Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.9.2006

2. fundur menningarnefndar

 

2. fundur menningarnefndar Árborgar kjörtímabilið 2006-2010, haldinn í ráðhúsi Árborgar, miðvikudaginn 27. september  2006, kl.  17:15.

 

Mætt: Þórir Erlingsson, formaður, Sigrún Jónsdóttir, Þorsteinn Ólafsson varamaður Sigurðar Inga Andréssonar og Grímur Hergeirsson.

 

Dagskrá:

1. 
Undirbúningur að gerð menningarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Nefndin samþykkir að halda sérstakan vinnufund mánudaginn 16. október nk. kl. 17:15 þar sem unnið verður að fyrstu drögum að menningarstefnu Árborgar.

 

2. Menningarhátíðir og hátíðahöld 2007.
Formaður nefndarinnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

“Tillaga um eflingu meninngarhátíða í Árborg.

 

Lista og menningarnefnd leggur til að endurskoðuð verði aðkoma sveitarfélagsins að öllum menningarhátíðum sem haldnar eru í sveitarfélaginu.  Með það að markmiði að efla þær og styrkja.

 

Lagt er til að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að vinna að málinu og skal hann skila tillögum fyrir lok nóvember.

 

Menningarhátiðir eða bæjarhátíðir eru haldnar víða um land með miklum sóma og koma sveitarfélög að þeim með ýmsum hætti.  Svo hagar til í Árborg að hátíðarnar eru allavega 5 á tímabilinu frá miðjum maí til miðs ágúst.  Markmið þeirra allara er að draga að gesti og gera sér glaðan dag.   Hlutverk starfshópsins værri að skilgreina hvort:

 

·  Fjölga mætti gestum
·  Möguleiki sé á meiri umfjöllun á landsvísu
·  Möguleiki sé að fá fyrirtæki í auknum mæli að hátíðunum
·  Möguleiki sé á meiri samvinnu hátíðanna
·  Hver á aðkoma Sveitarfélagsins að vera
·  Hvernig fjármunir nýtist best
·  Samvinna við  t.d Listahátið í Reykjavík

 

Lista og menningarnefnd leggur til að Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki og félagsamtök  sýni kraft sinn og dug í öflugum menningarhátíðum.”

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. Menningarstyrkir, auglýsing vegna síðari úthlutunar 2006.
Tillaga að auglýsingu eftir styrkumsóknum lögð fram og samþykkt.  Auglýst verður í næstu viku.

 

4. Önnur mál.
a) Verkefnisstjóri kynnti hugmndir að samráðsfundi með nefndarfólki og starfsfólki menningarnefndar Reykjanesbæjar í Árborg helgina 13.-15. október nk. Endanleg dagskrá mun liggja fyrir á næstu dögum.

 

b) Nefndin stefnir að næsta reglulega fundi mánudaginn 30. október nk. kl. 17:15.

Fundi slitið kl.  18:50

Þórir Erlingsson
Sigrún Jónsdóttir
Þorsteinn Ólafsson

Grímur Hergeirsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica