2. fundur félagsmálanefndar
2. fundur félagsmálanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn mánudaginn 13. september 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Guðmundur B. Gylfason, formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir, varaformaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir, nefndarmaður D-lista,
Þóra Björk Guðmundsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir. verkefnisstjóri félagslegra úrræða,
Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri ritar fundagerð.
Sædís Ósk Harðardóttir (V) boðaði forföll og varamaður gat ekki komist.
Dagskrá:
1. 1009064 - Félagsþjónustumál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
2. 1009063 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
3. 1009062 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
4. 1001021 - Reglur um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsleigubætur í Sveitarfélaginu Árborg.
Lögð var fram breytingar á 17. gr. reglna um félagslegt leiguhúsnæði
17. gr. er í dag svohljóðandi:
Tilkynning um úthlutun, gerð leigusamnings og sérstakar skyldur leigutaka
Umsækjanda skal með tryggilegum hætti tilkynnt um úthlutun og skal umsækjandi
tilkynna innan 10 daga hvort hann þiggur húsnæði.
Hafi umsækjandi ítrekað hafnað leiguhúsnæði án þess að málefnalegar ástæður liggi
þar að baki, er heimilt að tilkynna honum að litið sé svo á að hann hafi dregið umsókn sína til
baka og hún sé úr gildi fallin.
Leigubústaðir Árborgar ehf. sjá um gerð og frágang leigusamnings. Um þá gilda
ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994.
Í leigusamningnum skal kveðið skýrt á um að framleiga sé óheimil og að leigutaka sé óheimilt að heimila öðrum en þeim sem tilgreindir eru í fjölskyldu hans á umsóknareyðublaði afnot eða dvöl í hinu leigða húsnæði í lengri tíma en sex mánuði. Kveða skal skýrt á um að til frádráttar húsaleigu komi húsaleigubætur til leigjanda og um skyldu leigutaka til að tilkynna Fjölskyldumiðstöð ef breytingar verða á félagslegum aðstæðum, t.d. ef hann gengur í hjónaband eða hefur sambúð á leigutímanum. Einnig skal kveðið á um skyldu leigutaka til að leggja fram gögn um tekjur og eignir og gangast undir mat á félagslegum aðstæðum þegar níu mánuðir eru eftir af leigutímanum. Framangreindar skyldur leigutaka teljast hluti leigusamnings.
Eftir breytingarverður 17. gr. svohljóðandi:
Tilkynning um úthlutun, gerð leigusamnings og sérstakar skyldur leigutaka
Umsækjanda skal með tryggilegum hætti tilkynnt um úthlutun og skal umsækjandi
tilkynna innan 10 daga hvort hann þiggur húsnæði.
Hafi umsækjandi ítrekað hafnað leiguhúsnæði án þess að málefnalegar ástæður liggi
þar að baki, er heimilt að tilkynna honum að litið sé svo á að hann hafi dregið umsókn sína til
baka og hún sé úr gildi fallin.
Hafi umsækjandi dregið umsókn sína til baka samkvæmt 2. mgr. 17. gr. reglna þessa getur hann ekki sótt um félagslegt leiguhúsnæði aftur fyrr en að sex mánuðum liðnu.
Leigubústaðir Árborgar ehf. sjá um gerð og frágang leigusamnings. Um þá gilda
ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994.
Í leigusamningnum skal kveðið skýrt á um að framleiga sé óheimil og að leigutaka sé óheimilt að heimila öðrum en þeim sem tilgreindir eru í fjölskyldu hans á umsóknareyðublaði afnot eða dvöl í hinu leigða húsnæði í lengri tíma en sex mánuði. Kveða skal skýrt á um að til frádráttar húsaleigu komi húsaleigubætur til leigjanda og um skyldu leigutaka til að tilkynna Fjölskyldumiðstöð ef breytingar verða á félagslegum aðstæðum, t.d. ef hann gengur í hjónaband eða hefur sambúð á leigutímanum. Einnig skal kveðið á um skyldu leigutaka til að leggja fram gögn um tekjur og eignir og gangast undir mat á félagslegum aðstæðum þegar níu mánuðir eru eftir af leigutímanum. Framangreindar skyldur leigutaka teljast hluti leigusamnings.
Félagsmálanefnd samþykkir breytingarnar.
Kynnt var málþing um ,,málefni fatlaðra á tímamótum, horft til framtíðar'' en fundarboð barst 13. september. Málþingið verður haldið Grand Hóteli í Reykjavík 22. september 2010 sjá nánar á http://www.felagsmalaraduneyti.is/
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40
Guðmundur B. Gylfason
Brynhildur Jónsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir
Þóra Björk Guðmundsdóttir
Anný Ingimarsdóttir
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir