Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.9.2014

2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

2. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn þriðjudaginn 2. september 2014  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson.  framkvæmda- og veitustjóri.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1408085 - Lántökur 2014 - Selfossveitur

 

Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr., til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánsveitingarinnar sem liggi fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna viðgerð á miðlunartanki, hluta af kostnaði við borholu við Ósabotna, kostnað við virkjun ÞK 17 og stækkun dreifikerfis, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari. Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði, stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setur það til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Þessi lántaka er samkvæmt samþykktri fjárfestingaráætlun ársins 2014.

 

   

2.

1408165 - Sunnulækjarskóli - viðbygging 5. áfangi

 

Stjórnin samþykkir að óska eftir 26 milljónum (ánvsk) í aukafjárveitingu vegna viðbyggingar við Sunnulækjarskóla á árinu 2014 sem er forsenda fyrir því að hægt sé að taka 1. áfanga verksins í notkun haustið 2015. Nemendafjöldi í Sunnulækjarskóla hefur vaxið jafnt og þétt á sl. árum og er nú orðin brýn þörf á að stækka skólann. Gert er ráð fyrir að taka 1. áfanga viðbyggingarinnar í notkun fyrir skólabyrjun haustið 2015 og að framkvæmdum verði lokið haustið 2016. Í viðbyggingunni er gert ráð fyrir 6 kennslurýmum, mötuneytisaðstöðu fyrir nemendur skólavistun, auk inngangs og tengiganga. Samhliða framkvæmdum í 1.áfanga verður eldhús skólans stækkað auk þess sem gerðar verða breytingar á staðsetningu húsvarðar.

 

   

3.

1407163 - Tillaga um könnun á aðgengismálum

 

Stjórnin felur Gísla Davíð Sævarssyni, umsjónarmanni fasteigna, að vinna samantekt um ástand aðgengismála fatlaðs fólks í byggingum og stofnunum sveitarfélagsins eigi síðar en 15. des. nk.

 

   

4.

1407169 - Siðareglur kjörinna fulltrúa til undirritunar 2014

 

Nefndarmenn undirrituðu siðareglur kjörinna fulltrúa.

 

   

5.

1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014

 

Verkfundargerðir vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss lagðar fram til kynningar.

 

   

6.

1301020 - Erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar

 

Stjórnin samþykkir eftirfarandi viðbót við erindisbréf framkvæmda- og veitustjórnar: "að gegna hlutverki náttúruverndarnefndar skv. lögum um náttúruvernd nr. 44/1999"

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:30

Gunnar Egilsson                                
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ingvi Rafn Sigurðsson                      
Viktor Pálsson
Helgi Sigurður Haraldsson                
Jón Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica