2. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
2. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, kjörtímabilið 2006-2010, haldinn þriðjudaginn 29. ágúst 2006, kl. 17:15 í Ráðhúsi Árborgar.
Mætt:
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Helgi S. Haraldsson
Gylfi Þorkelsson
Grímur Hergeirsson.
Forföll: Elín Harpa Valgeirsdóttir
1. mál: Menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk í Árborg.
(Ungmennahús)
Eftirfarandi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða:
Tillaga um Menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk í Árborg
Íþrótta- og tómstundanefnd Árborgar leggur til við bæjarráð að komið verði á fót Menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk í Sveitarfélaginu Árborg og skipaður verði þriggja manna starfshópur til að vinna að málinu.
Félagsstarf fyrir ungmenni 16 ára og eldri í Sveitarfélaginu Árborg er afar fábreytt og nær ekki til allra hópa samfélagsins. Nútíma samfélag gerir kröfu um að mætt sé þörfum ungs fólks um félagslíf og skemmtanir en því miður er allt of mikið um að þar séu vímuefni höfð um hönd. Það er því mikilvæg forvörn að skapa aðstöðu fyrir ungt fólk til skemmtana, upplýsinga og tómstundaiðkunar í vímulaust umhverfi og að bjóða upp á skipulagt félags- og tómstundastarf. Það er því tillaga okkar að Sveitarfélagið Árborg bjóði ungmennum sínum upp á vímulausa aðstöðu þar sem þau kæmu sjálf að mótun starfseminnar. Hlutverk slíkrar miðstöðvar væri eftirfarandi:
- Að skapa aðstöðu til þess að hittast og hafa félagsskap hvert af öðru í vímulausu umhverfi
- Ungt fólk geti fengi aðstoð við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd
- Að veita forvarnarfræðslu
- Að veita ráðgjöf, stuðning og upplýsingar um þau almennu mál sem ungmenni þurfa á að halda, hvort sem það er frá starfsmanni eða jafningja
- Að veita upplýsingar um atvinnumiðlun
- Að veita upplýsingar um nám
- Að bjóða upp á ýmis námskeið og fyrirlestra
- Skapa aðstöðu til þess að þau geti fengið útrás fyrir listsköpun svo sem tónlist og myndlist
- Að veita ungum foreldrum ýmisskonar upplýsingar, fræðslu og félagsskap
- Og fleira sem hugmyndavinna frá óformlegum starfshópi ungs fólks í\n Sveitarfélaginu myndi skila frá sér
Við leggjum því til að Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við ungmenni sveitarfélagsins komi á Menningar-og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk 16 ára og eldra.
- Að veita ungum foreldrum ýmisskonar upplýsingar, fræðslu og félagsskap
- Og fleira sem hugmyndavinna frá óformlegum starfshópi ungs fólks í Sveitarfélaginu myndi skila frá sér
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Sveitarfélagið Árborg í samvinnu við ungmenni sveitarfélagsins komi á Menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk 16 ára og eldra.
2. mál: Afreks- og styrktarsjóður Árborgar. Bæjarráð Árborgar óskaði í bókun á fundi sínum þann 20. júlí sl. eftir tillögu frá ÍTÁ um að styrkja afreksmannasjóðinn. ÍTÁ leggur til að fjárframlög til sjóðsins verði tvöfölduð frá því sem nú er við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2007. Þannig verði framlag til sjóðsins hækkað úr kr. 1.000.000,- árið 2006 í kr. 2.000.000,- árið 2007.
3. mál: Önnur mál.
a) Samþykkt að fastir fundartímar nefndarinnar verði framvegis þriðja miðvikudag í hverjum mánuði kl. 17:15.
Fundi slitið kl. 18:17.
Grímur Arnarson
Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Gylfi Þorkelsson
Helgi S. Haraldsson
Grímur Hergeirsson