Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.7.2006

2. fundur bæjarráðs

 

2. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 06.07.2006 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Þórunn J Hauksdóttir, formaður
Þorvaldur Guðmundsson, varafulltrúi
Gylfi Þorkelsson, varafulltrúi
Jón Hjartarson, áheyrnarfulltrúi
Einar Guðni Njálsson, bæjarstjóri
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri

 

Dagskrá:

 

1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

 


a.


0602066
Fundargerðir landbúnaðarnefndar Árborgar 2006



frá 17.05.06 og 28.06.06


b.


0606088
Fundargerðir félagsmálanefndar Árborgar 2006 - ný nefnd



frá 21.06.06


c.


0601112
Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2006



frá 22.06.06


d.


0606107
Fundargerðir leikskólanefndar 2006 - ný nefnd



frá 26.06.06


e.


0606112
Fundargerðir skipulags- og bygginganefndar 2006 - ný nefnd



frá 27.06,06


f.


0605005
Fundargerðir dómnefndar um miðbæ Selfoss



frá 15.05.06 og 22.06.06

 

1a) liður 1 - fg. 17.05.06. Landskipti jarðarinnar Hóla, bæjarráð samþykkir niðurstöður nefndarinnar og heimilar skipti jarðarinnar Hóla.

liður 3.b. - fg. 28.06.06. Tillaga um landbúnaðarsýningu. Bæjarstjóra falið að kanna áhuga hagsmunaaðila á verkefninu og skila greinargerð til bæjarráðs.

1c) liður 1 - bæjarráð samþykkir gjaldskrá og tengiskilmála fyrir búgarðabyggð í Tjarnabyggð.
liður 4 - bæjarráð samþykkir að heimila framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að gera úttekt á stjórnendaálmu Sandvíkurhluta Vallarskóla. Kostnaði við úttektina er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

liður 8b - Gylfi Þorkelsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
1. Hvaða vinna 'er í gangi' við endurskipulagningu á störfum hjá Framkvæmda og veitusviði?
2. Hvenær var ákvörðun um þá vinnu tekin og hvaða samþykkt liggur henni til grundvallar ?
3. Hvaða aðila hefur verið falin þessi vinna ?
4. Hver er áætlaður kostnaður við þessa vinnu og hafa fjárheimildir verið samþykktar til að mæta honum ?

1e)
liður 17 - breyting á lóðamörkum á Miðtúni 2. Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við bókun nefndarinnar

liður 18 - deiliskipulag í landi Byggðarhorns - Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst

liður 19 - deiliskipulag fyrir lóðirnar Austurveg 33-35 á Selfossi - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.

liður 20 - deiliskipulag á Tanga norðan Ölfusár - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.

liður 21 - deiliskipulag Byggðarhorns - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.

liður 22 - deiliskipulag hringtorgs við Ölfusárbrú - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.

liður 23 - deiliskipulag Byggðarhorns - Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.

Fundargerðirnar staðfestar.

 

2. Fundargerðir til kynningar:

 

 


a.


0603060
Fundargerðir launanefndar sveitarfélaga 2006



frá 14,06,06


b.


0601091
Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2006



frá 21,06,06


c.


0602102
Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2006



frá 01.06.06

 

Lagðar fram.

3. 0606089
Kosning í bæjarráð 2006 - erindi frá Margréti K. Erlingsdóttur um leyfi frá störfum.

Bæjarráð samþykkir að verða við ósk Margrétar K. Erlingsdóttur um leyfi frá störfum í bæjarstjórn og bæjarráði til 1. september 2006. Varamaður Margrétar tekur sæti hennar í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að kjósa Þorvald Guðmundsson sem aðalmann í bæjarráð og varaformann bæjarráðs. Varamaður er kosinn Björn Bjarndal Jónsson.
Gylfi Þorkelsson lista Samfylkingar situr hjá við atkvæðagreiðslu.

4. 0512065
Deiliskipulag - Austurvegur 51-59 - bænaskjal frá íbúum í Mjólkurbúshverfi.

Bænaskjalið lagt fram.

5. 0602019
Lóðin Eyravegur 44 a seld Húsasmiðjunni. - afsal til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afsalið eins og það liggur fyrir

6. 0511067
Lóðarumsókn - Hellismýri 9 - minnisblað bæjarstjóra um fund með Víking ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita Víking ehf. vilyrði fyrir lóðinni að Hellismýri 9 í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun lóða. Skipulags- og byggingarnefnd er falið að úthluta lóðinni formlega þegar hún er byggingarhæf.

7. 0606115
Styrktarsjóður EBÍ 2006 - bréf framkvæmdastjóra um úthlutun úr sjóðnum.

Bréfið var lagt fram. Bæjarstjóra var falið að senda umsókn til styrktarsjóðsins vegna útilistaverks og almenningssamgangna.

8. 0605058
Umsókn um lóð - Gagnheiði 63 - erindi frá Selósi ehf.

Bæjarráð samþykkir að veita Selós ehf. vilyrði fyrir lóðinni að Gagnheiði 63 í samræmi við 8. gr. reglna um úthlutun lóða. Skipulags- og byggingarnefnd er falið að úthluta lóðinni formlega.

9. 0601015
Lóðarumsókn/úthlutun - Austurvegur austan spennistöðvar - minnisblað bæjarstjóra vegna umsóknar Íslandspósts.

Afgreiðslu frestað um eina viku.

10. 0606094
Áskorun - takmarkanir á umferðarhraða og -þunga við Heiðmörk á Selfossi - erindi frá íbúum í Heiðmörk og nágrenni.

Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

11. 0606079
Styrkbeiðni - ljóðahefti Árnesingakórsins í Reykjavík - erindi frá formanni kórsins.

Erindinu hafnað.

12. 0606076
Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2006-2010 - fyrirspurn um laun bæjarstjóra frá Ragnheiði Hergeirsdóttur.

Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að taka saman umbeðnar upplýsingar.

13. 0601071
Hjúkrunarheimili fyrir aldraða - 3ja hæð sjúkrahússins - fjórir samningar um framkvæmd og hönnun.

Bæjarráð staðfestir gerða samninga.

14. 0606122
Nefnd um endurskoðun laga um leikskóla nr. 78/1994 - óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til nokkurra atriða sem eru til endurskoðunar.

Bæjarráð óskar eftir því að leikskólanefnd vinni drög að umsögn um erindið sem verði síðan lögð fyrir bæjarráð.

15. Erindi til kynningar:

 

a) 0606121
Kynning á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Árborgar sumar 2006.

b) 0604013
Æfingasvæði fyrir ökukennslu - svarbréf samgönguráðuneytisins.

Bæjarráð þakkar ráðuneytinu fyrir bréfið og áhugann óskar eftir áframhaldandi viðræðum um verkefnið.

c) 0606078
Ábending - mikilvægi búnaðarstjórna sem ráðgjafa - kynningarbréf frá Bændasamtökum Íslands.

d) 0504045
Ályktun um uppbyggingu Suðurlandsvegar - svarbréf frá samgönguráðuneytinu.

e) 0606099
Þjóðskrá færist yfir til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins - tilkynning frá Hagstofu Íslands.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40.

Þórunn J Hauksdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson
Einar Guðni Njálsson
Stefanía Katrín Karlsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica