Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.3.2009

2. fundur fræðslunefndar

2. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 5. mars 2009  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt: 
Þórir Haraldsson, formaður, B-lista (B)
Sædís Ósk Harðardóttir, nefndarmaður V-lista (V)
Sandra D. Gunnarsdóttir, nefndarmaður S-lista (S)
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista (D)
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála
Birgir Edwald, skólastjóri
Guðbjartur Ólason, skólastjóri
Arndís Harpa Einarsdóttir, fulltrúi skólastjóra
Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra
Guðmundur B. Gylfason, fulltrúi kennara
Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra
Elín Höskuldsdóttir, fulltrúi Flóahrepps
Anna Gína Aagestad, fulltrúi starfsmanna
Ásthildur Bjarnadóttir sérkennslufulltrúi
Kristín Eiríksdóttir leikskólafulltrúi

 

Sigurður Bjarnason ritaði fundargerð

 

Dagskrá:

 

1.  0903027 - Meðferð eineltismála í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu  Árborg

 

Tilefni fundar fræðslunefndar er sú umræða í fjölmiðlum sem hefur verið um einelti í skólum í Sveitarfélaginu Árborg.  Skólastjórar grunnskólanna í Árborg fóru hver fyrir sig yfir hvernig staðið er að meðferð og forvörnum varðandi eineltismál í þeirra skólum.  Einnig var farið yfir af sérkennslu- og leiksólafulltrúa hvernig staðið er að forvörnum varðandi eineltismál í leikskólum Árborgar.

 

Í Vallaskóla hefur verið unnið markvisst gegn einelti frá því að Olweusaráætlunin var tekin hér upp árið 2002.  Vallaskóli hefur sett sér verklagsreglur gegn einelti. Í Vallaskóla starfar eineltisteymi undir stjórn verkefnisstjóra Olweusaráætlunar.  Reglulega eru gerðar eineltiskannanir á meðal nemenda skólans í samráði og samstarfi við verkefnisstjóra Olweusaráætlunar Menntamálaráðuneytisins.

 

Í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur einnig verið unnið markvisst gegn einelti frá árinu 2005 samkvæmt aðferðarfræði og kenningum Olweusar.  Verkefnisstjóri úr hópi kennara skólans heldur utan um Oweusaráætlunina  Reglulega eru gerðar eineltiskannanir á meðal nemenda skólans í samráði og samstarfi við verkefnisstjóra Olweusaráætlunar Menntamálaráðuneytisins. Unnið er samkvæmt aðgerðaráætlun þegar upp kemur einelti.  Reglulegar kannanir á einelti  hafa verið gerðar síðan 2005 að undanskildu árinu 2007.

 

Í Sunnulækjarskóla er unnið samkvæmt eineltisyfirlýsingu skólans þar sem nemendur og starfsmenn í Sunnulækjarskóla eru sammála um að einelti megi ekki eiga sér stað í þeirra  hópi.  Starfsmenn og nemendur eru sammála um að komi upp einelti er gert allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það strax og koma í veg fyrir að það geti endurtekið sig.  Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun ef upp kemur grunur um einelti. Í Sunnulækjarskóla hafa verið gerðar kannanir innan skólans sem m.a. gefa möguleika á að mæla einelti.

 

Í leikskólum Árborgar er unnið markvisst með þætti sem m.a. stuðla að forvörnum gegn einelti.  Til dæmis má nefna þjálfun í félagsfærni barna og það að setja sig í spor annarra og einnig að börn læri af góðum fyrirmyndum.  Einnig er í gangi innleiðing á ART-verkefninu í leikskólum Árborgar þar sem nemendur, foreldrar, starfsfólk taka þátt.  Í ART-verkefninu er m.a. unnið með sjálfstjórn, félagsfærni og siðferðisvitund.

 

Fræðslunefnd Árborgar þakkar upplýsingar um meðferð eineltismála og telur að þær sýni að skólarnir og starfsfólkið leggi sig fram um að sinna þessum málum vel og vinna í samræmi við viðurkenndar aðferðir og bestu þekkingu sem völ er á. Fræðslunefnd lýsir stuðningi sínum við það starf sem unnið er varðandi einelti í leik -og grunnskólum Árborgar og hvetur stjórnendur, annað starfsfólk leik-og grunnskóla og síðast en ekki síst foreldra til að fylgjast vel með líðan barna á hverjum tíma.

 

Fræðslunefnd Árborgar ítrekar að ofbeldi og einelti á ekki að líðast og harmar það að börnum líði illa vegna eineltis sem þau verða fyrir.  Þegar slík mál koma upp á að takast á við þau af festu og sanngirni, í samræmi við viðurkenndar aðferðir og eftir skýrum vinnureglum, stöðva eineltið og veita nauðsynlega aðstoð.  Það að vinna gegn einelti og ofbeldi er stöðugt og sameiginlegt verkefni allra sem að skólamálum koma, yfirvalda, starfsmanna skóla og foreldra, að ógleymdum börnunum sjálfum.  Allir viðkomandi aðilar verða stöðugt að vera á varðbergi fyrir nýjum tilfellum og  birtingarmyndum ofbeldis og eineltis og allan grun, ábendingar og kvartanir um ofbeldi og einelti ber að taka alvarlega. 

 

Sem betur fer hefur mikið áunnist í þessum efnum á undanförnum árum með góðri vinnu innan skólanna í Árborg sem og um allt land, þótt eflaust megi lengi gera betur.  Jafnframt hvetur fræðslunefnd Árborgar til þess að forráðamenn barna og starfsfólk skóla nýti þá stoðþjónustu sem er í boði á vegum sveitarfélagsins og Menntamálaráðuneytis ef upp koma ágreiningsmál í meðferð eineltismála.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

 

Þórir Haraldsson                                             
Sædís Ósk Harðardóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir                                  
Grímur Arnarson
Kristín Traustadóttir                                         
Sigurður Bjarnason
Birgir Edwald                                                  
Guðbjartur Ólason
Arndís Harpa Einarsdóttir                                
Ingibjörg Stefánsdóttir
Guðmundur B. Gylfason                                   
Kristín Eiríksdóttir
Ásthildur Bjarnadóttir                           
Málfríður Garðarsdóttir
Elín Höskuldsdóttir                                          
Anna Gína Aagestad


Þetta vefsvæði byggir á Eplica