Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.11.2011

2. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar

2. fundur hverfaráðs Stokkseyrar haldinn 8.maí 2011 kl. 20:00 í Gimli 

Mættir voru:
Jón Jónsson
Grétar Zóphóniasson
Sigurborg Ólafsdóttir
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Gunnar Valberg Pétursson boðaði forföll.

* Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

*Deiliskipulag við Hafnargötu á Stokkseyri
Hverfaráðið leggur til við bæjarstjórn að frágangur við Hafnargötu verði sett á framkvæmdaráætlun  samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí árið 2005.

*Löngudæl
Samkvæmt eindreginni ósk íbúa beinum við því til bæjarstjórnar að sett verði stífla í Hraunsá eins og hefur verið undanfarin ár til að halda uppi vatnshæð í Löngudæl.

* Fjaran
Hverfaráðið óskar eftir að settir verði þrír til fjórir bekkir frá bryggjunni og austur að sjógarðshliði við Kumbaravog sem vera myndu yfir sumartímann og fjarlægðir aftur að hausti til.
*Sólvellir
Ef ekki verður komist í það að malbika Sólvelli á Stokkseyri í sumar, þá óskum við eftir því að séð verði um að vegurinn verði rykbundinn yfir stærstu ferðamannahelgarnar hér á Stokkseyri. Undanfarin sumur hefur ryk valdið íbúum götunnar miklum ama.

*Göngustígur að tjaldstæðinu
Hverfaráðið leggur til að athugað verði með laggningu á göngustíg frá Dvergasteinum um Götuhúsatún að tjaldsvæðinu. 

* Gimli
Stefnt er að því að halda íbúafund þriðjudaginn 24. Maí kl. 20.00 þar sem við munum kynna verksvið hverfaráðsins og möguleika sem Gimli kemur til með að bjóða upp á í framtíðinni. Einnig munum við óska eftir hugmyndum frá íbúum Stokkseyrar um nýtingu á húsinu.

* Hreynsunarátak
Hverfaráðið vill koma á framfæri þökkum til allra bæjarbúa Stokkseyrar fyrir að taka svo rækilega til hendinni í hreynsunarátaki helgina 6.-8. maí. Þetta tókst vonum framar og þökkum við einnig starfsmönnum sveitafélagsins fyrir sitt framlag.

Fundi slitið kl. 21.45


Þetta vefsvæði byggir á Eplica