2. fundur Hverfisráðs Selfoss
2. fundur, Hverfisráð Selfossi.
Haldinn á Kaffi Krús miðvikudaginn 13. apríl 2011.
Fundarboðari, Guðmundur Sigurðsson formaður ráðsins.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Mætt voru:
Guðmundur Sigurðsson, Magnús Vignir Árnason, Eiríkur Sigurjónsson og Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.
Fundarritari Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir
Fundi lauk kl. 18:45.
Hverfisráð Selfoss 2. fundur. 13. apríl 2011.
Dagskrá
1. Fundagerð síðasta fundar.
2. Bæjarhátíðir.
3. Fundur með öðrum hverfaráðum á svæðinu.
4. Auglýsa betur hvaða aðgengi íbúar hafa að hverfisráðinu
5. Íbúafundur.
6. Önnur mál.
7. Næsti fundur.
1) Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2) Mælt með að hverfisráðið væri með þegar bæjarhátíðir ársins 2012 yrðu ákveðnar og skoðað hvernig samvinnu ýmsra samtaka og íþróttafélaga í tengslum við hátíðirnar er háttað.
3) Formaður ráðsins mun kanna möguleika á því að hitta önnur hverfaráð á svæðinu.
4) Guðmundur formaður mun setja sig í samband við Sveitarfélagið Árborg og kanna hvernig auglýsingum um stofnun ráðsins sé háttað og íbúum kynnt aðgengi þeirra að ráðinu. Hvernig þeir geta komið með ábendingar og fyrirspurnir til ráðsins.
5) Ákveðið var að stefna á íbúafund með haustinu.
6) Umræður um einstaka svæði innan Selfoss sem betur mættu fara s.s. „mjólkurbúshverfið“, leikvelli innan hverfa , auðar lóðir o.fl. svæði.
7) Næsti fundur yrði með öðrum hverfaráðum á svæðinu.