1.10.2019

2. fundur Hverfisráð Selfoss

Hverfisráð Selfoss   2.fundur, 28.maí 2019.
  • Hverfisráðið vill byrja á að óska handboltaliðinu til hamingju með sigurinn.
  • Hverfisráð fór yfir og kynnti sér nýjar samþykktir fyrir Hverfisráðið.
  • Hverfisráðið er sammála að fjölga meigi gangbrautum og þá sérstaklega í nýju hverfunum þar sem þetta er mjög ábótavant. Einnig þarf að taka aðrar gangbrautir í gegn en flest allar eru komnar vel á tíma. Hvetjum bæjarstjórn að bregðast sem fyrst við þessu.
  • Fulltrúi í Hverfisráði benti á það að gangstétt sem var á deiluskipulagi milli Hólahverfis og Helluhverfis hefur verið fjarlægð af deiluskipulagi og því krókaleiðir fyrir fótgangandi og hjólandi fólk að komast á áfangastað innan síns hverfis.
    • Einnig er engin bein tenging við Löndin.
    • Klára þarf gangstéttir í Hagahverfi við flugvöllinn.
  • Hverfisráðið fagnar ljósleiðaralagningu á Selfossi og að allur frágangur sé til fyrirmyndar.
    • Samskipti mættu e.t.v. vera betri á milli deilda, svo sem rafveitu og hitaveitu svo rask fyrir íbúa verði sem minnst þar sem gangstéttir og götur oft sundurgrafnar.
  • Hverfisráð vill að íbúum sveitarfélagsins boðist betri jarðvegur en sá sem er í boði á gámasvæðinu og að hann verði á hentugari stað.
    • Fulltrúi Hverfisráðs leggur til að litlir moldarhaugar verði settir hér og þar um bæinn og auðveldi íbúum aðgengi að jarðveg sem hafa e.t.v. ekki aðgengi að kerru en geta þá notað hjólbörur.
    • Getur verið hvetjandi fyrir íbúa að rækta garðinn sinn enn betur.
    • Við fögnum lengri opnunartíma gámasvæðisins.
  • Hverfisráðið vill hrósa hversu vel til tókst breytingar á Dælengjaróló og skorar á að fleiri leikvellir á Selfossi verði teknir í gegn.
    • Fögnum upplýsingaskilti sem sett var upp hjá Dælengjaróló.
  • Hverfisráðið hefur áhuga að vita hvort verið er að vinna með úttekt og skýrslu ungmennaráðs um leikvelli og hvort endurbætur á leikvöllum innan Sveitarfélagsins standi til?
  • Sunnan við Tjarnahverfið er stórt grænt svæði sem væri tilvalið til uppbyggingar á leiksvæði fyrir börn, t.d. skólahreystibraut sem hefur notið mikilla vinsælda í sveitarfélögum á höfuðborgasvæðinu.
    • Þátturinn skólahreysti var að vinna annað árið í röð verðlaun sem besti barna-og unglingaþáttur í sjónvarpi og því tilvalið að virkja börn sem og fullorðna í góða og skemmtilega hreyfingu.
    • Það eru fleiri græn svæði sem hægt væri að nýta í uppbyggingu fyrir hreyfingu.
  • Hverfisráð ræddi hvort hægt væri að gera meira úr svæðinu hjá Stóra Hól, byggja upp einhverskonar vetraíþróttasvæði með t.d. skautasvelli.
  • Hverfisráðið vill að aðgengi fyrir gangandi vegfarendur meðfram byggingarfræmkvæmdum við nýja miðbæinn verði bætt, það mætti merkja betur hjáleið en margir ganga meðfram hringtorginu í stað þess að fara yfir götuna og fara yfir gangbraut við Ölfusá.
  • Hverfisráð Selfoss leggur til að göngustígur sem liggur á milli húsanna Suðurengis 9 og Suðurengis 11 verði framlengdur alveg út í Norðurhóla og göngustígar í Engjahverfi og Suðurbyggð tengdir saman með góðum göngustíg sem liggur m.a. gegnum fallegt, gróið skjólsælt svæði sunnan Suðurengis.
  • Hverfisráð vill skora á bæjaryfirvöld í samráði við yfirmann sundlauga Árborgar að lengja opnunartíma um 30 mín á virkum dögum og klukkustund um helgar frá 1.maí til 1.október.
  • Hverfisráðið vill fá svör frá bæjarstjórn um grendargáma og hvort það standi til að fjölga þeim innan sveitarfélagins.
  • Hverfisráðið vill fá svör frá bæjarstjórn hvernig starfi dýrafangara er háttað með tiliti til kattahalds.
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica