Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.8.2006

2. fundur umhverfisnefnd

 

2. fundur í umhverfisnefnd Árborgar fimmtudaginn 9. ágúst 2006 klukkan 17:15.

 

Fundurinn haldinn að Austurvegi 67 (Selfossveitur).

 

Fundinn sátu: Björn B. Jónsson (formaður), Elfa Dögg Þórðardóttir, María Ingibjörg Hauksdóttir, Jón Hjartarson, Björn Ingi Gíslason og Siggeir Ingólfsson sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Garða og götuskoðun.

 

Nefndarmenn fóru í vetfangsskoðun og skoðuðu þá garða og götur sem voru tilnefndir.

 

Niðurstaða var sú að það var ákveðið að veita þremur görðum viðurkenningu.
Fosstún 18, Lyngheiði 8 og Reynivellir 8.

 

Fosstún 18 stendur í nýju hverfi og er gott dæmi um garð sem hefur verið unninn í beinu framhaldi af byggingu hússins og lokið við samtímis.  Lóðin er vel skipulögð og hefur uppbygging garðsins verið gerð af mikilli natni og útsjónarsemi.  Umhirða lóðar og húss er öll er til fyrirmyndar og eigendum til mikils sóma.

 

Lyngheiði 8 stendur í grónu hverfi. Garðurinn  er einstaklega fallegur með fjölbreyttri  flóru.  Öll umhirða, hvort sem er á húsi eða garði, er öðrum góð fyrirmynd og er lýsandi dæmi um vel hirtan gróinn garð. 

 

Við Reynivelli 8 er endurgerður garður. Hönnun garðsins og framkvæmd er gerð af mikilli fagmennsku og umhyggju fyrir umhverfi og náttúru. Garðurinn er sérlega fallegur bæði að sumri sem að vetri og hannaður þannig að allar árstíðir njóta sýn sem best. Garðurinn er einstakur og á fáa sína líka.

 

Fallegasta gata ársins 2006 var valin. Fyrir valinu var Birkigrund.

 

Siggeiri Ingólfssyni var falin framkvæmd afhending verðlaunanna.

 

Fundi slitið kl.19.30. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica