Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.6.2014

2. fundur bæjarráðs Árborgar

2. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 26. júní 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Már Ingólfur Másson, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umsögn um tækifærisleyfi fyrir sýningar Sirkuss Íslands. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til kynningar

1.

1402007 - Fundargerð stjórnar SASS

 

480. fundur haldinn 4. júní

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Almenn afgreiðslumál

2.

1403316 - Niðurstöður skoðanakönnunar um sameiningu sveitarfélaga

 

Bæjarráð samþykkir að senda sveitarfélögunum í sýslunni bréf þar sem niðurstaða skoðanakönnunarinnar fyrir Árborg er kynnt. Héraðsnefnd Árnesinga verði einnig sendar upplýsingar um niðurstöðurnar.

 

   

3.

1306087 - Kaup á landi úr Flóagafli, Hallskot

 

Bæjarráð staðfestir kaupsamning og afsal vegna jarðarinnar Hallskots í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun vegna kaupanna, kr. 16.500.000,-.

 

   

4.

1406103 - Sérdeild Suðurlands - beiðni skólastjóra Sunnulækjarskóla um aukningu á kennslukvóta

 

Bæjarráð samþykkir erindið og viðauka við fjárhagsáætlun á fjárhæð kr. 1.800.000 vegna kostnaðarauka.

 

   

5.

1406078 - Styrkbeiðni - 50% staða í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.

 

   

6.

1406081 - Styrkbeiðni Skákfélagsins Hróksins- skákstarf barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

7.

1406070 - Styrkbeiðni - starfsemi Fischerseturs 2014-2015

 

Bæjarráð samþykkir að veita Fischersetri 250.000 kr. styrk til skákkennslu grunnskólabarna í Árborg.

 

   

8.

1406095 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, breyting - Frón, útiveitingar

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið, enda liggur fyrir leyfi lóðarhafa þess svæðis sem umsóknin nær til.

 

   

9.

1406074 - Breyting á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins

 

Bæjarráð samþykkir að fjölga strætóferðum innan Árborgar og felur framkvæmdastjóra að vinna tillögu að nýrri áætlun. Samráð verði haft við hverfisráð Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkur vegna breytinganna. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð allt að 3 mkr. vegna breytinganna.

 

   

10.

1302008 - Aðalskipulagsbreyting - lagning jarðstrengs og ljósleiðara11-1406120

 

Áður frestað á 1. fundi.

 

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar frá 46. fundi vegna lagningar jarðstrengs og ljósleiðara ásamt göngustíg. Bæjarráð samþykkir tillöguna, sbr. uppdrátt sem liggur fyrir fundinum. Bæjarráð samþykkir einnig að hafin verði vinna við gerð lítils háttar breytingar á deiliskipulagi í Sandvíkurheiði vegna jarðstrengs og ljósleiðara.

 

   

11.

1406120 - Styrkbeiðni - tónleikahald á sundlaugarbökkum á Suðurlandi sumarið 2014

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

12.

1406084 - Lóðarumsókn - iðnaðarlóð fyrir lífdíselstöð

 

Bæjarráð vísar umsókninni til skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

13.

1406155 - Tækifærisveitingaleyfi - Sirkus Íslands

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

Erindi til kynningar

14.

1406088 - Kynning - tæknivæðing bókasafna

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

1406126 - Ný sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 - fjárhagsleg viðmið við fjárhagsáætlanir

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.

1406086 - Fasteignamat 2015

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.
 

Gunnar Egilsson

 

Ari B. Thorarensen

Eggert V. Guðmundsson

 

Íris Böðvarsdóttir

Már Ingólfur Másson

 

Ásta Stefánsdóttir

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica