Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.4.2008

2. fundur almenningsbókasafna

 

2. fundur stjórnar almenningsbókasafna í Árborg

 

Haldinn í Bæjar-  og héraðsbókasafninu á Selfossi, 17. apríl 2008.

 

 

 

Mættir : Ingibjörg Jóhannesdóttir formaður, Drífa Eysteinsdóttir, Elín Arnoldsdóttir, Hugborg Kjartansdóttir og Margrét I.  Ásgeirsdóttir.  Gunnar Örn Marteinsson fulltrúi frá Héraðsnefnd komst ekki á fundinn.

 

 

  1. Fjárhagsáætlun 2008

 

Ekki var fundur síðasta haust vegna fjárhagsáætlunar vegna þess að engar breytingar voru gerðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.  Stjórn ánægð með að veitt voru 300 þús. kr. í undirbúning fyrir afmælisárið 2009 og nýtt stöðugildi bókasafns- og upplýsingafræðings samþykkt.   Nýr starfsmaður hefur tekið til starfa, Elfa Kristinsdóttir sem kom úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni með mjög mikla þekkingu á frumskráningu enda ráðin til að hefja skráningu á Eiríkssafni sem var gefið til Selfossbæjar árið 1987.

 

 

  1. Afmælið 2009 - 100 ára, afmælisnefnd

 

Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi á rætur sínar að rekja til tombólu sem haldin var í Tryggvaskála veturinn 1909 á vegum Ungmennafélags Sandvíkurhrepps.  Safnið verður 100 ára árið 2009.  Lagt er til að stofnuð verði afmælisnefnd sem skipuleggi viðburði eða framkvæmdir í tengslum við safnið í tilefni þessara merku tímamóta.  Lagt er til að í nefndinni verði forstöðumaður, 1 starfsmaður safnsins, 1 stjórnarmaður  úr bókasafnsstjórn og 1 fulltrúi sýslunnar.

 

 

  1. til kynningar: Svipmyndir úr Sögu Selfoss og Ölfusárbrúar í 100 ár DVD

 

Bæjar- og héraðsbókasafnið hefur staðið að endurgerð og yfirfærslu á DVD form myndanna Selfoss, svipmyndir í 100 ár og Ölfusárbrú í 100 ár.  Til þessa verks hefur fengist styrkur úr Þjóðhátíðarsjóði, frá Menningarráði Suðurlands og frá Sveitarfélaginu Árborg.  Marteinn Sigurgeirsson sem gerði myndirnar í upphafi vinnur að endurgerð þeirra og yfirfærslu á DVD form.  Verkinu á að vera lokið fyrir Vor í Árborg þar sem vonandi verður hægt að sýna þær og almenningur og skólar munu svo geta fengið þær lánaðar til skemmtunar og fróðleiks.

 

 

  1. Til kynningar: Bækur og móðurmál : pólska, styrkur úr Innflytjendasjóði

 

Í janúar 2008 fékk Bæjar- og héraðsbókasafnið styrk frá þróunarsjóði innflytjenda við Félagsmálaráðneytið til að ljúka við skráninguí Gegnir.is og frágang á pólskum bókum, bæði kennslubókum og yndislestrarbókum, svo hægt væri að lána þær út.  Bæjar- og héraðsbókasafnið tekur þátt í verkefninu Bækur og móðurmál og er móðursafn fyrir tungumálið Pólsku.

 

 

  1. Til kynningar : Vor í Árborg : dagskrá

 

Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi opnar sýningu í byrjun maí í Listagjánni á liðlega 90 ljósmyndum af eldri húsum á Selfossi. Ljósmyndir þessar tók Magnús Aðalbjarnason heitinn en ekkja hans Þórdís Frímannsdóttir afhenti Héraðsskjalasafni Árnesing myndirnar s.l. haust.  Árni Guðmundsson aðstoðaði við að setja nöfn húsanna inn á myndirnar.  Sýningin stendur út maímánuð.  Vonast er til að hægt verði að afla meiri upplýsinga um húsin frá gestum.

 

 

 

Bókasafn Umf. Eyrarbakka stendur að viðburðinum ,,Lesið á ljósastaura" á Eyrarbakka.  Á Eyrargötu verða fest ,,blöð" á ljósastaurana með ljóðum, örsögum, ljósmyndum eða frásögnum frá Eyrarbakka sem gamlir og nýjir Eyrbekkingar hafa sent til bókasafnsins í tilefni af Vori í Árborg.  Göngutúrinn um Eyrargötuna verður því ekki bara skemmtilegur heldur líka forvitnilegur og fróðlegur. 

 

 

  1. Til kynningar : Dagskrá í bókasafni og Listagjá næstu mánuði

 

Nýlokið er samstarfsverkefninu Ljóð í lauginni með Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar um páskana.  Að þessu sinni var óskað eftir ljóðum og örsögum eftir skúffuskáld í Árnessýslu og voru viðtökur góðar en rúmlega 30 ljóð og örsögur bárust sem skáldin vildu deila með sundgesetum um páskana og er þeim þökkuð þátttakan.

 

Sumarlestur haldinn í 16. skipti fyrir börn í júnímánuði.  Safnið tók þátt í Ljóðasamkeppni unga fólksins og í vali á vinsælustu barnanbókunum árið 2007. 

 

 

  1. Páll Lýðsson

 

Samþykkt að Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi sendi fjölskyldu Páls Lýðssonar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.  Páll Lýðsson var  formaður bókasafnsstjórnar frá 2002  - 2006 ásamt því að vera fastagestur og fróður um upphaf safnsins og málefni þess.  Hann gaf bókasafninu fyrsta bókaskápinn sem Lestrarfélag Sandvíkurhrepps notaði en lestrarfélagið var undanfari Bæjar- og héraðsbókasafnsins.

 

 

  1. Tölulegar upplýsingar

 

Tölulegar upplýsingar um fjölda lánþega og útlána frá 1. júní 2007 lagðar fram en þá var útlánaþáttur tölvukerfisins http://www.gegnir.is/ tekinn í notkun.  3359 láþegakort hafa verið gerð á þessu tímabili.

 

 

  1. Menningarúttektir

 

Kynntar úttektir á vegum Héraðsnefndar Árnesinga annars vegar og Sv. Árborgar í tengslum við hlutverk safna héraðsnefndar og í tengslum við menningarhúsnæði í Árborg.

 

 

  1.  Starfsmannamál

 

Tveir starfsmenn láta af störfum vegna aldurs eftir langan og farsælan starfsferil sem bókaverðir.  Jóhanna Kristinsdóttir hefur starfað frá 1. sept. 1988 og Guðborg Bjarnadóttir frá sept. 1991. Nýr starfsmaður Esther Erla Jónsdóttir byrjaði í febrúar í stað Sigríðar Harðardóttur sem er í launalausu leyfi vegna náms þar til í ágústlok.  Esther kemur svo í stað annars bókavarðarins sem hætti.

 

 

  1. Menningarstefna Árborgar kynnt.

 

Fundi slitið kl. 18.30


Þetta vefsvæði byggir á Eplica