24.9.2014
2. fundur fræðslunefndar
2. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. september 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.
Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Pálsdóttir, fulltrúi kennara, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Sigríður Grétarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
1. |
1408070 - Erindisbréf fræðslunefndar |
Nýtt erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram sem var samþykkt samhljóða og vísað áfram til bæjarstjórnar. |
|
2. |
1409022 - Þagnarskylda fyrir áheyrnarfulltrúa kjörtímabilið 2014-2018 |
Undirritun þagnarskyldu áheyrnarfulltrúa þar sem vísað er í lög, siðareglur kjörinna fulltrúa og erindisbréf fræðslunefndar. |
|
3. |
1401021 - Skólavistun - lengd viðvera í grunnskólum Árborgar |
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Í kjölfar umfjöllunar um frístundastarf (skólavistun) 6-9 ára barna fyrr á árinu er lagt til að bæjarráð skipi starfshóp um málefnið þvert á fagsvið. Meginmarkmið með starfi hópsins er að greina stöðu og gera tillögur að markmiðum og leiðum sem styðja við framþróun á frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn í Sveitarfélaginu Árborg. Helstu verkefni: - endurskoða reglur sveitarfélagsins, m.a. út frá nýlegum skýrslum menntamálayfirvalda og viðmiða um fjölbreytni í tómstundastarfi - skoða skýrslur, stefnumótun og fyrirmyndarverkefni í öðrum sveitarfélögum - leggja fram tillögur um leiðir til að tengja starfið við annað íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu - styrkja samfellu milli skóla og frístundastarfs - auka samstarf þeirra sem sinna frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn - leggja mat á símenntunarþörf starfsfólks sem vinnur við frístundastarf barna - ritun greinargerðar sem nýtist við stefnumótun í frístundamálum Samþykkt samhljóða. |
|
4. |
1409028 - Erindi frá foreldrafélagi Brimvers |
Bréf frá foreldrafélagi Brimvers, dags. 27.7.2014, sem barst 1. september síðastliðinn. Þar koma meðal annars fram áhyggjur af langvarandi skorti á fagmenntuðum kennurum. Fræðslunefnd þakkar fyrir bréfið og tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins varðandi skort á leikskólakennurum. Þegar hefur verið auglýst eftir leikskólakennurum og þroskaþjálfa. Fræðslustjóri sagði frá fundi sem hann átti í síðustu viku með leikskólastjóra og foreldraráði og vinnu við úrbótaáætlun en stefnt er að því að kynna hana á fundi fræðslunefndar í næsta mánuði. Fræðslustjóra falið að svara erindinu. |
|
Erindi til kynningar |
5. |
1409048 - Sunnulækjarskóli - staða framkvæmda |
Minnisblað frá skólastjóra lagt fram til kynningar. |
|
6. |
1409025 - Sjálfsmatsskýrsla Sunnulækjarskóla 2013-2014 |
Til kynningar. |
|
7. |
1409024 - Jafnréttisáætlun Sunnulækjarskóla |
Til kynningar. |
|
8. |
1409068 - Starfsáætlun Vallaskóla 2014-2015 |
Til kynningar. |
|
9. |
1409047 - Fjárhagsáætlun 2015 |
Kynning á vinnu við fjárhagsáætlunargerðina fyrir árið 2015. |
|
10. |
1402071 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra |
Fundargerð, dags. 2. september 2014, til kynningar. |
|
11 |
1409046 - Heimanám í grunnskólum Árborgar |
Umræða um heimanám. Ef rangt er staðið að heimanámi getur það íþyngt nemendum og fjölskyldum þeirra. Með vísan í skólastefnu Árborgar hvetur fræðslunefnd skólastjóra til að nýta nýjustu menntarannsóknir á hverjum tíma í skólastarfinu, þá ekki síst rannsóknir sem til eru um þátttöku foreldra í skólastarfi og heimanám og taka það til opinnar umræðu í skólasamfélaginu og móta stefnu í hverjum skóla. Einstaklingsmiðað heimanám, svo sem í lestri, getur stuðlað að bættum námsárangri og verið jákvæður hluti af fjölskyldulífinu. |
|
12. |
1402067 - Samráðshópur leikskóla um upplýsingatækni og skólastarf |
Fundargerð frá 1. apríl 2014 til kynningar. |
|
13. |
1403096 - Upplýsingatækni og skólastarf |
Fundargerð samráðshópa leikskóla og grunnskóla um upplýsingatækni og skólarstarf frá 4. september 2014 til kynningar. |
14. |
1409023 - Hæfnispróf starfsmanna sem sinna laugargæslu, sundkennara o.fl. |
Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til kynningar. |
|
15. |
1402054 - Álfheimafréttir |
Til kynningar 9. tbl., ágúst 2014. |
|
16. |
1407145 - Kynning - námskeið um stjúptengsl fyrir fagfólk |
Námskeiðstilboð til kynningar í bréfi, dags. 16. júlí 2014, frá Valgerði Halldórsdóttur, félagsráðgjafa. |
|
17. |
1409027 - Landsleikurinn ALLIR LESA |
Til kynningar. Bréf, dags. 20. ágúst 2014, frá Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO sem standa saman að nýjum og spennandi landsleik í lestri sem hefur fengið heitið ALLIR LESA. |
|
18. |
1406031 - Kosning í embætti og nefndir 2014 |
Til kynningar. Á fundi bæjarstjórnar, 20. ágúst sl., var eftirfarandi breyting gerð á fræðslunefnd. Lagt var til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir verði varamaður í fræðslunefnd í stað Ásgerðar Tinnu Jónsdóttur og var það samþykkt samhljóða. |
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Magnús Gíslason |
Brynhildur Jónsdóttir |
|
Arna Ír Gunnarsdóttir |
Íris Böðvarsdóttir |
|
Magnús J. Magnússon |
Kristín Eiríksdóttir |
|
Sigríður Pálsdóttir |
Guðbjörg Guðmundsdóttir |
|
Málfríður Garðarsdóttir |
Sigríður Grétarsdóttir |
|
Brynja Hjörleifsdóttir |
Þorsteinn Hjartarson |
|
|