu margir nemendur kæmust að og hve margar stundir væru áætlaðar á viku. Daði sagði að í lok þessarar viku yrði þetta ljóst, stundir væru nú 11 en færu í 15.

 

Hilmar lýsti yfir ánægju sinni að draga ætti úr akstri milli skólanna, taldi þó ljóst að skólarnir í Árborg sætu ekki við sama borð. Hilmar lagði fram bókun og fyrirspurnir til fundarins svohljóðandi: 

 

Það er mjög mikilvægt að skólahúsnæði grunnskólanna í Árborg uppfylli kröfur um aðbúnað, heilbrigði og hollustuhætti sem heilbrigðisyfirvöld setja. Stofnanir á vegum sveitarfélagsins eiga að sjálfsögðu að vera góð fyrirmynd annarra.

 

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vinnueftirlitið gerðu margar athugasemdir varðandi skólahúsnæði og leiksvæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þann 15. - 16. febrúar síðastliðinn. Því spyr ég:

 

1) Er búið að lagfæra alla þá þætti sem Heilbrigðiseftirlitið og Vinnueftirlitið gerðu athugasemdir við? Ef ekki hvenær á að ljúka því verki?

 

2) Er fyrirliggjandi tímasett framkvæmdaáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði BES?

 

Hve há upphæð er áætluð í endurbætur og viðhald á BES á árinu? , Hvað miklum fjármunum hefur  verið varið í viðhaldskostnað nú þegar á þessu ári?

 

Telur skólanefnd  nægilegt fjármagn sett í endurbætur og viðhald skólans?

 

 Skólastjórunum voru þökkuð greinargóð yfirlit.  

 

Kristinn lagði að lokum fram tillögu um að verkefnistjóri fræðslumála,  Sigurður  Bjarnason, taki saman skriflega greinargerð um stöðu tölvumála í skólabyrjun öllum skólunum, fái yfirlit frá skólastjórum hvers skóla, fulltrúum kennara og framkvæmdastjóra framkvæmda og veitusviðs og leitað verði að haldbærum skýringum á því hvers vegna kerfi skólanna virkuðu engan vegin og eru enn með hnökrum tveim vikum eftir að skólastarf hófst

 

Eyjólfur vonast til að kerfisstjórn verði efld.  

 

Meirihlutinn samþykkti einróma að leitað væri eftir þessari greinagerð.

 

3. Tilraun FSu með að innrita nemendur úr 10. bekk grunnskóla þannig að þeir hefji nám í janúar í stað ágúst.

 

Sigurður sagði frá tilraunaverkefni, um að innrita nemendur úr 10.bekk grunnskóla í Fsu, þannig að þeir hefji nám í janúar í stað ágúst, lagði fram uppl. þar að lútandi:fskj. 3. Sigurður leitaði eftir samþykki um að haldið yrði áfram með þetta verkefnið. Málin voru rædd frá ýmsum hliðum. Formaður skólanefndar lagði til að við kynntum okkur þessar upplýsingar betur og héldum áfram umræðum á næsta fundi og að Sigurður mundi þá, kynna okkur framvindu mála.  Var það samþykkt.

 

4. Mál frá Hilmari Björgvinssyni
Búið var að leita afbrigða í upphafi fundar um að taka fyrir mál frá Hilmari Björgvinssyni. Hann lagði fram eftirfarandi bókun: 

 

Undirritaður harmar þá ákvörðun Bæjarstjórnar Árborgar að byggja við skólabyggingarnar á Eyrarbakka og Stokkseyri í  stað þess að byggja einn nýjan fullkominn heildstæðan grunnskóla .  Með þessari ákvörðun er horft fram hjá faglegum rökum skólafólks, niðurstöður vinnuhópa um framtíðarskipan skólans ekki virtar  og ekki hlustað á vilja íbúanna.

 

Vinnubrögð af þessu tagi er meirihluta sveitarstjórnar til vansa og vænti ég þess að framvegis verði vandað betur til verka varðandi ákvarðanir er lúta að skólamálum sveitarfélagsins .

 

Hilmar Björgvinsson fulltrúi Vinstri grænna í skólanefnd:

 

Kristinn hvað sér hljóðs og sagði að fagleg rök skólafólks væri ekki merkilegri en tilfinningaleg rök foreldra og væri hann til í að taka sér í hönd sverð og skjöld til að berjast á móti einum sameiginlegum skóla út í mýri.

 

5. Önnur mál
Að lokum kom fram tillaga formanns, um að hún fengi umboð skólanefndar, til að halda áfram störfum í vinnuhóp um hugsanlegan flutning nemenda úr Vallaskóla í Sunnulækjarskóla. Kjörnir fulltrúar samþykktu þetta samhljóða.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl:20:05

 

Margrét K. Erlingsdóttir
Ari Thorarensen
Ásdís Sigurðardóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir
Hilmar Björgvinsson
Sædís Ósk Harðardóttir
B
irgir Edwald
Kristinn M. Bárðarson
Daði Ingimundarson
Eyjólfur Sturlaugsson
Elín Höskuldsdóttir
Sigurður Bjarnason

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica